Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2019 23:01 News 12 long island Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri er sakaður um að hafa einn síns liðs gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna í New York um árabil. Saksóknarar í málinu segja hann hafa herjað á ungar konur háðar fíkniefnum og neytt þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum í skipti fyrir peninga og fíkniefni. Maðurinn er 47 ára og heitir Raymond Rodio III. Þann 17. apríl var hann ákærður í sex ákæruliðum fyrir mansal og öðrum sex fyrir að stuðla að vændi. Hann var í dag leiddur fyrir dómara þar sem hann kvaðst saklaus. Hann var dæmdur í gæsluvarðhald og verður hann ekki látinn laus nema gegn tryggingu upp á eina milljón Bandaríkjadollara. Rodio gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Saksóknari Suffolk-sýslu í New York, Tim Sini, segir Rodio hafa herjað sérstaklega á konur á þrítugsaldri sem háðar hafi verið fíkniefnum. Mansalshringur hans hafi verið starfræktur frá því í desember 2014 fram í febrúar 2018 og að um 20 konur hafi orðið fyrir barðinu á Rodio. Rodio er sagður hafa orðið konunum úti um eiturlyf án endurgjalds, fyrst um sinn, til þess að vinna traust þeirra og gera þær háðar honum. Hann hafi síðan nýtt sér bága stöðu þeirra til þess að neyða þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum. Samkvæmt saksóknaranum máttu fórnarlömb Rodio hvergi í húsi foreldra hans vera nema í kjallaranum, sem var læstur að utan. Auk þess hafi engin salernisaðstaða verið til staðar í kjallaranum, heldur hafi konunum verið gert að gera þarfir sínar í þar til gerða fötu. Rodio er talinn hafa auglýst vændi til sölu á vefsíðum á borð við Backpage og Craigslist. Þá er hann sagður hafa haldið stórum hluta greiðslna fyrir vændið sjálfur, það er að segja ef fórnarlömb hans fengu þá nokkuð greitt. Rodio ku þá hafa hótað þeim fórnarlömbum sínum sem neituðu að selja líkama sinn með ofbeldi eða með því að segjast ætla að hætta að sjá þeim fyrir fíkniefnum. Foreldrar Rodio hafa neitað því að mansalið hafi verið gert út úr kjallara þeirra, en viðurkenna þó að Rodio hafi verið háður eiturlyfjum og þurfi nauðsynlega á hjálp að halda. Yfirvöld telja foreldrana ekki hafa tekið þátt í glæpastarfseminni né þá að þau hafi gerst sek um nokkuð annað ólöglegt. Bandaríkin Lögreglumál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri er sakaður um að hafa einn síns liðs gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna í New York um árabil. Saksóknarar í málinu segja hann hafa herjað á ungar konur háðar fíkniefnum og neytt þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum í skipti fyrir peninga og fíkniefni. Maðurinn er 47 ára og heitir Raymond Rodio III. Þann 17. apríl var hann ákærður í sex ákæruliðum fyrir mansal og öðrum sex fyrir að stuðla að vændi. Hann var í dag leiddur fyrir dómara þar sem hann kvaðst saklaus. Hann var dæmdur í gæsluvarðhald og verður hann ekki látinn laus nema gegn tryggingu upp á eina milljón Bandaríkjadollara. Rodio gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Saksóknari Suffolk-sýslu í New York, Tim Sini, segir Rodio hafa herjað sérstaklega á konur á þrítugsaldri sem háðar hafi verið fíkniefnum. Mansalshringur hans hafi verið starfræktur frá því í desember 2014 fram í febrúar 2018 og að um 20 konur hafi orðið fyrir barðinu á Rodio. Rodio er sagður hafa orðið konunum úti um eiturlyf án endurgjalds, fyrst um sinn, til þess að vinna traust þeirra og gera þær háðar honum. Hann hafi síðan nýtt sér bága stöðu þeirra til þess að neyða þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum. Samkvæmt saksóknaranum máttu fórnarlömb Rodio hvergi í húsi foreldra hans vera nema í kjallaranum, sem var læstur að utan. Auk þess hafi engin salernisaðstaða verið til staðar í kjallaranum, heldur hafi konunum verið gert að gera þarfir sínar í þar til gerða fötu. Rodio er talinn hafa auglýst vændi til sölu á vefsíðum á borð við Backpage og Craigslist. Þá er hann sagður hafa haldið stórum hluta greiðslna fyrir vændið sjálfur, það er að segja ef fórnarlömb hans fengu þá nokkuð greitt. Rodio ku þá hafa hótað þeim fórnarlömbum sínum sem neituðu að selja líkama sinn með ofbeldi eða með því að segjast ætla að hætta að sjá þeim fyrir fíkniefnum. Foreldrar Rodio hafa neitað því að mansalið hafi verið gert út úr kjallara þeirra, en viðurkenna þó að Rodio hafi verið háður eiturlyfjum og þurfi nauðsynlega á hjálp að halda. Yfirvöld telja foreldrana ekki hafa tekið þátt í glæpastarfseminni né þá að þau hafi gerst sek um nokkuð annað ólöglegt.
Bandaríkin Lögreglumál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira