Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 16. maí 2019 15:38 Slysið varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð, skammt norðan Fagurhólsmýrar. loftmyndir.is Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex og var á ferð með hóp erlendra ferðamanna. Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. Þá hefur Suðurlandsvegi verið lokað við slysstað. Hinir 28 sem um borð voru í rútunni eru ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitir úr Öræfum hafi verið kallaðar út strax og tilkynnt var um slysið klukkan 15:05. Fyrstu hóparnir hafi mætt á staðinn um klukkan 15:30. Fleiri sveitir voru svo kallaðar út frá Selfossi og austur á Höfn skömmu síðar. Þá eru hópar viðbragðsaðila einnig á leiðinni á slysstað frá Reykjavík. Mikill viðbúnaður er á vettvangi í samræmi við viðbragðsáætlun hópslysa sem var virkjuð þegar tilkynnt var um slysið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda slasaðra en Davíð segir a.m.k. nokkra hafa slasast í slysinu. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri en ekki var búið að flytja neinn þangað af slysstað nú skömmu eftir klukkan 16. Í fyrstu tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem barst klukkan 15:35 vegna slyssins kom fram að allt viðbragð miðist við hópslys og áætlun í samhengi við það. Umfang og stig meiðsla var þá ekki ljóst en eitthvað um beinbrot og skrámur. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð virkjuð.Björgunar- og eftirlitsflugvél TF Sif er á leiðinni í loftið með greiningarsveit frá Landspítala og stórslysabúnað sem varpa á úr fallhlíf á slysstað.vísir/vilhelmUppfært klukkan 16:27: Samkvæmt upplýsingum frá Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, á þyrlan sem kölluð var út að lenda eftir um 20 mínútur. Ekki var tiltæk önnur þyrla hjá Gæslunni en danskt varðskip sem statt er í höfninni er með þyrlu um borð. Hún var ekki í fullkomnu viðbragði en reiknað er með því að hún fari í loftið eftir um klukkustund. Þá fer björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF Sif í loftið fljótlega með greiningarsveit frá Landspítalanum og stórslysabúnað frá Flugbjörgunarsveitinni sem varpað verður á slysstað en flugvélin sjálf lendir á Höfn í Hornafirði.Uppfært klukkan 16:32: Viðbúnaðarstig hefur verið virkjað á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Von er á fimm alvarlega slösuðum til aðhlynningar á Landspítalanum og munu a.m.k. nokkrir þeirra verða fluttir á spítalann með þyrlu. Ekki var ljóst nú á fimmta tímanum hvenær þyrlan lendir í Reykjavík eða um hversu alvarleg meiðsl er að ræða. Samtals voru 33 í rútunni, með bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru hinir 28 ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir á heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Vegna mikils álags sem viðbúnaðarstig hefur í för með sér biður Landspítali fólk með minniháttar áverka eða veikindi um að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktar frekar en bráðadeildar í Fossvogi ef kostur er.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:04. Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex og var á ferð með hóp erlendra ferðamanna. Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. Þá hefur Suðurlandsvegi verið lokað við slysstað. Hinir 28 sem um borð voru í rútunni eru ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitir úr Öræfum hafi verið kallaðar út strax og tilkynnt var um slysið klukkan 15:05. Fyrstu hóparnir hafi mætt á staðinn um klukkan 15:30. Fleiri sveitir voru svo kallaðar út frá Selfossi og austur á Höfn skömmu síðar. Þá eru hópar viðbragðsaðila einnig á leiðinni á slysstað frá Reykjavík. Mikill viðbúnaður er á vettvangi í samræmi við viðbragðsáætlun hópslysa sem var virkjuð þegar tilkynnt var um slysið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda slasaðra en Davíð segir a.m.k. nokkra hafa slasast í slysinu. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri en ekki var búið að flytja neinn þangað af slysstað nú skömmu eftir klukkan 16. Í fyrstu tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem barst klukkan 15:35 vegna slyssins kom fram að allt viðbragð miðist við hópslys og áætlun í samhengi við það. Umfang og stig meiðsla var þá ekki ljóst en eitthvað um beinbrot og skrámur. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð virkjuð.Björgunar- og eftirlitsflugvél TF Sif er á leiðinni í loftið með greiningarsveit frá Landspítala og stórslysabúnað sem varpa á úr fallhlíf á slysstað.vísir/vilhelmUppfært klukkan 16:27: Samkvæmt upplýsingum frá Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, á þyrlan sem kölluð var út að lenda eftir um 20 mínútur. Ekki var tiltæk önnur þyrla hjá Gæslunni en danskt varðskip sem statt er í höfninni er með þyrlu um borð. Hún var ekki í fullkomnu viðbragði en reiknað er með því að hún fari í loftið eftir um klukkustund. Þá fer björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF Sif í loftið fljótlega með greiningarsveit frá Landspítalanum og stórslysabúnað frá Flugbjörgunarsveitinni sem varpað verður á slysstað en flugvélin sjálf lendir á Höfn í Hornafirði.Uppfært klukkan 16:32: Viðbúnaðarstig hefur verið virkjað á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Von er á fimm alvarlega slösuðum til aðhlynningar á Landspítalanum og munu a.m.k. nokkrir þeirra verða fluttir á spítalann með þyrlu. Ekki var ljóst nú á fimmta tímanum hvenær þyrlan lendir í Reykjavík eða um hversu alvarleg meiðsl er að ræða. Samtals voru 33 í rútunni, með bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru hinir 28 ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir á heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Vegna mikils álags sem viðbúnaðarstig hefur í för með sér biður Landspítali fólk með minniháttar áverka eða veikindi um að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktar frekar en bráðadeildar í Fossvogi ef kostur er.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:04.
Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira