Gaf þjóðarleiðtogum stóla gerða úr fílafótum Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 22:04 Forseti Botsvana færir kollegum sínum fílafæturnar að gjöf. Skjáskot Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, færði kollegum sínum frá Namibíu, Sambíu og Simbabve kolla gerða úr fílafótum að gjöf, á fundi leiðtoganna um framtíð dýranna. Gjafirnar voru sveipaðar bláu klæði, þegar þær voru afhentar á fundinum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í löndunum þremur, auk Suður-Afríku, hafa kallað eftir því að banni við fílabeinssölu verði aflétt. Rökin eru þau að hægt væri að nota peningana sem viðskiptin myndu skila til verndunar stofnsins. Ólöglegar veiðar á fílum eru stórt vandamál um alla álfuna en talið er að allt að þrjátíu þúsund fílar séu drepnir ár hvert. Talið er að aðeins 450 þúsund fílar lifi nú villtir. Alþjóðlegar herferðir gegn sölu á fílabeini í von um að koma í veg fyrir veiðiþjófnað hafa hlotið gríðarlegan meðbyr, en ósætti hefur myndast um það hvernig verjast eigi ágengni fílahjarða á bæi og borgir. Yfirvöld í Botsvana hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir ágengni fílahjarða, en talið er að þar í landi séu um 130 þúsund fílar. Alastair Leithead, fréttamaður BBC, segir gjöfina senda sterk skilaboð um afstöðu yfirvalda til fílabeinssölu. Masisi, sem kjörinn var á síðasta ári, hefur breytt strangri verndarstefnu forvera síns. Ekki hefur bann á fílaveiðum verið afnumið en mikill stuðningur við það er í dreifbýli landsins. Stuðningsmenn bannsins segja að verði bannið afnumið muni það hrekja burtu ríka ferðamenn, en ferðamennska er annar stærsti tekjustofn landsins. Veiðar á fílum eru leyfilegar í Namibíu, Suður-Afríku og Simbabve og hafa ríkin þrjú stutt beiðni til Cites, sem er samningur sem stýrir verslun dýra í útrýmingarhættu, um að leyfa sölu á fílabeini til að fjármagna verndun stofnsins. Botsvana Dýr Namibía Simbabve Suður-Afríka Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, færði kollegum sínum frá Namibíu, Sambíu og Simbabve kolla gerða úr fílafótum að gjöf, á fundi leiðtoganna um framtíð dýranna. Gjafirnar voru sveipaðar bláu klæði, þegar þær voru afhentar á fundinum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í löndunum þremur, auk Suður-Afríku, hafa kallað eftir því að banni við fílabeinssölu verði aflétt. Rökin eru þau að hægt væri að nota peningana sem viðskiptin myndu skila til verndunar stofnsins. Ólöglegar veiðar á fílum eru stórt vandamál um alla álfuna en talið er að allt að þrjátíu þúsund fílar séu drepnir ár hvert. Talið er að aðeins 450 þúsund fílar lifi nú villtir. Alþjóðlegar herferðir gegn sölu á fílabeini í von um að koma í veg fyrir veiðiþjófnað hafa hlotið gríðarlegan meðbyr, en ósætti hefur myndast um það hvernig verjast eigi ágengni fílahjarða á bæi og borgir. Yfirvöld í Botsvana hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir ágengni fílahjarða, en talið er að þar í landi séu um 130 þúsund fílar. Alastair Leithead, fréttamaður BBC, segir gjöfina senda sterk skilaboð um afstöðu yfirvalda til fílabeinssölu. Masisi, sem kjörinn var á síðasta ári, hefur breytt strangri verndarstefnu forvera síns. Ekki hefur bann á fílaveiðum verið afnumið en mikill stuðningur við það er í dreifbýli landsins. Stuðningsmenn bannsins segja að verði bannið afnumið muni það hrekja burtu ríka ferðamenn, en ferðamennska er annar stærsti tekjustofn landsins. Veiðar á fílum eru leyfilegar í Namibíu, Suður-Afríku og Simbabve og hafa ríkin þrjú stutt beiðni til Cites, sem er samningur sem stýrir verslun dýra í útrýmingarhættu, um að leyfa sölu á fílabeini til að fjármagna verndun stofnsins.
Botsvana Dýr Namibía Simbabve Suður-Afríka Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira