Úlfarnir í Evrópu í fyrsta skipti í nærri fjörutíu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2019 21:45 Úlfarnir gætu mætt til Íslands í sumar vísir/getty Stuðningsmenn Manchester City fögnuðu ákaft þegar þeirra menn unnu öruggan sigur á Watford í bikarúrslitunum á Wembley í dag. Þeir voru hins vegar ekki þeir einu sem fögnuðu sigri City. Stuðningsmenn bæði Wolves og Manchester United hafa haldið með City í þessum leik, þeir síðarnefndu kannski með aðeins meiri trega þar sem nágrannaástin er ekki mikil. Bikarúrslitaleikurinn hafði nefnilega mikil áhrif á dreifingu Evrópusætanna í Englandi. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeildinni fara í Meistaradeild Evrópu, liðin sem lenda í fimmta og sjötta sæti fara í Evrópudeildina. Það gerir bikarmeistarinn líka. Þar sem Manchester City er nú þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina sem Englandsmeistari fær liðið í sjöunda sæti í deildinni einnig sæti í Evrópudeildinni. Úlfarnir lentu í sjöunda sæti eftir mjög gott tímabil og þeir fengu því Evrópusæti í dag. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið 1980 sem Úlfarnir spila í Evrópu. Ástæða þess að Manchester United fagnar sigri bláu nágrannanna er að núna kemur United inn í Evrópudeildina seinna en þeir hefðu gert ef Watford hefði hirt bikarmeistaratitilinn. Síðasta enska liðið inn í Evrópudeildina, sem núna er Wolves, byrjar strax í annari umferð forkeppninnar. Hún er leikin í júlí og hefði sett stórt strik í reikninginn á undirbúningstímabili United, en United er búið að skipuleggja æfingaleik við Tottenham sama dag og önnur umferð forkeppni Evrópudeildarinnar hefst. Íslenskir stuðningsmenn Manchester United gætu þó haft blendnar tilfinningar um þessi úrslit. Síðustu ár hafa íslensk lið verið í pottinum í annari umferð forkeppninnar og því hefði verið möguleiki á að fá Ole Gunnar Solskjær og lærisveina í heimsókn í sumar. Þar sem United fer beint inn í riðlakeppnina miðað við úrslit dagsins þýðir ekkert annað fyrir íslensku liðin en að komast þangað inn til þess að eiga möguleikann á að etja kappi við rauðu djöflana. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester City fögnuðu ákaft þegar þeirra menn unnu öruggan sigur á Watford í bikarúrslitunum á Wembley í dag. Þeir voru hins vegar ekki þeir einu sem fögnuðu sigri City. Stuðningsmenn bæði Wolves og Manchester United hafa haldið með City í þessum leik, þeir síðarnefndu kannski með aðeins meiri trega þar sem nágrannaástin er ekki mikil. Bikarúrslitaleikurinn hafði nefnilega mikil áhrif á dreifingu Evrópusætanna í Englandi. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeildinni fara í Meistaradeild Evrópu, liðin sem lenda í fimmta og sjötta sæti fara í Evrópudeildina. Það gerir bikarmeistarinn líka. Þar sem Manchester City er nú þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina sem Englandsmeistari fær liðið í sjöunda sæti í deildinni einnig sæti í Evrópudeildinni. Úlfarnir lentu í sjöunda sæti eftir mjög gott tímabil og þeir fengu því Evrópusæti í dag. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið 1980 sem Úlfarnir spila í Evrópu. Ástæða þess að Manchester United fagnar sigri bláu nágrannanna er að núna kemur United inn í Evrópudeildina seinna en þeir hefðu gert ef Watford hefði hirt bikarmeistaratitilinn. Síðasta enska liðið inn í Evrópudeildina, sem núna er Wolves, byrjar strax í annari umferð forkeppninnar. Hún er leikin í júlí og hefði sett stórt strik í reikninginn á undirbúningstímabili United, en United er búið að skipuleggja æfingaleik við Tottenham sama dag og önnur umferð forkeppni Evrópudeildarinnar hefst. Íslenskir stuðningsmenn Manchester United gætu þó haft blendnar tilfinningar um þessi úrslit. Síðustu ár hafa íslensk lið verið í pottinum í annari umferð forkeppninnar og því hefði verið möguleiki á að fá Ole Gunnar Solskjær og lærisveina í heimsókn í sumar. Þar sem United fer beint inn í riðlakeppnina miðað við úrslit dagsins þýðir ekkert annað fyrir íslensku liðin en að komast þangað inn til þess að eiga möguleikann á að etja kappi við rauðu djöflana.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Sjá meira