Ásælni Klíníkur í opinbert fé Margrét S. Björnsdóttir skrifar 25. apríl 2019 10:00 Þrjú einkarekin heilbrigðisþjónustufyrirtæki voru meðal 20 arðsömustu fyrirtækja landsins skv. lista Lánstrausts, árið 2016 (Stundin 9. mars 2016), en þjónusta þeirra var að mestu greidd af ríkinu. Þá færist í vöxt hér á landi að fagfjárfestar fjárfesti í heilbrigðisþjónustu. Áður voru þetta fyrst og fremst læknar, sjúkraþjálfarar, aðrar heilbrigðisstéttir sem einka-ráku eigin þjónustu og margs konar félagasamtök, sem ráku heilbrigðisþjónustu án hagnaðarsjónarmiða. Heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir er þessar vikurnar í erfiðri vörn fyrir það sem hún og hennar sérfæðingar meta almannahagsmuni, gegn ásækni Klíníkurinnar í (að þessu sinni) liðskiptaaðgerðir, sem Svandís og hennar ráðgjafar telja betur komið hjá opinberu sjúkrahúsunum LSH, sjúkrahúsinu á Akureyri SAK og sjúkrahúsinu á Akranesi HVE. Til ráðstöfunar sé takmarkað fé og það þjóni ekki almannahagsmunum til lengri tíma að dreifa því á fleiri stofnanir. Rökin eru væntanlega þau að með því sé hægt að nýta betur fjárfestingar, þjálfa starfsfólk og nemendur, manna sólarhringsvaktir og ekki síst geta allan sólarhringinn tekið við flóknari bæklunaraðgerðum m.a. vegna slysa, og endurkomusjúklinga ef eitthvað fer úrskeiðis. Þess vegna sé mikilvægt að styrkja aðstöðu og mannskap þessara þriggja lykilsjúkrahúsa á landinu, opinberra stofnana sem lúta forræði og forgangsröðun þeirra sem stýra opinberu fé til heilbrigðismála og hafa verið kjörnir til þess af okkur, almenningi í landinu. Við kusum ekki Klíníkina til þess að móta stefnu okkar í heilbrigðismálum, en við fyrrgreinda stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda vill Klíníkin ekki sætta sig og beitir fyrir sig gamalkunnum aðferðum í hagsmunabaráttu á þessu sviði – sjúklingum. Ofangreint breytir því ekki að of lítið fé hefur farið til nefndra sjúkrahúsa og ekki tekið tillit til margs konar breyttra aðstæðna sem þrengja að þeirra fjárhag, þannig að biðlistar hafa lengst úr hófi. Það er verkefni Svandísar og VG í ríkisstjórninni að bæta úr, en allir flokkar lofuðu að stórauka framlög til heilbrigðismála fyrir síðustu kosningar. Ísland hefur undirgengist þá skyldu skv. Evróputilskipun að bið eftir aðgerðum fari ekki yfir tiltekin tímamörk, þá geti sjúklingar farið til útlanda í sömu aðgerð á kostnað ríkisins. Við það verður ekki ráðið nema með því að stytta biðtímann. Mér finnst raunar sérkennilegt að hægt sé að fara fram hjá fjárlögum með því að fara með aðgerðir og kostnaðinn til útlanda. Klínikin sem milligönguaðili í þeim leiðangri nýtir það grímulaust í sínum áróðri. Viðhorf Íslendinga og hagkvæmni í rekstri: Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors á viðhorfum Íslendinga til rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu hafa ítrekað sýnt, að mjög mikill meiri hluti Íslendinga vill að heilbrigðisþjónusta sé veitt á opinberum stofnunum og fjármögnuð úr opinberum sjóðum. Þrátt fyrir það hefur opinbert fé til heilbrigðisþjónustu um árabil runnið í vaxandi mæli til einkareksturs meðan opinber rekstur hefur mátt búa við óbreytta stöðu eða jafnvel niðurskurð. Einbeitt ásókn samtaka lækna í opinbert fé hefur skilað þessu í bland við stefnuleysi stjórnvalda hvers tíma og skort á upplýstri opinberri umræðu. Erlendar samanburðarrannsóknir sýna að þegar á heildina er litið er opinber rekstur í heilbrigðisþjónustu að jafnaði nokkru hagkvæmari en einkarekstur (sjá td. The relative efficiency of public and private service delivery, J. Hsu, World Health Report 2010). Þessi samanburður er þó ekki einfaldur en almennt er talið gilda að í opinberum rekstri sé viðskiptakostnaður lægri s.s. við samningagerð, eftirlit, tryggingar og að engar arðsemikröfur eru gerðar. Enn fremur eru líkur minni á oflækningum, þegar fjárhagslegir hvatar eru ekki fyrir hendi við ákvarðanir, heldur einungis hagsmunir sjúklingsins. Engilbert Guðmundsson hagfræðingur ritaði um þennan samanburð afbragðs grein út frá hagfræðilegum sjónarmiðum í Kjarnann þann 8. mars 2016 Hagræði og einkarekstur heilbrigðisþjónustu. Miklu varðar því að allir sem vilja standa vörð um hið opinbera heilbrigðiskerfi á Íslandi styðji Svandísi Svavarsdóttur í hennar baráttu. Ofureflið er töluvert og fjölmiðlar purkunarlaust misnotaðir í þágu einkaaðilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Þrjú einkarekin heilbrigðisþjónustufyrirtæki voru meðal 20 arðsömustu fyrirtækja landsins skv. lista Lánstrausts, árið 2016 (Stundin 9. mars 2016), en þjónusta þeirra var að mestu greidd af ríkinu. Þá færist í vöxt hér á landi að fagfjárfestar fjárfesti í heilbrigðisþjónustu. Áður voru þetta fyrst og fremst læknar, sjúkraþjálfarar, aðrar heilbrigðisstéttir sem einka-ráku eigin þjónustu og margs konar félagasamtök, sem ráku heilbrigðisþjónustu án hagnaðarsjónarmiða. Heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir er þessar vikurnar í erfiðri vörn fyrir það sem hún og hennar sérfæðingar meta almannahagsmuni, gegn ásækni Klíníkurinnar í (að þessu sinni) liðskiptaaðgerðir, sem Svandís og hennar ráðgjafar telja betur komið hjá opinberu sjúkrahúsunum LSH, sjúkrahúsinu á Akureyri SAK og sjúkrahúsinu á Akranesi HVE. Til ráðstöfunar sé takmarkað fé og það þjóni ekki almannahagsmunum til lengri tíma að dreifa því á fleiri stofnanir. Rökin eru væntanlega þau að með því sé hægt að nýta betur fjárfestingar, þjálfa starfsfólk og nemendur, manna sólarhringsvaktir og ekki síst geta allan sólarhringinn tekið við flóknari bæklunaraðgerðum m.a. vegna slysa, og endurkomusjúklinga ef eitthvað fer úrskeiðis. Þess vegna sé mikilvægt að styrkja aðstöðu og mannskap þessara þriggja lykilsjúkrahúsa á landinu, opinberra stofnana sem lúta forræði og forgangsröðun þeirra sem stýra opinberu fé til heilbrigðismála og hafa verið kjörnir til þess af okkur, almenningi í landinu. Við kusum ekki Klíníkina til þess að móta stefnu okkar í heilbrigðismálum, en við fyrrgreinda stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda vill Klíníkin ekki sætta sig og beitir fyrir sig gamalkunnum aðferðum í hagsmunabaráttu á þessu sviði – sjúklingum. Ofangreint breytir því ekki að of lítið fé hefur farið til nefndra sjúkrahúsa og ekki tekið tillit til margs konar breyttra aðstæðna sem þrengja að þeirra fjárhag, þannig að biðlistar hafa lengst úr hófi. Það er verkefni Svandísar og VG í ríkisstjórninni að bæta úr, en allir flokkar lofuðu að stórauka framlög til heilbrigðismála fyrir síðustu kosningar. Ísland hefur undirgengist þá skyldu skv. Evróputilskipun að bið eftir aðgerðum fari ekki yfir tiltekin tímamörk, þá geti sjúklingar farið til útlanda í sömu aðgerð á kostnað ríkisins. Við það verður ekki ráðið nema með því að stytta biðtímann. Mér finnst raunar sérkennilegt að hægt sé að fara fram hjá fjárlögum með því að fara með aðgerðir og kostnaðinn til útlanda. Klínikin sem milligönguaðili í þeim leiðangri nýtir það grímulaust í sínum áróðri. Viðhorf Íslendinga og hagkvæmni í rekstri: Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors á viðhorfum Íslendinga til rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu hafa ítrekað sýnt, að mjög mikill meiri hluti Íslendinga vill að heilbrigðisþjónusta sé veitt á opinberum stofnunum og fjármögnuð úr opinberum sjóðum. Þrátt fyrir það hefur opinbert fé til heilbrigðisþjónustu um árabil runnið í vaxandi mæli til einkareksturs meðan opinber rekstur hefur mátt búa við óbreytta stöðu eða jafnvel niðurskurð. Einbeitt ásókn samtaka lækna í opinbert fé hefur skilað þessu í bland við stefnuleysi stjórnvalda hvers tíma og skort á upplýstri opinberri umræðu. Erlendar samanburðarrannsóknir sýna að þegar á heildina er litið er opinber rekstur í heilbrigðisþjónustu að jafnaði nokkru hagkvæmari en einkarekstur (sjá td. The relative efficiency of public and private service delivery, J. Hsu, World Health Report 2010). Þessi samanburður er þó ekki einfaldur en almennt er talið gilda að í opinberum rekstri sé viðskiptakostnaður lægri s.s. við samningagerð, eftirlit, tryggingar og að engar arðsemikröfur eru gerðar. Enn fremur eru líkur minni á oflækningum, þegar fjárhagslegir hvatar eru ekki fyrir hendi við ákvarðanir, heldur einungis hagsmunir sjúklingsins. Engilbert Guðmundsson hagfræðingur ritaði um þennan samanburð afbragðs grein út frá hagfræðilegum sjónarmiðum í Kjarnann þann 8. mars 2016 Hagræði og einkarekstur heilbrigðisþjónustu. Miklu varðar því að allir sem vilja standa vörð um hið opinbera heilbrigðiskerfi á Íslandi styðji Svandísi Svavarsdóttur í hennar baráttu. Ofureflið er töluvert og fjölmiðlar purkunarlaust misnotaðir í þágu einkaaðilanna.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar