Gaf þjóðarleiðtogum stóla gerða úr fílafótum Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 22:04 Forseti Botsvana færir kollegum sínum fílafæturnar að gjöf. Skjáskot Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, færði kollegum sínum frá Namibíu, Sambíu og Simbabve kolla gerða úr fílafótum að gjöf, á fundi leiðtoganna um framtíð dýranna. Gjafirnar voru sveipaðar bláu klæði, þegar þær voru afhentar á fundinum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í löndunum þremur, auk Suður-Afríku, hafa kallað eftir því að banni við fílabeinssölu verði aflétt. Rökin eru þau að hægt væri að nota peningana sem viðskiptin myndu skila til verndunar stofnsins. Ólöglegar veiðar á fílum eru stórt vandamál um alla álfuna en talið er að allt að þrjátíu þúsund fílar séu drepnir ár hvert. Talið er að aðeins 450 þúsund fílar lifi nú villtir. Alþjóðlegar herferðir gegn sölu á fílabeini í von um að koma í veg fyrir veiðiþjófnað hafa hlotið gríðarlegan meðbyr, en ósætti hefur myndast um það hvernig verjast eigi ágengni fílahjarða á bæi og borgir. Yfirvöld í Botsvana hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir ágengni fílahjarða, en talið er að þar í landi séu um 130 þúsund fílar. Alastair Leithead, fréttamaður BBC, segir gjöfina senda sterk skilaboð um afstöðu yfirvalda til fílabeinssölu. Masisi, sem kjörinn var á síðasta ári, hefur breytt strangri verndarstefnu forvera síns. Ekki hefur bann á fílaveiðum verið afnumið en mikill stuðningur við það er í dreifbýli landsins. Stuðningsmenn bannsins segja að verði bannið afnumið muni það hrekja burtu ríka ferðamenn, en ferðamennska er annar stærsti tekjustofn landsins. Veiðar á fílum eru leyfilegar í Namibíu, Suður-Afríku og Simbabve og hafa ríkin þrjú stutt beiðni til Cites, sem er samningur sem stýrir verslun dýra í útrýmingarhættu, um að leyfa sölu á fílabeini til að fjármagna verndun stofnsins. Botsvana Dýr Namibía Simbabve Suður-Afríka Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, færði kollegum sínum frá Namibíu, Sambíu og Simbabve kolla gerða úr fílafótum að gjöf, á fundi leiðtoganna um framtíð dýranna. Gjafirnar voru sveipaðar bláu klæði, þegar þær voru afhentar á fundinum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í löndunum þremur, auk Suður-Afríku, hafa kallað eftir því að banni við fílabeinssölu verði aflétt. Rökin eru þau að hægt væri að nota peningana sem viðskiptin myndu skila til verndunar stofnsins. Ólöglegar veiðar á fílum eru stórt vandamál um alla álfuna en talið er að allt að þrjátíu þúsund fílar séu drepnir ár hvert. Talið er að aðeins 450 þúsund fílar lifi nú villtir. Alþjóðlegar herferðir gegn sölu á fílabeini í von um að koma í veg fyrir veiðiþjófnað hafa hlotið gríðarlegan meðbyr, en ósætti hefur myndast um það hvernig verjast eigi ágengni fílahjarða á bæi og borgir. Yfirvöld í Botsvana hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir ágengni fílahjarða, en talið er að þar í landi séu um 130 þúsund fílar. Alastair Leithead, fréttamaður BBC, segir gjöfina senda sterk skilaboð um afstöðu yfirvalda til fílabeinssölu. Masisi, sem kjörinn var á síðasta ári, hefur breytt strangri verndarstefnu forvera síns. Ekki hefur bann á fílaveiðum verið afnumið en mikill stuðningur við það er í dreifbýli landsins. Stuðningsmenn bannsins segja að verði bannið afnumið muni það hrekja burtu ríka ferðamenn, en ferðamennska er annar stærsti tekjustofn landsins. Veiðar á fílum eru leyfilegar í Namibíu, Suður-Afríku og Simbabve og hafa ríkin þrjú stutt beiðni til Cites, sem er samningur sem stýrir verslun dýra í útrýmingarhættu, um að leyfa sölu á fílabeini til að fjármagna verndun stofnsins.
Botsvana Dýr Namibía Simbabve Suður-Afríka Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira