Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2019 16:00 Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah. Vísir/Vilhelm Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði.Uppnám varð í salnum á umræddum fundi þegar mennirnir þrír hugðust nota tækifærið til þess að spyrja Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra, sem sem sat fyrir svörum á fundinum, út í stöðu hælisleitenda hér á landi.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri fundarins og tók hann ekki vel í að Ali skyldi ekki hlýða fundarstjóra er hann bað Ali um að setjast niður aftur. Reyndi Ali ítrekað að ná athygli dómsmálaráðherra, án árangurs. Í samtali við Vísi segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður þremenninganna að gefið hafi verið í skyn á fundinum að Ali mætti spyrja dómsmálaráðherra spurninga, en Þórdís Kolbrún hafi kinkað kolli þegar fundarstjóri spurði hana hvort slíkt væri í lagi.„Þessir tveir herramenn eru lögreglan“Á myndbandi frá fundinum, sem sjá má hér að neðan, má sjá að nokkur reikistefna myndast eftir að Ali sest niður. Tveir aðrir fundargestir hafa sig frammi og skipa þremenningunum að hafa sig hæga er heyra má Ármann segja eftirfarandi á ensku:„Við munum ekki hringja í lögregluna þar sem þessir tveir herramenn eru lögreglan.“ Heyra má einn fundargest segja við þremenninganna að þeir eigi að sitja í sætum sína og hafa hljótt, ella verði þeim hent út, viðkomandi sé lögreglumaður. Þegar Ali neitar að verða við þeirri bón má sjá hvernig fundargesturinn grípur í Ali í tvígang áður en Ali sest niður aftur og fundargesturinn hverfur frá.Telja að höfð hafi verið óeðlileg afskipti af tjáningarfrelsi þeirra Svo virðist sem að fundargestir róist þegar Ármann blandar sér aftur í málið, segir mönnum að róa sig auk þess sem að hann hótar því að slíta fundinum verði reglum fundarins ekki fylgt.Í kæru sem mennirnir lögðu fram hjá lögreglu í dag segir að kært sé vegna brots á 116. almennra hegningarlaga og 217. greinar almennra hegningarlaga. Komið hefur fram að annar mannanna sé fyrrverandi lögreglumaður, en starfi ekki í dag sem slíkur.116. greinin segir að hver sá sem taki sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hafi, skuli sæta sektum eða varðhaldi eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum. 217. greinin snýr að minniháttar líkamsárás og getur varðað fangelsi allt að einu ári, sé háttsemin sérstaklega vítaverð.Er þess krafist að lögreglan rannsaki hin meintu brot og að þeir sem beri ábyrgð á þeim verði látnir sæta viðeigandi refsingu. Þá áskilja mennirnir sér rétt til þess að koma á framfæri einkaréttarkröfum á síðari stigum vegna málsins.„Þeim finnst að þarna hafi verið höfð óeðlileg afskipti að þeirra tjáningafrelsi,“ segir Auður Tinna. Hælisleitendur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði.Uppnám varð í salnum á umræddum fundi þegar mennirnir þrír hugðust nota tækifærið til þess að spyrja Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra, sem sem sat fyrir svörum á fundinum, út í stöðu hælisleitenda hér á landi.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri fundarins og tók hann ekki vel í að Ali skyldi ekki hlýða fundarstjóra er hann bað Ali um að setjast niður aftur. Reyndi Ali ítrekað að ná athygli dómsmálaráðherra, án árangurs. Í samtali við Vísi segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður þremenninganna að gefið hafi verið í skyn á fundinum að Ali mætti spyrja dómsmálaráðherra spurninga, en Þórdís Kolbrún hafi kinkað kolli þegar fundarstjóri spurði hana hvort slíkt væri í lagi.„Þessir tveir herramenn eru lögreglan“Á myndbandi frá fundinum, sem sjá má hér að neðan, má sjá að nokkur reikistefna myndast eftir að Ali sest niður. Tveir aðrir fundargestir hafa sig frammi og skipa þremenningunum að hafa sig hæga er heyra má Ármann segja eftirfarandi á ensku:„Við munum ekki hringja í lögregluna þar sem þessir tveir herramenn eru lögreglan.“ Heyra má einn fundargest segja við þremenninganna að þeir eigi að sitja í sætum sína og hafa hljótt, ella verði þeim hent út, viðkomandi sé lögreglumaður. Þegar Ali neitar að verða við þeirri bón má sjá hvernig fundargesturinn grípur í Ali í tvígang áður en Ali sest niður aftur og fundargesturinn hverfur frá.Telja að höfð hafi verið óeðlileg afskipti af tjáningarfrelsi þeirra Svo virðist sem að fundargestir róist þegar Ármann blandar sér aftur í málið, segir mönnum að róa sig auk þess sem að hann hótar því að slíta fundinum verði reglum fundarins ekki fylgt.Í kæru sem mennirnir lögðu fram hjá lögreglu í dag segir að kært sé vegna brots á 116. almennra hegningarlaga og 217. greinar almennra hegningarlaga. Komið hefur fram að annar mannanna sé fyrrverandi lögreglumaður, en starfi ekki í dag sem slíkur.116. greinin segir að hver sá sem taki sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hafi, skuli sæta sektum eða varðhaldi eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum. 217. greinin snýr að minniháttar líkamsárás og getur varðað fangelsi allt að einu ári, sé háttsemin sérstaklega vítaverð.Er þess krafist að lögreglan rannsaki hin meintu brot og að þeir sem beri ábyrgð á þeim verði látnir sæta viðeigandi refsingu. Þá áskilja mennirnir sér rétt til þess að koma á framfæri einkaréttarkröfum á síðari stigum vegna málsins.„Þeim finnst að þarna hafi verið höfð óeðlileg afskipti að þeirra tjáningafrelsi,“ segir Auður Tinna.
Hælisleitendur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55