„Við hörmum það að um stutta stund var áskrifendum að Amazon Prime í Þýskalandi veittur aðgangur að öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Þetta var kerfisvilla sem hefur verið leiðrétt,“ sagði talsmaður Amazon um málið.
Þrátt fyrir að þættinum hafi snögglega verið kippt út af streymisveitunni eftir að upp komst um villuna náðu þó nokkrir aðdáendur þáttanna að horfa á þáttinn í heild sinni, áður en mistökin voru leiðrétt.
You can legally watch leaked episode on Amazon in Germany. #GameofThronespic.twitter.com/0mN08RFYvz
— Vladimir (@Bladimir_____) April 21, 2019
Þetta er önnur vikan í röð þar sem Game of Thrones þáttur hefur birst ótímabært á Internetinu, það er, áður en að frumsýningu var komið.
Í síðustu viku gátu áskrifendur að streymisveitu samskiptafyrirtækisins AT&T, DirectTV Now, barið fyrsta þátt áttundu þáttaraðar augum nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur.