Reyndi að svíkja fjölda farmiða út hjá WOW air en slapp úr farbanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2019 15:11 Maðurinn var sólginn í flug WOW Air til Bandaríkjanna. Fréttablaðið/Ernir Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Alls tókst manninum að svíkja út sex flugmiða, ýmist í félagi við annan óþekktan mann eða einn síns lið, með því að gefa upp greiðslukortanúmer annarra einstaklinga. Fjársvikin áttu sér stað á tímabilinu 1. febrúar til 27. ágúst á síðasta áru. Alls sveik maðurinn út tvær ferðir frá Los Angeles til Amsterdam með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til Miami með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til New York og eina ferð frá New York til Amsterdam. Þá sveik maðurinn einnig út ferð fram og til baka frá Amsterdam til Íslands en var handtekinn við komuna til Íslands. Í aðeins einni af þessum flugferðum bárust flugfélaginu upplýsingar frá viðskiptabanka korthafa um sviksamlega færslu hafi verið að ræða og var flugið afbókað áður en maðurinn gat nýtt sér farmiðann.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/GVAAlls námu fjársvikin andvirði 2,404 dollara og 6,440 evra, því sem nemur um 1,2 milljónum á gengi dagsins í dag. Þá gerði maðurinn einnig tilraun til þess að svíkja átta farmiða með þrettán mismunandi greiðslukortum í eigu annarra einsaklinga út hjá WOW air á tímabilinu 22. janúar til 10. ágúst 2018. Í öllum tilvikum var um að ræða flug til eða frá Bandaríkjunum og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Alls reyndi maðurinn að svíkja 8,361 evru og 4,692 dollara út hjá WOW air, því sem nemur um 1,7 milljónum króna.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brot mannsins hafi verið „stórfelld, ítrekuð og ófyrirleitin“ og var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi. Var hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í ágúst á síðasta ári og úrskurðaður í stutt gæsluvarðhald. Eftir að því lauk var hann úrskurðaður í farbann til 27. desember á síðasta ári en í dómi Héraðsdóms segir að engu að síður hafi honum tekist að sleppa úr landi, líklegas um miðjan desember. Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Alls tókst manninum að svíkja út sex flugmiða, ýmist í félagi við annan óþekktan mann eða einn síns lið, með því að gefa upp greiðslukortanúmer annarra einstaklinga. Fjársvikin áttu sér stað á tímabilinu 1. febrúar til 27. ágúst á síðasta áru. Alls sveik maðurinn út tvær ferðir frá Los Angeles til Amsterdam með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til Miami með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til New York og eina ferð frá New York til Amsterdam. Þá sveik maðurinn einnig út ferð fram og til baka frá Amsterdam til Íslands en var handtekinn við komuna til Íslands. Í aðeins einni af þessum flugferðum bárust flugfélaginu upplýsingar frá viðskiptabanka korthafa um sviksamlega færslu hafi verið að ræða og var flugið afbókað áður en maðurinn gat nýtt sér farmiðann.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/GVAAlls námu fjársvikin andvirði 2,404 dollara og 6,440 evra, því sem nemur um 1,2 milljónum á gengi dagsins í dag. Þá gerði maðurinn einnig tilraun til þess að svíkja átta farmiða með þrettán mismunandi greiðslukortum í eigu annarra einsaklinga út hjá WOW air á tímabilinu 22. janúar til 10. ágúst 2018. Í öllum tilvikum var um að ræða flug til eða frá Bandaríkjunum og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Alls reyndi maðurinn að svíkja 8,361 evru og 4,692 dollara út hjá WOW air, því sem nemur um 1,7 milljónum króna.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brot mannsins hafi verið „stórfelld, ítrekuð og ófyrirleitin“ og var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi. Var hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í ágúst á síðasta ári og úrskurðaður í stutt gæsluvarðhald. Eftir að því lauk var hann úrskurðaður í farbann til 27. desember á síðasta ári en í dómi Héraðsdóms segir að engu að síður hafi honum tekist að sleppa úr landi, líklegas um miðjan desember.
Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira