Viðtal við Hatara á CNN vék skyndilega fyrir Trump Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 19:15 Trump og Maurer við Hvíta húsið í dag. Getty/Mark Wilson Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan fóru í enn eitt viðtalið á annasömum fjölmiðladegi í Tel Aviv í dag. Í þetta skiptið voru þeir í beinni útsendingu á CNN þar sem þeir svöruðu kunnuglegum spurningum. Viðtalið tók óvænta stefnu þegar skipt var yfir á Donald Trump sem tók á móti Ueli Maurer, forseta Sviss, við Hvíta húsið. Þáttastjórnandinn Becky Anderson hafði þá spurt Matthías og Klemens út í ummæli félaganna í þætti Eurovision-bloggara hér í Ísrael. Þar lýstu þeir heimsókn sinni til Hebron í Palestínu fyrir tæpum tveimur vikum. Þeir sögðu aðskilnaðarstefnu Ísraela vera augljósa en finna mætti götur í Hebron sem Palestínumenn mættu ekki heimsækja. Klemens og Matthías létu ummælin falla í þættinum að neðan, eftir tæpar sex mínútur.Nánar í myndbandinu að neðan.Var spurning Becky hvort Hatari ætlaði að vera með pólitísk skilaboð á laugardagskvöld í úrslitum Eurovision. Liðsmenn Hatara fengu aftur á móti ekki að útskýra þessi ummæli sín strax vegna þess að fylgst var með Trump og Maurer takast í hendur. Þegar Becky komst aftur í samband við Hatara bað hún drengina afsökunar. „Okkur þykir þetta svo leitt. Þetta var forseti Bandaríkjanna,“ sagði Becky og ítrekaði spurningu sína. Matthías var til svars. „Við viljum ekki segja frá plönum okkar á þessu stigi. Þær mætti túlka pólitískt. En við höfum sagt allan tímann að við viljum halda uppi gagnrýnni umræðu um samhengi keppninnar. Það sé mjög pólitísk ákvörðun að halda keppnina í Ísrael.“ Í framhaldinu voru þeir félagar spurðir út í áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að takast á í íslenskri glímu. Og sömuleiðis hvort vera þeirra hafi breytt skoðun þeirra á stöðu mála. Friður og sameining, einkennismerki Eurovision, sé ekki auðfundið hér í Ísrael.Innslag CNN má sjá hér að neðan. Donald Trump Eurovision Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan fóru í enn eitt viðtalið á annasömum fjölmiðladegi í Tel Aviv í dag. Í þetta skiptið voru þeir í beinni útsendingu á CNN þar sem þeir svöruðu kunnuglegum spurningum. Viðtalið tók óvænta stefnu þegar skipt var yfir á Donald Trump sem tók á móti Ueli Maurer, forseta Sviss, við Hvíta húsið. Þáttastjórnandinn Becky Anderson hafði þá spurt Matthías og Klemens út í ummæli félaganna í þætti Eurovision-bloggara hér í Ísrael. Þar lýstu þeir heimsókn sinni til Hebron í Palestínu fyrir tæpum tveimur vikum. Þeir sögðu aðskilnaðarstefnu Ísraela vera augljósa en finna mætti götur í Hebron sem Palestínumenn mættu ekki heimsækja. Klemens og Matthías létu ummælin falla í þættinum að neðan, eftir tæpar sex mínútur.Nánar í myndbandinu að neðan.Var spurning Becky hvort Hatari ætlaði að vera með pólitísk skilaboð á laugardagskvöld í úrslitum Eurovision. Liðsmenn Hatara fengu aftur á móti ekki að útskýra þessi ummæli sín strax vegna þess að fylgst var með Trump og Maurer takast í hendur. Þegar Becky komst aftur í samband við Hatara bað hún drengina afsökunar. „Okkur þykir þetta svo leitt. Þetta var forseti Bandaríkjanna,“ sagði Becky og ítrekaði spurningu sína. Matthías var til svars. „Við viljum ekki segja frá plönum okkar á þessu stigi. Þær mætti túlka pólitískt. En við höfum sagt allan tímann að við viljum halda uppi gagnrýnni umræðu um samhengi keppninnar. Það sé mjög pólitísk ákvörðun að halda keppnina í Ísrael.“ Í framhaldinu voru þeir félagar spurðir út í áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að takast á í íslenskri glímu. Og sömuleiðis hvort vera þeirra hafi breytt skoðun þeirra á stöðu mála. Friður og sameining, einkennismerki Eurovision, sé ekki auðfundið hér í Ísrael.Innslag CNN má sjá hér að neðan.
Donald Trump Eurovision Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira