Innblásin mistök Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 11:00 Það þykir flott að vera farsæll. Daglega flæða yfir okkur fréttir af fólki sem af undraverðu fyrirhafnarleysi skrifar metsölubækur, klífur Everestfjall, stofnar fyrirtæki og selur þau fyrir milljarða eða hleypur svo hratt að það er verðlaunað með góðmálmi um hálsinn. Umfjöllun um afrek annarra í fjölmiðlum er eflaust ætlað að gefa okkur hinum byr undir báða vængi; hvetja okkur til að slökkva á Netflix, standa upp úr sófanum og verða líka farsæl. En gerir hún það? „Í hvert skipti sem vinur nýtur velgengni deyr eitthvað innra með mér,“ er haft eftir bandaríska rithöfundinum Gore Vidal. Á morgun er alþjóðlegi nýsköpunardagurinn en þá mun veröldin, að áeggjan Sameinuðu þjóðanna, fagna velgengni í sinni fjölbreyttustu mynd. Í ljósi þess að við fögnum velgengni alla daga ársins má velta fyrir sér hvort ekki væri nær að beina sjónum í þennan eina dag að hinni hlið peningsins.10.000 mistök „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eina prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Velgengni hljómar alltaf svo hnökralaus á síðum blaðanna. En samkvæmt rannsóknum er raunin önnur. Flestir þurfa að reyna og mistakast í tíu þúsund klukkutíma áður en velgengni er náð. Hvort sem um er að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn eða vísindamenn tekur það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Fyrir þau okkar sem, eins og Gore Vidal, finna lítinn innblástur í afrekum annarra er hér listi yfir fimm flopp sem kunna að vera líklegri til að koma okkur upp úr sófanum: 1) Átta árum áður en Barack Obama varð forseti tapaði hann svo stórt í prófkjöri fyrir þingkosningar að hann hætti næstum í pólitík. 2) Momofuku Ando hóf starfsferil sinn á misheppnuðum tilraunum til að selja vefnað, vélarparta, hús og sokka. Hann fór fyrir sparisjóði sem fór á hausinn og lenti í fangelsi fyrir skattsvik. Í heilt ár lokaði Momofuku sig inni í skúr í garðinum sínum og vann að uppfinningu. Eftir margar misheppnaðar tilraunir varð skyndinúðlan til. Árið 1958 komu núðlur Momofuku fyrst á markað. Árið 2005 voru innbyrtir 86 milljarðar potta af skyndinúðlum um heim allan. 3) Oprah Winfrey var rekin úr fyrsta starfi sínu sem sjónvarpsþulur því hún var „algjörlega óhæf“. 4) J. K. Rowling var einstæð móðir sem barðist í bökkum og skrifaði Harry Potter á servíettur á kaffihúsum á meðan barnið svaf. Þegar bókin var loks tilbúin vildi enginn sjá hana. Í heilt ár gekk handritið milli bókaforlaga í Bretlandi sem öll töldu barnabók um galdrastrák glataða hugmynd. Barry Cunningham, ritstjóri hjá Bloomsbury, sagðist loks vera til í að gefa bókina út en sagði Rowling að fá sér alvöru vinnu því Harry Potter væri ekki líklegur til stórræða. Allir vita hvað gerðist næst. 5) Thomas Edison þarf vart að kynna. Skapari ljósaperunnar með meiru gerði 10.000 misheppnaðar tilraunir til að búa til söluvæna ljósaperu. Þegar blaðamaður spurði hann hvernig honum hefði liðið eftir að hafa mistekist svona oft svaraði Edison: „Mér mistókst ekki 10.000 sinnum. Mér mistókst ekki einu sinni. Mér heppnaðist að sýna fram á 10.000 leiðir sem ganga ekki upp. Þegar ég er búinn að útiloka leiðir sem ekki eru færar finn ég þá sem virkar.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það þykir flott að vera farsæll. Daglega flæða yfir okkur fréttir af fólki sem af undraverðu fyrirhafnarleysi skrifar metsölubækur, klífur Everestfjall, stofnar fyrirtæki og selur þau fyrir milljarða eða hleypur svo hratt að það er verðlaunað með góðmálmi um hálsinn. Umfjöllun um afrek annarra í fjölmiðlum er eflaust ætlað að gefa okkur hinum byr undir báða vængi; hvetja okkur til að slökkva á Netflix, standa upp úr sófanum og verða líka farsæl. En gerir hún það? „Í hvert skipti sem vinur nýtur velgengni deyr eitthvað innra með mér,“ er haft eftir bandaríska rithöfundinum Gore Vidal. Á morgun er alþjóðlegi nýsköpunardagurinn en þá mun veröldin, að áeggjan Sameinuðu þjóðanna, fagna velgengni í sinni fjölbreyttustu mynd. Í ljósi þess að við fögnum velgengni alla daga ársins má velta fyrir sér hvort ekki væri nær að beina sjónum í þennan eina dag að hinni hlið peningsins.10.000 mistök „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eina prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Velgengni hljómar alltaf svo hnökralaus á síðum blaðanna. En samkvæmt rannsóknum er raunin önnur. Flestir þurfa að reyna og mistakast í tíu þúsund klukkutíma áður en velgengni er náð. Hvort sem um er að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn eða vísindamenn tekur það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Fyrir þau okkar sem, eins og Gore Vidal, finna lítinn innblástur í afrekum annarra er hér listi yfir fimm flopp sem kunna að vera líklegri til að koma okkur upp úr sófanum: 1) Átta árum áður en Barack Obama varð forseti tapaði hann svo stórt í prófkjöri fyrir þingkosningar að hann hætti næstum í pólitík. 2) Momofuku Ando hóf starfsferil sinn á misheppnuðum tilraunum til að selja vefnað, vélarparta, hús og sokka. Hann fór fyrir sparisjóði sem fór á hausinn og lenti í fangelsi fyrir skattsvik. Í heilt ár lokaði Momofuku sig inni í skúr í garðinum sínum og vann að uppfinningu. Eftir margar misheppnaðar tilraunir varð skyndinúðlan til. Árið 1958 komu núðlur Momofuku fyrst á markað. Árið 2005 voru innbyrtir 86 milljarðar potta af skyndinúðlum um heim allan. 3) Oprah Winfrey var rekin úr fyrsta starfi sínu sem sjónvarpsþulur því hún var „algjörlega óhæf“. 4) J. K. Rowling var einstæð móðir sem barðist í bökkum og skrifaði Harry Potter á servíettur á kaffihúsum á meðan barnið svaf. Þegar bókin var loks tilbúin vildi enginn sjá hana. Í heilt ár gekk handritið milli bókaforlaga í Bretlandi sem öll töldu barnabók um galdrastrák glataða hugmynd. Barry Cunningham, ritstjóri hjá Bloomsbury, sagðist loks vera til í að gefa bókina út en sagði Rowling að fá sér alvöru vinnu því Harry Potter væri ekki líklegur til stórræða. Allir vita hvað gerðist næst. 5) Thomas Edison þarf vart að kynna. Skapari ljósaperunnar með meiru gerði 10.000 misheppnaðar tilraunir til að búa til söluvæna ljósaperu. Þegar blaðamaður spurði hann hvernig honum hefði liðið eftir að hafa mistekist svona oft svaraði Edison: „Mér mistókst ekki 10.000 sinnum. Mér mistókst ekki einu sinni. Mér heppnaðist að sýna fram á 10.000 leiðir sem ganga ekki upp. Þegar ég er búinn að útiloka leiðir sem ekki eru færar finn ég þá sem virkar.“
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun