Skiptastjóri frá helvíti í boði Arion banka Ólafur Hauksson skrifar 24. apríl 2019 10:18 Mælikvarði Arion banka á vanhæfi skiptastjóra er vægast sagt sérkennilegur. Bankinn telur annan skiptastjóra WOW vanhæfan vegna þess að sem lögmaður stendur hann í málaferlum gegn dótturfélagi bankans. Í þrotabúi Sigurplasts var Arion banki ekki jafn smámunasamur gagnvart vali á skiptastjóran. Sá hafði unnið fyrir eigendur Arion í tugum mála og hafði mikla atvinnuhagsmuni vegna þess. Hann hafði mikla hagsmuni tengda bankanum. En fyrir vikið taldist hann fullkominn í þau skítverk sem fyrir lágu af hálfu bankans gegn fyrrum aðaleigendum Sigurplasts. Tímabært er að segja undan og ofan af því hvernig Arion banki og skiptastjóri hans höguðu sér í því máli. Bankanum líkaði ekki við mennina Stutt forsaga. Iðnfyrirtækið Sigurplast var skuldsett eftir bankahrunið, líkt og fjöldi annarra fyrirtækja. Sigurplast taldist engu að síður rekstrarhæft samkvæmt úttekt Ernst og Young. Hins vegar var stirðleiki í samskiptum aðaleigenda Sigurplasts og fulltrúa bankans um leiðir til að taka á málinu. Steininn tók úr þegar bankinn ákvað í ágúst 2010 að bíða ekki eftir dómi um ólögmæti gengisbundinna lána Sigurplasts. Þess í stað krafðist bankinn að fyrirtækið yrði úrskurðað gjaldþrota. Vitaskuld voru aðaleigendur Sigurplasts ekki hressir með þessi svik og gagnrýndu Arion banka harðlega, í einkasamtölum og opinberlega. Fékk 50 milljónir króna í vopnabúið Grímur Sigurðsson lögmaður hjá Landslögum var skipaður skiptastjóri Sigurplasts. Kaupþing, eigandi Arion banka, var stór viðskiptavinur hjá honum. Grímur var með tugi mála í gangi fyrir Kaupþing í héraðsdómi og Hæstarétti. Á sama tíma var Grímur skiptastjóri í hinu risastóra þrotabúi Milestone. Arion banki greiddi 50 milljónir króna inn í þrotabú Sigurplasts, þó svo að bankinn væri með allsherjarveð í öllu sem fyrirtækið átti. Bankinn þurfti því ekki að setja eina krónu inn í búið. En tilgangur þessa höfðinglega framlags kom þó fljótlega í ljós. Skiptastjóranum var ætlað nota peningana til að ganga í skrokk á fyrrum aðaleigendum Sigurplasts, þeim Jóni Snorra Snorrasyni og Sigurði L. Sævarssyni, fyrir ósvífnina í samskiptum við bankann. 16 milljónir fyrir spurningar Grímur beið ekki boðanna. Hann fékk viðskiptafræðing á ráðgjafasviði hjá Ernst og Young til að fara yfir bókhald Sigurplasts. Sá skilaði skýrslu þar sem hann spurði hundruð spurninga um hitt og þetta sem hann áttaði sig ekki á. Skiljanlega, þar sem hann hafði ekki komið nálægt rekstri fyrirtækisins. Hann hafði samt ekki fyrir því fá svör við spurningunum frá þeim Jóni Snorra og Sigurði. Enda hefðu skýringar eyðilagt markmiðin með bókhaldsskýrslunni. Fyrir þessa hálfu úttekt á bókhaldinu fékk Ernst og Young greiddar 16 milljónir króna af framlagi Arion banka til þrotabúsins. Hátt reitt til höggs Grímur skiptastjóri sendi spurningayfirlit viðskiptafræðingsins til sérstaks saksóknara. Það gerði hann á grundvelli 84. greinar laga um gjaldþrotaskipti. Þar segir að ef skiptastjóri hafi rökstuddan grun um refsivert athæfi í aðdraganda gjaldþrots, þá skuli hann tilkynna það saksóknara. Fátt er betur til þess fallið að „rökstyðja“ slíkan grun en ásakandi spurningar um bókhaldsfærslur. Grímur áttaði sig hins vegar á því að spurningar viðskiptafræðings um bókhaldsfærslur þættu ekki trúverðugar. Hann laug því í tilkynningunni til saksóknara að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða til að gefa skjalinu meira vægi. Grímur sendi einnig kæru til skattrannsóknarstjóra og krafðist lögreglurannsóknar með tillögu um að gerð yrði húsleit. Smánarleg þögn Ernst og Young Þrátt fyrir að Grímur skiptastjóri kallaði bókhaldsyfirlitið endurskoðunarskýrslu, þá gerði Ernst og Young enga athugasemd við þá lygi. Samt er munurinn á starfi og þekkingu endurskoðanda og viðskiptafræðings svipaður og munurinn á skurðlækni og skurðhjúkrunarfræðingi. Hvorki heyrðist hósti né stuna frá fyrirtækinu til að andmæla rangfærslum Gríms, en þær fóru víða. Aðeins Endurskoðunarráð tók afstöðu til vinnu Ernst og Young og sagði af og frá að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða, enda hefði engin endurskoðun verið fólgin í gerð þess. Aðgerðir settar í yfirgír Tilkynning Gríms til saksóknara var bara fyrsta skrefið í leiðangrinum. Þó svo að þeir Jón Snorri og Sigurður hefðu aldrei séð bókhaldsyfirlit Ernst og Young eða verið beðnir um skýringar, þá var plaggið skömmu síðar komið í hendur á þáverandi ritstjórn DV. Fyrir henni fóru þeir Reynir Traustason, Jón Trausti Reynisson og Ingi Freyr Vilhálmsson, sem nú reka Stundina. Varla þarf mikið ímyndunarafl til að láta sér detta í hug hvaðan bókhaldsyfirlitið barst til þeirra. Fjölmiðlamennirnir tóku Grím á orðinu og sögðust hafa endurskoðunarskýrslu Ernst og Young undir höndum. Á næstu tveimur vikum birtu þeir dag eftir dag spurningar og vangaveltur úr yfirlitinu um að sitthvað saknæmt hafi átt sér stað í rekstri Sigurplasts. Lætur nærri að fjölmiðllinn hafi birt allar getgátur viðskiptafræðings Ernst og Young eins og þær leggja sig. Samtals birti blaðið og vefsíða þess 60 sjálfstæðar fréttir þar sem vegið var að fyrrverandi forsvarsmönnum Sigurplasts með rætnum hætti. Skepnuskapur Sjálfsagt hafa óvildarmenn þeirra Jóns Snorra og Sigurðar í Arion banka ekki látið sig dreyma um þá útreið sem tvímenningarnir fengu í fjölmiðlinum. Um hreinan og kláran skepnuskap af hálfu blaðamanna var að ræða í allri umfjölluninni. Þeir birtu einhliða allar ávirðingarnar úr bókhaldsyfirlitinu og lugu því að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða. Þeir tóku Jón Snorra sérstaklega fyrir á þeim forsendum að hann væri þekktur maður í þjóðfélaginu, því hann var lektor við Háskóla Íslands. Reynir Traustason neitaði að birta athugasemdir við umfjöllunina og neitaði jafnframt að sýna þeim Jóni Snorra og Sigurði bókhaldsyfirlitið sem umfjöllun fjölmiðlisins byggði á. Það sama gerði Grímur, hann neitaði að sýna þeim Jóni Snorra og Sigurði samantekt viðskiptafræðingsins, þó svo hann væri með hana í höndunum sem opinber sýslunarmaður. Í aðeins í eitt skipti hafði fjölmiðillinn samband, en þá aðeins til að geta unnið frekar úr ávirðingunum. Jón Snorri var á forsíðu sagður sæta rannsókn lögreglu, þó svo engin slík rannsókn stæði yfir. Ingi Freyr, sem skrifaði flestallar „fréttirnar“ lét hjá líða að upplýsa að faðir hans var meðeigandi Gríms Sigurðssonar hjá lögfræðistofunni Landslögum. Ekki verður að sinni fjallað frekar um níðingslega framkomu þeirra Reynis, Jóns Trausta og Inga Freys í garð þeirra Jóns Snorra og Sigurðar. Það bíður seinni tíma. Allt tínt til Úr „bókhaldsrannsókninni“ bjó Grímur til fjölmörg riftunarmál á hendur þeim Jóni Snorra og Sigurði. Grímur tíndi allt til sem nota mætti til að klekkja á þeim félögum. Til dæmis vildi hann að Sigurður endurgreiddi þrotabúinu afnot af farsíma sem hann hafði notað í störfum sínum sem framkvæmdastjóri Sigurplasts. Í einni sparðatínslunni taldi Grímur að endurgreiða ætti 6.135 krónur vegna innkaupa á hnífum til að skera plast, þar sem ekki væri sannað að þeir hefðu verið notaðir í starfsemi SigurPLASTS. Þá krafðist hann þess að úreltum farsímum, sem keyptir voru 2007, yrði skilað fjórum árum síðar (búið var að henda símunum) og bað lögreglu um að rekja hvort þeir væru í notkun. Annað var eftir þessu, allt byggt á ósvöruðum getgátum viðskiptafræðingsins á ráðgjafasviði Ernst og Young sem þóttist hafa rannsakað bókhald Sigurplasts. Það segir sitt um hversu tilhæfulausar málssóknir Gríms voru, að hann vildi rifta 70% af öllum rekstrarkostnaði Sigurplasts síðustu þrjú ár fyrir gjaldþrotið. Með öðrum orðum, að 70% af útgjöldum fyrirtækisins hafi talist því óviðkomandi. Ekki fór á milli mála að hinn mikli fjölda riftunarmála sem skiptastjórinn stefndi fyrir héraðsdómi olli Jóni Snorra og Sigurði miklum kostnaði og óþægindum við að verjast. Samtals voru stefnurnar upp á 135 blaðsíður og að baki þeim voru skjöl upp á 20 þúsund blaðsíður. Ekki var annað í boði fyrir þá Jón Snorra og Sigurð en að verjast fyrir dómstólum eftir fremsta megni með aðstoð lögmanna. Grímur vann ekkert þessara riftunarmála, fyrir utan eitt sem gerði hann að ókrýndum konungi lægsta samnefnarans í lögmannastétt. Þá hafði Grímur stefnt fullorðnum sendibílstjóra hjá Sigurplasti til endurgreiðslu á launum síðustu tveggja viknanna sem fyrirtækið starfaði. Enginn mælti á móti því að bílstjórinn hefði unnið fyrir laununum. Hann var hins vegar faðir Sigurðar framkvæmdastjóra og taldi Grímur það réttlæta málssóknina. Grímur vann málið, sendibílstjórinn þurfti að endurgreiða þrotabúinu 180 þúsund króna launin. Grímur rukkaði þrotabúið hins vegar um eina milljón króna fyrir málareksturinn. Saksóknari henti Grími út Tveimur árum eftir að Grímur laug því að „endurskoðunarskýrsla“ gæfi tilefni til rannsóknar á saknæmu athæfi í rekstri Sigurplasts, hófst rannsókn hjá sérstökum saksóknara. Eftir að hafa skoðað tilkynningu Gríms ofan í kjölinn og yfirheyrt þá Jón Snorra og Sigurð var niðurstaða saksóknara skýr og skilmerkileg. Ekkert hafði komið fram sem renndi stoðum undir tilkynningu Gríms eða kærur til skattrannsóknarstjóra. Sérstakur saksóknari sagði að málið hefði ekki verið rannsakað eins og Grímur fullyrti í tilkynningunni, annmarkar væru á gögnum og málið allt byggt á líkum. Grími var því hent öfugum út. Peningurinn búinn Grímur skiptastjóri hafði teygt sig svo víða gegn þeim Jóni Snorra og Sigurði að 2016 hafði hann klárað þær 50 milljónir sem Arion banki lét hann hafa í skítverkið. Ekki aðeins það, heldur hafði hann líka klárað endurgreiddan virðisaukaskatt upp á nokkrar milljónir. Ljóst er að Grími var mikið í mun að klára verkið þó peningurinn væri búinn. Skýrsla um skiptalok Sigurplasts bendir til þess að hann hafi unnið kauplaust mánuðum saman við að reyna að klekkja á Jóni Snorra og Sigurði í síðasta skiptið. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði frekar en fyrri daginn. Skaðinn er skeður Skiptastjórinn frá helvíti í boði Arion banka vann engin riftunarmál nema þetta eina sem verður honum til ævarandi skammar. Tilkynning hans til saksóknara skilaði engu. Kærur til lögreglu skiluðu engu. Kæra til skattrannsóknarstjóra skilaði engu. Samt hefur Arion banki náð fram hefndum fyrir tilstilli skipastjórans. Þeir Jón Snorri og Sigurður hafa keypt lögfræðiþjónustu á 8 árum fyrir 35 milljónir króna til að verjast málssóknum Gríms Sigurðssonar. Þeir hafa aðeins fengið hluta þess málskostnaðar greiddan frá þrotabúinu. Jón Snorri varð fyrir miklum álitshnekki vegna meinfýsinnar umfjöllunar DV. Arion banki gekk meira að segja svo langt að senda fulltrúa sína til Hollands til að fá birgja nýs fyrirtækis í eigu Sigurðar til að hætta að eiga viðskipti við hann. Öðrum birgjum sendi bankinn tölvupóst í sama skyni og fullyrti að Sigurður sætti sakamálarannsókn. Augljóst er að innan Arion störfuðu menn sem töldu sig hafa heilagan rétt til að verja fjármunum bankans til að grafa undan þeim Jóni Snorra og Sigurði. Höskuldur studdi aðfarirnar Höskuldur Ólafsson forstjóri Arion banka vissi allt um aðfarirnar gegn fyrrum aðaleigendum Sigurplasts. Hann fékk tölvupósta frá Sigurði og lögmanni hans, þar sem honum var bent á þau rangindi sem bankinn væri að beita. Höskuldur kaus hins vegar að styðja aðfarir sinna manna. Sjálfdæmi kröfuhafa og skiptastjóra Héraðsdómur skipar skiptastjóra yfir þrotabúum og eru þeir því opinberir sýslunarmenn. Eftir það skiptir héraðsdómur sér ekkert af því sem skiptastjórar gera, þrátt fyrir þær valdheimildir sem dómurinn hefur veitt þeim. Þeir Jón Snorri og Sigurður gerðu athugasemdir við Héraðsdóm Reykjavíkur yfir hátterni Gríms Sigurðssonar, en ekkert var gert með þær. Aðeins kröfuhafar hafa eitthvað yfir skiptastjórum að segja. Þrotamenn eru varnarlausir. Kröfuhafar hafa þannig einstakt tækifæri til að ganga í skrokk á fyrrum stjórnendum eða eigendum gjaldþrota fyrirtækja – ef þeir hafa lyst á því og ef þeir fá viðeigandi manngerð í embætti skiptastjóra. Í tilfelli Arion banka og Gríms Sigurðssonar féllu púslin einkar vel saman. Fádæmalaus fantaskapur Þeir Jón Snorri og Sigurður hafa verið vinir mínir um langt skeið. Ég hef því fylgst náið með framvindu þessara mála og runnið til rifja að verða vitni að þeim skepnuskap sem þeir hafa verið beittir af hálfu Arion banka og skiptastjórans með blessun Héraðsdóms Reykjavíkur. Einstaka sinnum hef ég lagt þeim lið í baráttunni. Þeir félagar hafa ekki viljað vera í sviðsljósinu vegna þessara mála, enda búið að berja þá niður trekk í trekk. Mér er ljúft að taka upp hanskann fyrir þá, enda er ástæðan ærin. Ég tel að vægast sagt ómaklega hafa verið vegið að þeim persónulega í krafti fjármuna sem Arion lagði til en voru að sjálfsögðu teknir úr vösum viðskiptavina bankans. Ég á bágt með að skilja hvernig skiptastjóri sem er opinber sýslunarmaður, skipaður af héraðsdómi, getur komist upp með framferði á borð við það sem Grímur Sigurðsson hefur sýnt af sér. Fantaskapurinn í atlögunni að þeim Jóni Snorra og Sigurði er fádæmalaus og ömurlegt til þess að vita að meinfýsnir hrokagikkir í Arion banka hafi eins og hendi væri veifað getað dælt 50 milljónum króna í það verkefni. Glæpamenn verða eins og kórdrengir í samanburði. Þeir starfa jú utan ramma laganna. Skiptastjórinn og Arion banki störfuðu í skjóli laganna.Höfundur er almannatengill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldþrot Ólafur Hauksson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mælikvarði Arion banka á vanhæfi skiptastjóra er vægast sagt sérkennilegur. Bankinn telur annan skiptastjóra WOW vanhæfan vegna þess að sem lögmaður stendur hann í málaferlum gegn dótturfélagi bankans. Í þrotabúi Sigurplasts var Arion banki ekki jafn smámunasamur gagnvart vali á skiptastjóran. Sá hafði unnið fyrir eigendur Arion í tugum mála og hafði mikla atvinnuhagsmuni vegna þess. Hann hafði mikla hagsmuni tengda bankanum. En fyrir vikið taldist hann fullkominn í þau skítverk sem fyrir lágu af hálfu bankans gegn fyrrum aðaleigendum Sigurplasts. Tímabært er að segja undan og ofan af því hvernig Arion banki og skiptastjóri hans höguðu sér í því máli. Bankanum líkaði ekki við mennina Stutt forsaga. Iðnfyrirtækið Sigurplast var skuldsett eftir bankahrunið, líkt og fjöldi annarra fyrirtækja. Sigurplast taldist engu að síður rekstrarhæft samkvæmt úttekt Ernst og Young. Hins vegar var stirðleiki í samskiptum aðaleigenda Sigurplasts og fulltrúa bankans um leiðir til að taka á málinu. Steininn tók úr þegar bankinn ákvað í ágúst 2010 að bíða ekki eftir dómi um ólögmæti gengisbundinna lána Sigurplasts. Þess í stað krafðist bankinn að fyrirtækið yrði úrskurðað gjaldþrota. Vitaskuld voru aðaleigendur Sigurplasts ekki hressir með þessi svik og gagnrýndu Arion banka harðlega, í einkasamtölum og opinberlega. Fékk 50 milljónir króna í vopnabúið Grímur Sigurðsson lögmaður hjá Landslögum var skipaður skiptastjóri Sigurplasts. Kaupþing, eigandi Arion banka, var stór viðskiptavinur hjá honum. Grímur var með tugi mála í gangi fyrir Kaupþing í héraðsdómi og Hæstarétti. Á sama tíma var Grímur skiptastjóri í hinu risastóra þrotabúi Milestone. Arion banki greiddi 50 milljónir króna inn í þrotabú Sigurplasts, þó svo að bankinn væri með allsherjarveð í öllu sem fyrirtækið átti. Bankinn þurfti því ekki að setja eina krónu inn í búið. En tilgangur þessa höfðinglega framlags kom þó fljótlega í ljós. Skiptastjóranum var ætlað nota peningana til að ganga í skrokk á fyrrum aðaleigendum Sigurplasts, þeim Jóni Snorra Snorrasyni og Sigurði L. Sævarssyni, fyrir ósvífnina í samskiptum við bankann. 16 milljónir fyrir spurningar Grímur beið ekki boðanna. Hann fékk viðskiptafræðing á ráðgjafasviði hjá Ernst og Young til að fara yfir bókhald Sigurplasts. Sá skilaði skýrslu þar sem hann spurði hundruð spurninga um hitt og þetta sem hann áttaði sig ekki á. Skiljanlega, þar sem hann hafði ekki komið nálægt rekstri fyrirtækisins. Hann hafði samt ekki fyrir því fá svör við spurningunum frá þeim Jóni Snorra og Sigurði. Enda hefðu skýringar eyðilagt markmiðin með bókhaldsskýrslunni. Fyrir þessa hálfu úttekt á bókhaldinu fékk Ernst og Young greiddar 16 milljónir króna af framlagi Arion banka til þrotabúsins. Hátt reitt til höggs Grímur skiptastjóri sendi spurningayfirlit viðskiptafræðingsins til sérstaks saksóknara. Það gerði hann á grundvelli 84. greinar laga um gjaldþrotaskipti. Þar segir að ef skiptastjóri hafi rökstuddan grun um refsivert athæfi í aðdraganda gjaldþrots, þá skuli hann tilkynna það saksóknara. Fátt er betur til þess fallið að „rökstyðja“ slíkan grun en ásakandi spurningar um bókhaldsfærslur. Grímur áttaði sig hins vegar á því að spurningar viðskiptafræðings um bókhaldsfærslur þættu ekki trúverðugar. Hann laug því í tilkynningunni til saksóknara að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða til að gefa skjalinu meira vægi. Grímur sendi einnig kæru til skattrannsóknarstjóra og krafðist lögreglurannsóknar með tillögu um að gerð yrði húsleit. Smánarleg þögn Ernst og Young Þrátt fyrir að Grímur skiptastjóri kallaði bókhaldsyfirlitið endurskoðunarskýrslu, þá gerði Ernst og Young enga athugasemd við þá lygi. Samt er munurinn á starfi og þekkingu endurskoðanda og viðskiptafræðings svipaður og munurinn á skurðlækni og skurðhjúkrunarfræðingi. Hvorki heyrðist hósti né stuna frá fyrirtækinu til að andmæla rangfærslum Gríms, en þær fóru víða. Aðeins Endurskoðunarráð tók afstöðu til vinnu Ernst og Young og sagði af og frá að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða, enda hefði engin endurskoðun verið fólgin í gerð þess. Aðgerðir settar í yfirgír Tilkynning Gríms til saksóknara var bara fyrsta skrefið í leiðangrinum. Þó svo að þeir Jón Snorri og Sigurður hefðu aldrei séð bókhaldsyfirlit Ernst og Young eða verið beðnir um skýringar, þá var plaggið skömmu síðar komið í hendur á þáverandi ritstjórn DV. Fyrir henni fóru þeir Reynir Traustason, Jón Trausti Reynisson og Ingi Freyr Vilhálmsson, sem nú reka Stundina. Varla þarf mikið ímyndunarafl til að láta sér detta í hug hvaðan bókhaldsyfirlitið barst til þeirra. Fjölmiðlamennirnir tóku Grím á orðinu og sögðust hafa endurskoðunarskýrslu Ernst og Young undir höndum. Á næstu tveimur vikum birtu þeir dag eftir dag spurningar og vangaveltur úr yfirlitinu um að sitthvað saknæmt hafi átt sér stað í rekstri Sigurplasts. Lætur nærri að fjölmiðllinn hafi birt allar getgátur viðskiptafræðings Ernst og Young eins og þær leggja sig. Samtals birti blaðið og vefsíða þess 60 sjálfstæðar fréttir þar sem vegið var að fyrrverandi forsvarsmönnum Sigurplasts með rætnum hætti. Skepnuskapur Sjálfsagt hafa óvildarmenn þeirra Jóns Snorra og Sigurðar í Arion banka ekki látið sig dreyma um þá útreið sem tvímenningarnir fengu í fjölmiðlinum. Um hreinan og kláran skepnuskap af hálfu blaðamanna var að ræða í allri umfjölluninni. Þeir birtu einhliða allar ávirðingarnar úr bókhaldsyfirlitinu og lugu því að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða. Þeir tóku Jón Snorra sérstaklega fyrir á þeim forsendum að hann væri þekktur maður í þjóðfélaginu, því hann var lektor við Háskóla Íslands. Reynir Traustason neitaði að birta athugasemdir við umfjöllunina og neitaði jafnframt að sýna þeim Jóni Snorra og Sigurði bókhaldsyfirlitið sem umfjöllun fjölmiðlisins byggði á. Það sama gerði Grímur, hann neitaði að sýna þeim Jóni Snorra og Sigurði samantekt viðskiptafræðingsins, þó svo hann væri með hana í höndunum sem opinber sýslunarmaður. Í aðeins í eitt skipti hafði fjölmiðillinn samband, en þá aðeins til að geta unnið frekar úr ávirðingunum. Jón Snorri var á forsíðu sagður sæta rannsókn lögreglu, þó svo engin slík rannsókn stæði yfir. Ingi Freyr, sem skrifaði flestallar „fréttirnar“ lét hjá líða að upplýsa að faðir hans var meðeigandi Gríms Sigurðssonar hjá lögfræðistofunni Landslögum. Ekki verður að sinni fjallað frekar um níðingslega framkomu þeirra Reynis, Jóns Trausta og Inga Freys í garð þeirra Jóns Snorra og Sigurðar. Það bíður seinni tíma. Allt tínt til Úr „bókhaldsrannsókninni“ bjó Grímur til fjölmörg riftunarmál á hendur þeim Jóni Snorra og Sigurði. Grímur tíndi allt til sem nota mætti til að klekkja á þeim félögum. Til dæmis vildi hann að Sigurður endurgreiddi þrotabúinu afnot af farsíma sem hann hafði notað í störfum sínum sem framkvæmdastjóri Sigurplasts. Í einni sparðatínslunni taldi Grímur að endurgreiða ætti 6.135 krónur vegna innkaupa á hnífum til að skera plast, þar sem ekki væri sannað að þeir hefðu verið notaðir í starfsemi SigurPLASTS. Þá krafðist hann þess að úreltum farsímum, sem keyptir voru 2007, yrði skilað fjórum árum síðar (búið var að henda símunum) og bað lögreglu um að rekja hvort þeir væru í notkun. Annað var eftir þessu, allt byggt á ósvöruðum getgátum viðskiptafræðingsins á ráðgjafasviði Ernst og Young sem þóttist hafa rannsakað bókhald Sigurplasts. Það segir sitt um hversu tilhæfulausar málssóknir Gríms voru, að hann vildi rifta 70% af öllum rekstrarkostnaði Sigurplasts síðustu þrjú ár fyrir gjaldþrotið. Með öðrum orðum, að 70% af útgjöldum fyrirtækisins hafi talist því óviðkomandi. Ekki fór á milli mála að hinn mikli fjölda riftunarmála sem skiptastjórinn stefndi fyrir héraðsdómi olli Jóni Snorra og Sigurði miklum kostnaði og óþægindum við að verjast. Samtals voru stefnurnar upp á 135 blaðsíður og að baki þeim voru skjöl upp á 20 þúsund blaðsíður. Ekki var annað í boði fyrir þá Jón Snorra og Sigurð en að verjast fyrir dómstólum eftir fremsta megni með aðstoð lögmanna. Grímur vann ekkert þessara riftunarmála, fyrir utan eitt sem gerði hann að ókrýndum konungi lægsta samnefnarans í lögmannastétt. Þá hafði Grímur stefnt fullorðnum sendibílstjóra hjá Sigurplasti til endurgreiðslu á launum síðustu tveggja viknanna sem fyrirtækið starfaði. Enginn mælti á móti því að bílstjórinn hefði unnið fyrir laununum. Hann var hins vegar faðir Sigurðar framkvæmdastjóra og taldi Grímur það réttlæta málssóknina. Grímur vann málið, sendibílstjórinn þurfti að endurgreiða þrotabúinu 180 þúsund króna launin. Grímur rukkaði þrotabúið hins vegar um eina milljón króna fyrir málareksturinn. Saksóknari henti Grími út Tveimur árum eftir að Grímur laug því að „endurskoðunarskýrsla“ gæfi tilefni til rannsóknar á saknæmu athæfi í rekstri Sigurplasts, hófst rannsókn hjá sérstökum saksóknara. Eftir að hafa skoðað tilkynningu Gríms ofan í kjölinn og yfirheyrt þá Jón Snorra og Sigurð var niðurstaða saksóknara skýr og skilmerkileg. Ekkert hafði komið fram sem renndi stoðum undir tilkynningu Gríms eða kærur til skattrannsóknarstjóra. Sérstakur saksóknari sagði að málið hefði ekki verið rannsakað eins og Grímur fullyrti í tilkynningunni, annmarkar væru á gögnum og málið allt byggt á líkum. Grími var því hent öfugum út. Peningurinn búinn Grímur skiptastjóri hafði teygt sig svo víða gegn þeim Jóni Snorra og Sigurði að 2016 hafði hann klárað þær 50 milljónir sem Arion banki lét hann hafa í skítverkið. Ekki aðeins það, heldur hafði hann líka klárað endurgreiddan virðisaukaskatt upp á nokkrar milljónir. Ljóst er að Grími var mikið í mun að klára verkið þó peningurinn væri búinn. Skýrsla um skiptalok Sigurplasts bendir til þess að hann hafi unnið kauplaust mánuðum saman við að reyna að klekkja á Jóni Snorra og Sigurði í síðasta skiptið. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði frekar en fyrri daginn. Skaðinn er skeður Skiptastjórinn frá helvíti í boði Arion banka vann engin riftunarmál nema þetta eina sem verður honum til ævarandi skammar. Tilkynning hans til saksóknara skilaði engu. Kærur til lögreglu skiluðu engu. Kæra til skattrannsóknarstjóra skilaði engu. Samt hefur Arion banki náð fram hefndum fyrir tilstilli skipastjórans. Þeir Jón Snorri og Sigurður hafa keypt lögfræðiþjónustu á 8 árum fyrir 35 milljónir króna til að verjast málssóknum Gríms Sigurðssonar. Þeir hafa aðeins fengið hluta þess málskostnaðar greiddan frá þrotabúinu. Jón Snorri varð fyrir miklum álitshnekki vegna meinfýsinnar umfjöllunar DV. Arion banki gekk meira að segja svo langt að senda fulltrúa sína til Hollands til að fá birgja nýs fyrirtækis í eigu Sigurðar til að hætta að eiga viðskipti við hann. Öðrum birgjum sendi bankinn tölvupóst í sama skyni og fullyrti að Sigurður sætti sakamálarannsókn. Augljóst er að innan Arion störfuðu menn sem töldu sig hafa heilagan rétt til að verja fjármunum bankans til að grafa undan þeim Jóni Snorra og Sigurði. Höskuldur studdi aðfarirnar Höskuldur Ólafsson forstjóri Arion banka vissi allt um aðfarirnar gegn fyrrum aðaleigendum Sigurplasts. Hann fékk tölvupósta frá Sigurði og lögmanni hans, þar sem honum var bent á þau rangindi sem bankinn væri að beita. Höskuldur kaus hins vegar að styðja aðfarir sinna manna. Sjálfdæmi kröfuhafa og skiptastjóra Héraðsdómur skipar skiptastjóra yfir þrotabúum og eru þeir því opinberir sýslunarmenn. Eftir það skiptir héraðsdómur sér ekkert af því sem skiptastjórar gera, þrátt fyrir þær valdheimildir sem dómurinn hefur veitt þeim. Þeir Jón Snorri og Sigurður gerðu athugasemdir við Héraðsdóm Reykjavíkur yfir hátterni Gríms Sigurðssonar, en ekkert var gert með þær. Aðeins kröfuhafar hafa eitthvað yfir skiptastjórum að segja. Þrotamenn eru varnarlausir. Kröfuhafar hafa þannig einstakt tækifæri til að ganga í skrokk á fyrrum stjórnendum eða eigendum gjaldþrota fyrirtækja – ef þeir hafa lyst á því og ef þeir fá viðeigandi manngerð í embætti skiptastjóra. Í tilfelli Arion banka og Gríms Sigurðssonar féllu púslin einkar vel saman. Fádæmalaus fantaskapur Þeir Jón Snorri og Sigurður hafa verið vinir mínir um langt skeið. Ég hef því fylgst náið með framvindu þessara mála og runnið til rifja að verða vitni að þeim skepnuskap sem þeir hafa verið beittir af hálfu Arion banka og skiptastjórans með blessun Héraðsdóms Reykjavíkur. Einstaka sinnum hef ég lagt þeim lið í baráttunni. Þeir félagar hafa ekki viljað vera í sviðsljósinu vegna þessara mála, enda búið að berja þá niður trekk í trekk. Mér er ljúft að taka upp hanskann fyrir þá, enda er ástæðan ærin. Ég tel að vægast sagt ómaklega hafa verið vegið að þeim persónulega í krafti fjármuna sem Arion lagði til en voru að sjálfsögðu teknir úr vösum viðskiptavina bankans. Ég á bágt með að skilja hvernig skiptastjóri sem er opinber sýslunarmaður, skipaður af héraðsdómi, getur komist upp með framferði á borð við það sem Grímur Sigurðsson hefur sýnt af sér. Fantaskapurinn í atlögunni að þeim Jóni Snorra og Sigurði er fádæmalaus og ömurlegt til þess að vita að meinfýsnir hrokagikkir í Arion banka hafi eins og hendi væri veifað getað dælt 50 milljónum króna í það verkefni. Glæpamenn verða eins og kórdrengir í samanburði. Þeir starfa jú utan ramma laganna. Skiptastjórinn og Arion banki störfuðu í skjóli laganna.Höfundur er almannatengill.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun