Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 07:53 Deutsche bank hefur verið helsti lánveitandi Bandaríkjaforseta. Hann vill nú að bankinn svari ekki stefnum Bandaríkjaþings um gögn. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti, börn hans og fyrirtæki hafa stefnt Deutsche Bank og Capital One og krefjast þess að fjármálastofnanirnar svari ekki stefnum Bandaríkjaþings um gögn. Stefnan er nýjasta útspil forsetans til að koma sér og ríkisstjórn sinni undan eftirliti þingnefnda. Eftir að demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þeir nýtt formennsku sína í nefndum þingsins til þess að rannsaka Trump forseta og aðgerðir hans og ríkisstjórnar hans. Nýverið hefur Trump gripið til þess ráðs að skipa embættismönnum sínum að virða stefnur þingnefndanna að vettugi, þar á meðal varðandi skattskýrslur hans sem demókratar vilja fá aðgang að.Washington Post segir að forsetinn, þrjú elstu börn hans og Trump-fyrirtækið hafi stefnt Deutsche bank og Capital One í gær. Deutsche bank hefur lánað Trump meira en 360 milljónir dollara undanfarin ár. Leyniþjónustu- og fjármálaþjónustunefndir fulltrúadeildarinnar höfðu stefnt bönkunum um gögn. Þær eru sagðar hluti af rannsókn á mögulegu peningaþvætti á illa fengnu rússnesku fé. Í stefnunni halda lögfræðingar Trump-fjölskyldunnar fram sömu rökum og forsetinn og málsvarar hans hafa gert opinberlega undanfarið. Stefnur þingnefndanna séu „áreitni“ gegn forsetanum og að þeim sé ætlað að grúska í persónulegum upplýsingum hans, fjölskyldu hans og fyrirtækis til að finna efni sem gæti komið höggi á hann pólitískt. Stefnur þingnefndanna séu ólöglegar. Áður hefur forsetinn stefnt bókhaldsfyrirtæki sínu til þess að koma í veg fyrir að það afhendi eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar gögn um fjármál hans sem hún hefur gefið út stefnu um. Lögspekingar telja þó ólíklegt að þau rök haldi. Líklegt sé þó að málaferlin geti seinkað því að nefndirnar komist yfir gögn um fjármál og viðskipti forsetans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00 Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti, börn hans og fyrirtæki hafa stefnt Deutsche Bank og Capital One og krefjast þess að fjármálastofnanirnar svari ekki stefnum Bandaríkjaþings um gögn. Stefnan er nýjasta útspil forsetans til að koma sér og ríkisstjórn sinni undan eftirliti þingnefnda. Eftir að demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þeir nýtt formennsku sína í nefndum þingsins til þess að rannsaka Trump forseta og aðgerðir hans og ríkisstjórnar hans. Nýverið hefur Trump gripið til þess ráðs að skipa embættismönnum sínum að virða stefnur þingnefndanna að vettugi, þar á meðal varðandi skattskýrslur hans sem demókratar vilja fá aðgang að.Washington Post segir að forsetinn, þrjú elstu börn hans og Trump-fyrirtækið hafi stefnt Deutsche bank og Capital One í gær. Deutsche bank hefur lánað Trump meira en 360 milljónir dollara undanfarin ár. Leyniþjónustu- og fjármálaþjónustunefndir fulltrúadeildarinnar höfðu stefnt bönkunum um gögn. Þær eru sagðar hluti af rannsókn á mögulegu peningaþvætti á illa fengnu rússnesku fé. Í stefnunni halda lögfræðingar Trump-fjölskyldunnar fram sömu rökum og forsetinn og málsvarar hans hafa gert opinberlega undanfarið. Stefnur þingnefndanna séu „áreitni“ gegn forsetanum og að þeim sé ætlað að grúska í persónulegum upplýsingum hans, fjölskyldu hans og fyrirtækis til að finna efni sem gæti komið höggi á hann pólitískt. Stefnur þingnefndanna séu ólöglegar. Áður hefur forsetinn stefnt bókhaldsfyrirtæki sínu til þess að koma í veg fyrir að það afhendi eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar gögn um fjármál hans sem hún hefur gefið út stefnu um. Lögspekingar telja þó ólíklegt að þau rök haldi. Líklegt sé þó að málaferlin geti seinkað því að nefndirnar komist yfir gögn um fjármál og viðskipti forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00 Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00
Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00
Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent