Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Sighvatur Jónsson skrifar 25. apríl 2019 12:30 Í skoðunarskýrslum Matvælastofnunar er Ópal sjávarfang gagnrýnt fyrir að hafa brugðist seint við varðandi innköllun á laxi vegna listeríusmits. Vísir/Getty Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. Greint hefur verið frá því að kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu lést vegna listeríusýkingar sem hún fékk eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfangi. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins fyrst 25. janúar vegna ábendingar frá embætti Landlæknis um að listería hefði greinst í blóði konunnar. Tekin voru þrettán sýni um alla vinnsluna, jafnt úr hráefni sem vörutegundum. Samkvæmt skoðunarskýrslu greindist listería í graflaxbitum, birkireyktum laxi og birkireyktri fjallableikju. Þá greindist bakterían á fjórum stöðum í vinnslunni; í skurðarbretti, skurðarborði, niðurfalli og grind. Samtals voru níu athugasemdir gerðar í þessari fyrstu skoðun. Meðal annars var gerð athugasemd við að of langur tími liði milli þess sem meindýraeyðir vitjaði um gildrur. Þá var bent á að áhöld til þrifa ættu að vera upphengd en þau voru geymd á gólfi víða í vinnslu fyrirtækisins.Fleiri og alvarlegri athugasemdir Ellefu dögum síðar var annað eftirlit. Þá voru gerðar fjórtán athugasemdir. Til viðbótar við fyrri athugasemdir var nú bent á óhreinindi á tækjum og áhöldum. Auk þess var bent á að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári, en samkvæmt leiðbeiningum MAST á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Matvælastofnun skoðaði Ópal sjávarfang í þriðja sinn 11. febrúar. Þá fjölgaði athugasemdum enn, gerðar voru kröfur um úrbætur í 18 atriðum, þar af voru tvær alvarlegar athugasemdir. Önnur þeirra sneri að því að vörur hefðu verið seldar frá fyrirtækinu tveimur dögum eftir að Matvælastofnun tilkynnti fyrirtækinu um fyrirhugaða ákvörðun um stöðvun framleiðslu og dreifingu vara. Einnig var gerð alvarleg athugasemd við að fyrirtækið hafi innkallað vörur tveimur dögum eftir að listeríusmit hafði verið staðfest. Þá hafi Ópal sjávarfang eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju.Matvælastofnun stöðvaði starfsemi og dreifingu á vörum Ópal sjávarfangs tímabundið vegna listeríu sem greindist á nokkrum stöðum í framleiðslu fyrirtækisins.Fréttablaðið/AntonDreifing undir eftirliti Matvælastofnunar Eftir að starfsemi og dreifing var stöðvuð í byrjun febrúar var starfsstöð Ópal sjávarfangs hreinsuð og ný sýni tekin í kjölfarið. Matvælastofnun samþykkti dreifingu á vörum fyrirtækisins aftur 19. febrúar. Vörur frá Ópal sjávarfangi fara ekki á markað fyrr en stofnunin hefur staðfest að viðkomandi framleiðslulota hafi greinst neikvæð fyrir listeríu. Forsvarsmenn Ópal sjávarfangs vildu ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða í morgun. Vísað var til yfirlýsingar sem á að senda fjölmiðlum síðar í dag. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. Greint hefur verið frá því að kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu lést vegna listeríusýkingar sem hún fékk eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfangi. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins fyrst 25. janúar vegna ábendingar frá embætti Landlæknis um að listería hefði greinst í blóði konunnar. Tekin voru þrettán sýni um alla vinnsluna, jafnt úr hráefni sem vörutegundum. Samkvæmt skoðunarskýrslu greindist listería í graflaxbitum, birkireyktum laxi og birkireyktri fjallableikju. Þá greindist bakterían á fjórum stöðum í vinnslunni; í skurðarbretti, skurðarborði, niðurfalli og grind. Samtals voru níu athugasemdir gerðar í þessari fyrstu skoðun. Meðal annars var gerð athugasemd við að of langur tími liði milli þess sem meindýraeyðir vitjaði um gildrur. Þá var bent á að áhöld til þrifa ættu að vera upphengd en þau voru geymd á gólfi víða í vinnslu fyrirtækisins.Fleiri og alvarlegri athugasemdir Ellefu dögum síðar var annað eftirlit. Þá voru gerðar fjórtán athugasemdir. Til viðbótar við fyrri athugasemdir var nú bent á óhreinindi á tækjum og áhöldum. Auk þess var bent á að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári, en samkvæmt leiðbeiningum MAST á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Matvælastofnun skoðaði Ópal sjávarfang í þriðja sinn 11. febrúar. Þá fjölgaði athugasemdum enn, gerðar voru kröfur um úrbætur í 18 atriðum, þar af voru tvær alvarlegar athugasemdir. Önnur þeirra sneri að því að vörur hefðu verið seldar frá fyrirtækinu tveimur dögum eftir að Matvælastofnun tilkynnti fyrirtækinu um fyrirhugaða ákvörðun um stöðvun framleiðslu og dreifingu vara. Einnig var gerð alvarleg athugasemd við að fyrirtækið hafi innkallað vörur tveimur dögum eftir að listeríusmit hafði verið staðfest. Þá hafi Ópal sjávarfang eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju.Matvælastofnun stöðvaði starfsemi og dreifingu á vörum Ópal sjávarfangs tímabundið vegna listeríu sem greindist á nokkrum stöðum í framleiðslu fyrirtækisins.Fréttablaðið/AntonDreifing undir eftirliti Matvælastofnunar Eftir að starfsemi og dreifing var stöðvuð í byrjun febrúar var starfsstöð Ópal sjávarfangs hreinsuð og ný sýni tekin í kjölfarið. Matvælastofnun samþykkti dreifingu á vörum fyrirtækisins aftur 19. febrúar. Vörur frá Ópal sjávarfangi fara ekki á markað fyrr en stofnunin hefur staðfest að viðkomandi framleiðslulota hafi greinst neikvæð fyrir listeríu. Forsvarsmenn Ópal sjávarfangs vildu ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða í morgun. Vísað var til yfirlýsingar sem á að senda fjölmiðlum síðar í dag.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira