Lífið

Býður bróður sinn velkominn í „samfélag svefnvana“ foreldra

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Katrín og Vilhjálmur óska Harry og Meghan innilega til hamingju með barnið.
Katrín og Vilhjálmur óska Harry og Meghan innilega til hamingju með barnið. Vísir/getty
Vilhjálmur Bretaprins er í skýjunum yfir fæðingu frænda síns en hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, eignuðust dreng í gærmorgun. Drengurinn er frumburður Markle og verður sjöundi í krúnuröðinni.

Vilhjálmur sló á létta strengi í viðtali og sagðist vera yfir sig ánægður með að geta boðið litla bróður sínum velkominn í „samfélag svefnvana“ foreldra sem foreldrahlutverkið sannarlega væri.

Hann óskaði Harry til hamingju með að vera orðinn faðir. Vilhjálmur sagðist vera í skýjunum yfir gleðifréttum gærdagsins. Hann sagðist hafa ráð undir rifi hverju fyrir bróður sinn enda eiga þau hjónin þrjú börn.

„Eins og Vilhjálmur sagði þá erum við spennt að hitta hann og fá að vita hvað hann mun heita. Þetta er svo spennandi fyrir þau bæði [Harry og Markle] og ég óska þeim alls hins besta,“ sagði Katrín hertogynja af Cambridge.

„Þetta er svo dýrmætur tími,“ segir Katrín. Vorið sé fullkominn árstími til að eignast barn og nú sé vor í lofti. 


Tengdar fréttir

Talið að barnið sé þegar fætt

Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×