Tugir mála ratað á borð lögreglunnar Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. maí 2019 06:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. 59 mál um ólöglega heimagistingu hafa verið send lögreglu til rannsóknar, 61 máli hefur lokið með stjórnvaldssektum og fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema tæplega 100 milljónum króna vegna herts eftirlits með gististarfsemi, átaks sem ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hrinti af stað í fyrra. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís. Þá hefur heimagistingarvaktin orðið til þess að upplýsingar um 420 fasteignir hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld. Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist á tímabilinu. Á árinu 2017 var áætlað að allt að 80 prósent skammtímaleigu á Íslandi færu fram án tilskilinna leyfa eða skráningar. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í janúar hafði orðið 400 prósenta aukning á tíðni skráninga slíkra eigna ef miðað er við tölur frá sama tímabili í fyrra. Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskilinna leyfa eða skráningar. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að umsvif Airbnb hafi dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist á ný. Þar með tókst að snúa við vaxandi hlutdeild Airbnb og annarrar óskráðrar gistingar. Hlutdeild skráðrar gistiþjónustu í seldum gistinóttum féll hratt eftir að Airbnb kom til skjalanna og náði minnst 74 prósentum árið 2017. Hert eftirfylgni reglna er samkvæmt skýrslu bankans talin ein meginástæða þessarar þróunar, auk þess sem ferðamönnum fjölgaði hægar á síðastliðnu ári en árin á undan og íbúðaverð hækkaði auk þess hægar en undanfarin ár. Kostnaður ráðuneytis Þórdísar við hert eftirlit var 64 milljónir króna en gert var ráð fyrir því að bætt skattskil og sektargreiðslur myndu vega þann kostnað upp. Reynsla af átakinu hefur sýnt að samanlagðar fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður. Er þá ekki tekið mið af óbeinum áhrifum á borð við aukin skattskil, framboð á leiguhúsnæði og jafnari samkeppnisgrundvöll. „Það er sérstaklega ánægjulegt hvaða jákvæðu áhrif aukið eftirlit hefur haft á húsnæðismarkaðinn. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að menn komist ekki upp með að spila ekki eftir reglunum.“ Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17 Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45 Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
59 mál um ólöglega heimagistingu hafa verið send lögreglu til rannsóknar, 61 máli hefur lokið með stjórnvaldssektum og fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema tæplega 100 milljónum króna vegna herts eftirlits með gististarfsemi, átaks sem ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hrinti af stað í fyrra. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís. Þá hefur heimagistingarvaktin orðið til þess að upplýsingar um 420 fasteignir hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld. Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist á tímabilinu. Á árinu 2017 var áætlað að allt að 80 prósent skammtímaleigu á Íslandi færu fram án tilskilinna leyfa eða skráningar. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í janúar hafði orðið 400 prósenta aukning á tíðni skráninga slíkra eigna ef miðað er við tölur frá sama tímabili í fyrra. Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskilinna leyfa eða skráningar. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að umsvif Airbnb hafi dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist á ný. Þar með tókst að snúa við vaxandi hlutdeild Airbnb og annarrar óskráðrar gistingar. Hlutdeild skráðrar gistiþjónustu í seldum gistinóttum féll hratt eftir að Airbnb kom til skjalanna og náði minnst 74 prósentum árið 2017. Hert eftirfylgni reglna er samkvæmt skýrslu bankans talin ein meginástæða þessarar þróunar, auk þess sem ferðamönnum fjölgaði hægar á síðastliðnu ári en árin á undan og íbúðaverð hækkaði auk þess hægar en undanfarin ár. Kostnaður ráðuneytis Þórdísar við hert eftirlit var 64 milljónir króna en gert var ráð fyrir því að bætt skattskil og sektargreiðslur myndu vega þann kostnað upp. Reynsla af átakinu hefur sýnt að samanlagðar fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður. Er þá ekki tekið mið af óbeinum áhrifum á borð við aukin skattskil, framboð á leiguhúsnæði og jafnari samkeppnisgrundvöll. „Það er sérstaklega ánægjulegt hvaða jákvæðu áhrif aukið eftirlit hefur haft á húsnæðismarkaðinn. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að menn komist ekki upp með að spila ekki eftir reglunum.“
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17 Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45 Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17
Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45
Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent