Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 07:53 Deutsche bank hefur verið helsti lánveitandi Bandaríkjaforseta. Hann vill nú að bankinn svari ekki stefnum Bandaríkjaþings um gögn. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti, börn hans og fyrirtæki hafa stefnt Deutsche Bank og Capital One og krefjast þess að fjármálastofnanirnar svari ekki stefnum Bandaríkjaþings um gögn. Stefnan er nýjasta útspil forsetans til að koma sér og ríkisstjórn sinni undan eftirliti þingnefnda. Eftir að demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þeir nýtt formennsku sína í nefndum þingsins til þess að rannsaka Trump forseta og aðgerðir hans og ríkisstjórnar hans. Nýverið hefur Trump gripið til þess ráðs að skipa embættismönnum sínum að virða stefnur þingnefndanna að vettugi, þar á meðal varðandi skattskýrslur hans sem demókratar vilja fá aðgang að.Washington Post segir að forsetinn, þrjú elstu börn hans og Trump-fyrirtækið hafi stefnt Deutsche bank og Capital One í gær. Deutsche bank hefur lánað Trump meira en 360 milljónir dollara undanfarin ár. Leyniþjónustu- og fjármálaþjónustunefndir fulltrúadeildarinnar höfðu stefnt bönkunum um gögn. Þær eru sagðar hluti af rannsókn á mögulegu peningaþvætti á illa fengnu rússnesku fé. Í stefnunni halda lögfræðingar Trump-fjölskyldunnar fram sömu rökum og forsetinn og málsvarar hans hafa gert opinberlega undanfarið. Stefnur þingnefndanna séu „áreitni“ gegn forsetanum og að þeim sé ætlað að grúska í persónulegum upplýsingum hans, fjölskyldu hans og fyrirtækis til að finna efni sem gæti komið höggi á hann pólitískt. Stefnur þingnefndanna séu ólöglegar. Áður hefur forsetinn stefnt bókhaldsfyrirtæki sínu til þess að koma í veg fyrir að það afhendi eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar gögn um fjármál hans sem hún hefur gefið út stefnu um. Lögspekingar telja þó ólíklegt að þau rök haldi. Líklegt sé þó að málaferlin geti seinkað því að nefndirnar komist yfir gögn um fjármál og viðskipti forsetans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00 Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti, börn hans og fyrirtæki hafa stefnt Deutsche Bank og Capital One og krefjast þess að fjármálastofnanirnar svari ekki stefnum Bandaríkjaþings um gögn. Stefnan er nýjasta útspil forsetans til að koma sér og ríkisstjórn sinni undan eftirliti þingnefnda. Eftir að demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þeir nýtt formennsku sína í nefndum þingsins til þess að rannsaka Trump forseta og aðgerðir hans og ríkisstjórnar hans. Nýverið hefur Trump gripið til þess ráðs að skipa embættismönnum sínum að virða stefnur þingnefndanna að vettugi, þar á meðal varðandi skattskýrslur hans sem demókratar vilja fá aðgang að.Washington Post segir að forsetinn, þrjú elstu börn hans og Trump-fyrirtækið hafi stefnt Deutsche bank og Capital One í gær. Deutsche bank hefur lánað Trump meira en 360 milljónir dollara undanfarin ár. Leyniþjónustu- og fjármálaþjónustunefndir fulltrúadeildarinnar höfðu stefnt bönkunum um gögn. Þær eru sagðar hluti af rannsókn á mögulegu peningaþvætti á illa fengnu rússnesku fé. Í stefnunni halda lögfræðingar Trump-fjölskyldunnar fram sömu rökum og forsetinn og málsvarar hans hafa gert opinberlega undanfarið. Stefnur þingnefndanna séu „áreitni“ gegn forsetanum og að þeim sé ætlað að grúska í persónulegum upplýsingum hans, fjölskyldu hans og fyrirtækis til að finna efni sem gæti komið höggi á hann pólitískt. Stefnur þingnefndanna séu ólöglegar. Áður hefur forsetinn stefnt bókhaldsfyrirtæki sínu til þess að koma í veg fyrir að það afhendi eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar gögn um fjármál hans sem hún hefur gefið út stefnu um. Lögspekingar telja þó ólíklegt að þau rök haldi. Líklegt sé þó að málaferlin geti seinkað því að nefndirnar komist yfir gögn um fjármál og viðskipti forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00 Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00
Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00
Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33