Takk fyrir! Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 7. maí 2019 07:15 Takk fyrir að styðja okkur hjá SÁÁ til þess að taka á móti einstaklingum og fjölskyldum, sem leita aðstoðar okkar vegna vanda af áfengi og öðrum vímuefnum. Með ykkar aðstoð getum við veitt 30% meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir með samningum Sjúkratrygginga Íslands. Hjá SÁÁ bjóðast margs konar inngrip allt frá viðtölum, kynningum og meðferð í göngudeildum, í inniliggjandi meðferð við fíknsjúkdómi til mislangs tíma. Úrræðin eru einstaklingsmiðuð og meðferðarlínur eru sérhæfðar eftir aldri, kyni og mismunandi neyslu. Sjúkrahúsvist á Vogi er meðal annars með lyfjameðferðum, afeitrun, skimunum smitsjúkdóma og meðferða þeirra, upphaf sálfélagslegrar meðferðar og einstaklingsbundin áætlun um næsta skref. Allt frá skaðaminnkun í markvissa bataáætlun. Á Vog vilja miklu fleiri koma en við ráðum við að sinna. Því miður er það svo. Það eru þung skref að taka ákvörðun um að biðja um inniliggjandi meðferð við fíknsjúkdómi. Það er alltaf aðdragandi að því, endurteknar tilraunir á eigin spýtur og með öðru fagfólki eins og heimilislækni, sálfræðingi, félagsráðgjafa og fleirum. Sjúkrahúsið Vogur er fjársvelt heilbrigðisstofnun, sem ætti þó að fá svigrúm til miklu meiri af kasta. Þörfin er til staðar. Eftirspurnin er til staðar. Það er ungt fólk sem hefur væntingar og skyldur sem biður um aðstoð, það þarf að sinna því. Vaxandi hópur eldri einstaklinga hefur knýjandi þörf fyrir aðstoð. Í nútíma velferðarþjónustu er mikið talað um að mæta fólki þar sem það er, virða ákvörðunarrétt einstaklinga og vinna að valdeflingu hvers og eins. Þetta eru allt eðlilegar kröfur og leiðandi í samskiptum í heilbrigðiskerfinu í dag, hvort sem um er að ræða skaðaminnkun eða meðferð til lækninga. Svo er einnig hjá SÁÁ. Er mismunun einstaklinga eftir því hvert val þeirra er? Þegar einstaklingur hefur tekið ákvörðun um að hætta neyslu áfengis eða annarra vímuefna og þarf til þess aðstoð, þá er slæmt að valið standi honum ekki opið. Það þurfa að vera opnar dyr, tækifæri til inngripa og meðferðar, þar sem einstaklingurinn tekur ábyrgð á sjúkdómi og bata við honum. Ef ekki kæmi til stuðningur ykkar við SÁÁ, væri þjónusta okkar umtalsvert minni þrátt fyrir augljósa þörf fyrir það sem gert er í dag. Helst af öllu vildum við geta gert betur, sinnt fleirum og sinnt þeim fyrr, útrýmt biðlista á Vog og aukið til muna meðferð og möguleika í göngudeildum. Á meðan stuðningurinn er til staðar, höldum við áfram að gera okkar besta fyrir fólk með fíknsjúkdóm og fjölskyldur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Takk fyrir að styðja okkur hjá SÁÁ til þess að taka á móti einstaklingum og fjölskyldum, sem leita aðstoðar okkar vegna vanda af áfengi og öðrum vímuefnum. Með ykkar aðstoð getum við veitt 30% meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir með samningum Sjúkratrygginga Íslands. Hjá SÁÁ bjóðast margs konar inngrip allt frá viðtölum, kynningum og meðferð í göngudeildum, í inniliggjandi meðferð við fíknsjúkdómi til mislangs tíma. Úrræðin eru einstaklingsmiðuð og meðferðarlínur eru sérhæfðar eftir aldri, kyni og mismunandi neyslu. Sjúkrahúsvist á Vogi er meðal annars með lyfjameðferðum, afeitrun, skimunum smitsjúkdóma og meðferða þeirra, upphaf sálfélagslegrar meðferðar og einstaklingsbundin áætlun um næsta skref. Allt frá skaðaminnkun í markvissa bataáætlun. Á Vog vilja miklu fleiri koma en við ráðum við að sinna. Því miður er það svo. Það eru þung skref að taka ákvörðun um að biðja um inniliggjandi meðferð við fíknsjúkdómi. Það er alltaf aðdragandi að því, endurteknar tilraunir á eigin spýtur og með öðru fagfólki eins og heimilislækni, sálfræðingi, félagsráðgjafa og fleirum. Sjúkrahúsið Vogur er fjársvelt heilbrigðisstofnun, sem ætti þó að fá svigrúm til miklu meiri af kasta. Þörfin er til staðar. Eftirspurnin er til staðar. Það er ungt fólk sem hefur væntingar og skyldur sem biður um aðstoð, það þarf að sinna því. Vaxandi hópur eldri einstaklinga hefur knýjandi þörf fyrir aðstoð. Í nútíma velferðarþjónustu er mikið talað um að mæta fólki þar sem það er, virða ákvörðunarrétt einstaklinga og vinna að valdeflingu hvers og eins. Þetta eru allt eðlilegar kröfur og leiðandi í samskiptum í heilbrigðiskerfinu í dag, hvort sem um er að ræða skaðaminnkun eða meðferð til lækninga. Svo er einnig hjá SÁÁ. Er mismunun einstaklinga eftir því hvert val þeirra er? Þegar einstaklingur hefur tekið ákvörðun um að hætta neyslu áfengis eða annarra vímuefna og þarf til þess aðstoð, þá er slæmt að valið standi honum ekki opið. Það þurfa að vera opnar dyr, tækifæri til inngripa og meðferðar, þar sem einstaklingurinn tekur ábyrgð á sjúkdómi og bata við honum. Ef ekki kæmi til stuðningur ykkar við SÁÁ, væri þjónusta okkar umtalsvert minni þrátt fyrir augljósa þörf fyrir það sem gert er í dag. Helst af öllu vildum við geta gert betur, sinnt fleirum og sinnt þeim fyrr, útrýmt biðlista á Vog og aukið til muna meðferð og möguleika í göngudeildum. Á meðan stuðningurinn er til staðar, höldum við áfram að gera okkar besta fyrir fólk með fíknsjúkdóm og fjölskyldur þeirra.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar