Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Sighvatur Jónsson skrifar 25. apríl 2019 12:30 Í skoðunarskýrslum Matvælastofnunar er Ópal sjávarfang gagnrýnt fyrir að hafa brugðist seint við varðandi innköllun á laxi vegna listeríusmits. Vísir/Getty Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. Greint hefur verið frá því að kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu lést vegna listeríusýkingar sem hún fékk eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfangi. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins fyrst 25. janúar vegna ábendingar frá embætti Landlæknis um að listería hefði greinst í blóði konunnar. Tekin voru þrettán sýni um alla vinnsluna, jafnt úr hráefni sem vörutegundum. Samkvæmt skoðunarskýrslu greindist listería í graflaxbitum, birkireyktum laxi og birkireyktri fjallableikju. Þá greindist bakterían á fjórum stöðum í vinnslunni; í skurðarbretti, skurðarborði, niðurfalli og grind. Samtals voru níu athugasemdir gerðar í þessari fyrstu skoðun. Meðal annars var gerð athugasemd við að of langur tími liði milli þess sem meindýraeyðir vitjaði um gildrur. Þá var bent á að áhöld til þrifa ættu að vera upphengd en þau voru geymd á gólfi víða í vinnslu fyrirtækisins.Fleiri og alvarlegri athugasemdir Ellefu dögum síðar var annað eftirlit. Þá voru gerðar fjórtán athugasemdir. Til viðbótar við fyrri athugasemdir var nú bent á óhreinindi á tækjum og áhöldum. Auk þess var bent á að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári, en samkvæmt leiðbeiningum MAST á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Matvælastofnun skoðaði Ópal sjávarfang í þriðja sinn 11. febrúar. Þá fjölgaði athugasemdum enn, gerðar voru kröfur um úrbætur í 18 atriðum, þar af voru tvær alvarlegar athugasemdir. Önnur þeirra sneri að því að vörur hefðu verið seldar frá fyrirtækinu tveimur dögum eftir að Matvælastofnun tilkynnti fyrirtækinu um fyrirhugaða ákvörðun um stöðvun framleiðslu og dreifingu vara. Einnig var gerð alvarleg athugasemd við að fyrirtækið hafi innkallað vörur tveimur dögum eftir að listeríusmit hafði verið staðfest. Þá hafi Ópal sjávarfang eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju.Matvælastofnun stöðvaði starfsemi og dreifingu á vörum Ópal sjávarfangs tímabundið vegna listeríu sem greindist á nokkrum stöðum í framleiðslu fyrirtækisins.Fréttablaðið/AntonDreifing undir eftirliti Matvælastofnunar Eftir að starfsemi og dreifing var stöðvuð í byrjun febrúar var starfsstöð Ópal sjávarfangs hreinsuð og ný sýni tekin í kjölfarið. Matvælastofnun samþykkti dreifingu á vörum fyrirtækisins aftur 19. febrúar. Vörur frá Ópal sjávarfangi fara ekki á markað fyrr en stofnunin hefur staðfest að viðkomandi framleiðslulota hafi greinst neikvæð fyrir listeríu. Forsvarsmenn Ópal sjávarfangs vildu ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða í morgun. Vísað var til yfirlýsingar sem á að senda fjölmiðlum síðar í dag. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. Greint hefur verið frá því að kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu lést vegna listeríusýkingar sem hún fékk eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfangi. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins fyrst 25. janúar vegna ábendingar frá embætti Landlæknis um að listería hefði greinst í blóði konunnar. Tekin voru þrettán sýni um alla vinnsluna, jafnt úr hráefni sem vörutegundum. Samkvæmt skoðunarskýrslu greindist listería í graflaxbitum, birkireyktum laxi og birkireyktri fjallableikju. Þá greindist bakterían á fjórum stöðum í vinnslunni; í skurðarbretti, skurðarborði, niðurfalli og grind. Samtals voru níu athugasemdir gerðar í þessari fyrstu skoðun. Meðal annars var gerð athugasemd við að of langur tími liði milli þess sem meindýraeyðir vitjaði um gildrur. Þá var bent á að áhöld til þrifa ættu að vera upphengd en þau voru geymd á gólfi víða í vinnslu fyrirtækisins.Fleiri og alvarlegri athugasemdir Ellefu dögum síðar var annað eftirlit. Þá voru gerðar fjórtán athugasemdir. Til viðbótar við fyrri athugasemdir var nú bent á óhreinindi á tækjum og áhöldum. Auk þess var bent á að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári, en samkvæmt leiðbeiningum MAST á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Matvælastofnun skoðaði Ópal sjávarfang í þriðja sinn 11. febrúar. Þá fjölgaði athugasemdum enn, gerðar voru kröfur um úrbætur í 18 atriðum, þar af voru tvær alvarlegar athugasemdir. Önnur þeirra sneri að því að vörur hefðu verið seldar frá fyrirtækinu tveimur dögum eftir að Matvælastofnun tilkynnti fyrirtækinu um fyrirhugaða ákvörðun um stöðvun framleiðslu og dreifingu vara. Einnig var gerð alvarleg athugasemd við að fyrirtækið hafi innkallað vörur tveimur dögum eftir að listeríusmit hafði verið staðfest. Þá hafi Ópal sjávarfang eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju.Matvælastofnun stöðvaði starfsemi og dreifingu á vörum Ópal sjávarfangs tímabundið vegna listeríu sem greindist á nokkrum stöðum í framleiðslu fyrirtækisins.Fréttablaðið/AntonDreifing undir eftirliti Matvælastofnunar Eftir að starfsemi og dreifing var stöðvuð í byrjun febrúar var starfsstöð Ópal sjávarfangs hreinsuð og ný sýni tekin í kjölfarið. Matvælastofnun samþykkti dreifingu á vörum fyrirtækisins aftur 19. febrúar. Vörur frá Ópal sjávarfangi fara ekki á markað fyrr en stofnunin hefur staðfest að viðkomandi framleiðslulota hafi greinst neikvæð fyrir listeríu. Forsvarsmenn Ópal sjávarfangs vildu ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða í morgun. Vísað var til yfirlýsingar sem á að senda fjölmiðlum síðar í dag.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira