
Ásælni Klíníkur í opinbert fé
Heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir er þessar vikurnar í erfiðri vörn fyrir það sem hún og hennar sérfæðingar meta almannahagsmuni, gegn ásækni Klíníkurinnar í (að þessu sinni) liðskiptaaðgerðir, sem Svandís og hennar ráðgjafar telja betur komið hjá opinberu sjúkrahúsunum LSH, sjúkrahúsinu á Akureyri SAK og sjúkrahúsinu á Akranesi HVE. Til ráðstöfunar sé takmarkað fé og það þjóni ekki almannahagsmunum til lengri tíma að dreifa því á fleiri stofnanir.
Rökin eru væntanlega þau að með því sé hægt að nýta betur fjárfestingar, þjálfa starfsfólk og nemendur, manna sólarhringsvaktir og ekki síst geta allan sólarhringinn tekið við flóknari bæklunaraðgerðum m.a. vegna slysa, og endurkomusjúklinga ef eitthvað fer úrskeiðis. Þess vegna sé mikilvægt að styrkja aðstöðu og mannskap þessara þriggja lykilsjúkrahúsa á landinu, opinberra stofnana sem lúta forræði og forgangsröðun þeirra sem stýra opinberu fé til heilbrigðismála og hafa verið kjörnir til þess af okkur, almenningi í landinu.
Við kusum ekki Klíníkina til þess að móta stefnu okkar í heilbrigðismálum, en við fyrrgreinda stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda vill Klíníkin ekki sætta sig og beitir fyrir sig gamalkunnum aðferðum í hagsmunabaráttu á þessu sviði – sjúklingum.
Ofangreint breytir því ekki að of lítið fé hefur farið til nefndra sjúkrahúsa og ekki tekið tillit til margs konar breyttra aðstæðna sem þrengja að þeirra fjárhag, þannig að biðlistar hafa lengst úr hófi. Það er verkefni Svandísar og VG í ríkisstjórninni að bæta úr, en allir flokkar lofuðu að stórauka framlög til heilbrigðismála fyrir síðustu kosningar. Ísland hefur undirgengist þá skyldu skv.
Evróputilskipun að bið eftir aðgerðum fari ekki yfir tiltekin tímamörk, þá geti sjúklingar farið til útlanda í sömu aðgerð á kostnað ríkisins. Við það verður ekki ráðið nema með því að stytta biðtímann. Mér finnst raunar sérkennilegt að hægt sé að fara fram hjá fjárlögum með því að fara með aðgerðir og kostnaðinn til útlanda. Klínikin sem milligönguaðili í þeim leiðangri nýtir það grímulaust í sínum áróðri.
Viðhorf Íslendinga og hagkvæmni í rekstri: Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors á viðhorfum Íslendinga til rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu hafa ítrekað sýnt, að mjög mikill meiri hluti Íslendinga vill að heilbrigðisþjónusta sé veitt á opinberum stofnunum og fjármögnuð úr opinberum sjóðum.
Þrátt fyrir það hefur opinbert fé til heilbrigðisþjónustu um árabil runnið í vaxandi mæli til einkareksturs meðan opinber rekstur hefur mátt búa við óbreytta stöðu eða jafnvel niðurskurð. Einbeitt ásókn samtaka lækna í opinbert fé hefur skilað þessu í bland við stefnuleysi stjórnvalda hvers tíma og skort á upplýstri opinberri umræðu.
Erlendar samanburðarrannsóknir sýna að þegar á heildina er litið er opinber rekstur í heilbrigðisþjónustu að jafnaði nokkru hagkvæmari en einkarekstur (sjá td. The relative efficiency of public and private service delivery, J. Hsu, World Health Report 2010).
Þessi samanburður er þó ekki einfaldur en almennt er talið gilda að í opinberum rekstri sé viðskiptakostnaður lægri s.s. við samningagerð, eftirlit, tryggingar og að engar arðsemikröfur eru gerðar. Enn fremur eru líkur minni á oflækningum, þegar fjárhagslegir hvatar eru ekki fyrir hendi við ákvarðanir, heldur einungis hagsmunir sjúklingsins. Engilbert Guðmundsson hagfræðingur ritaði um þennan samanburð afbragðs grein út frá hagfræðilegum sjónarmiðum í Kjarnann þann 8. mars 2016 Hagræði og einkarekstur heilbrigðisþjónustu.
Miklu varðar því að allir sem vilja standa vörð um hið opinbera heilbrigðiskerfi á Íslandi styðji Svandísi Svavarsdóttur í hennar baráttu. Ofureflið er töluvert og fjölmiðlar purkunarlaust misnotaðir í þágu einkaaðilanna.
Skoðun

Kann Jón Steindór ekki að reikna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lífið sem var – á Gaza
Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar

Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Tilskipanafyllerí Trumps
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Öfgar á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Borg þarf breidd, land þarf lausnir
Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar

Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum
Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Rjúfum þögnina og tölum um dauðann
Ingrid Kuhlman skrifar

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

POTS er ekki tískubylgja
Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar

Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024
Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Ægir Örn Arnarson skrifar

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar