Auðlindirnar okkar Oddný G. Harðardóttir skrifar 26. apríl 2019 07:00 Umræðan um þriðja orkupakkann er afar ruglingsleg. Svo virðist sem þau sem hafa þar hæst séu í raun alls ekkert að tala um það sem er í pakkanum. Þau draga fram skýra línu þar sem öðrum megin við hana er almenningur og hinum megin eru útlendingar sem vilja komast yfir auðlindir þjóðarinnar. Og svo eru bjargvættir leiddir til sögunnar sem einir geta og vilja vernda þjóðina fyrir gömmunum. En umræðan er líka um raunveruleg áhyggjuefni. Ég fæ ekki betur séð en að orkupakkinn fjalli helst um neytendavernd, orkuöryggi og virkari samkeppni. Pakkinn mun ekki hafa mikil áhrif hér á landi á meðan orkan okkar er ekki á orkumarkaði ESB. Til þess þyrfti sæstreng sem gæti reyndar flutt rafmagn til okkar ef við værum í neyð. Og þeir sem allra síst vilja aukna samkeppni í sölu rafmagns eru eigendur stóriðjunnar sem kaupir 70-80% alls rafmagns hér á landi. Þeir eru nú í lykilstöðu við samningaborðið um rafmagnsverðið enda engir aðrir kaupendur því enginn er sæstrengurinn. Sæstrengur er ekki í sjónmáli og ekki er heldur verið að leggja drög að lagningu hans eftir að Bretar tóku ákvörðun um Brexit. Kannski kemur hann aldrei. Samt er ljóst af umræðunni um orkupakkann að margir eru uggandi og vilja tryggari umgjörð um auðlindir þjóðarinnar. Og það viljum við í Samfylkingunni líka. Lausnin er auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Ákvæði þar sem áréttað er að enginn geti fengið auðlindirnar eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei megi selja þær eða veðsetja. Í kosningunum um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í mars 2012 fékk spurningin „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar í þjóðareign“ mikinn stuðning kjósenda. Ef ruglingslega umræðan um orkupakkann leiðir til þess að við fáum auðlindaákvæði í stjórnarskrá, þá væri hún sannarlega til einhvers.Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um þriðja orkupakkann er afar ruglingsleg. Svo virðist sem þau sem hafa þar hæst séu í raun alls ekkert að tala um það sem er í pakkanum. Þau draga fram skýra línu þar sem öðrum megin við hana er almenningur og hinum megin eru útlendingar sem vilja komast yfir auðlindir þjóðarinnar. Og svo eru bjargvættir leiddir til sögunnar sem einir geta og vilja vernda þjóðina fyrir gömmunum. En umræðan er líka um raunveruleg áhyggjuefni. Ég fæ ekki betur séð en að orkupakkinn fjalli helst um neytendavernd, orkuöryggi og virkari samkeppni. Pakkinn mun ekki hafa mikil áhrif hér á landi á meðan orkan okkar er ekki á orkumarkaði ESB. Til þess þyrfti sæstreng sem gæti reyndar flutt rafmagn til okkar ef við værum í neyð. Og þeir sem allra síst vilja aukna samkeppni í sölu rafmagns eru eigendur stóriðjunnar sem kaupir 70-80% alls rafmagns hér á landi. Þeir eru nú í lykilstöðu við samningaborðið um rafmagnsverðið enda engir aðrir kaupendur því enginn er sæstrengurinn. Sæstrengur er ekki í sjónmáli og ekki er heldur verið að leggja drög að lagningu hans eftir að Bretar tóku ákvörðun um Brexit. Kannski kemur hann aldrei. Samt er ljóst af umræðunni um orkupakkann að margir eru uggandi og vilja tryggari umgjörð um auðlindir þjóðarinnar. Og það viljum við í Samfylkingunni líka. Lausnin er auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Ákvæði þar sem áréttað er að enginn geti fengið auðlindirnar eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei megi selja þær eða veðsetja. Í kosningunum um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í mars 2012 fékk spurningin „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar í þjóðareign“ mikinn stuðning kjósenda. Ef ruglingslega umræðan um orkupakkann leiðir til þess að við fáum auðlindaákvæði í stjórnarskrá, þá væri hún sannarlega til einhvers.Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun