Flugviskubit Guðmundur Brynjólfsson skrifar 13. maí 2019 08:00 Það má vera öllum ljóst hvaða fólk það er sem á að vera með stöðugt „flugviskubit“ eða þjakað af „flugskömm“ – það er skríllinn. Ég og þú. Hin, þessi góðu sem í löngu máli og flúruðu segja okkur frá loftslagsvandanum, ætla sér ekki að fljúga neitt minna en þau hafa gert hingað til. Nei, þau ætla heldur að bæta í. Þannig flaug starfsfólk Umhverfisstofnunar helmingi fleiri ferðir til útlanda í fyrra en árið 2015. Sú sem stýrir því batteríi (gott orð batterí í þessu samhengi) segir að þau vilji endilega fljúga minna. En samt ætla starfsmenn hennar alls ekki að fljúga minna á þessu ári, heldur meira. Starfsmennirnir flugu 150 ferðir í fyrra. En ég má skammast mín. Ég flýg til útlanda tvisvar til þrisvar á ári hverju. Enda er ég skepna. Ég er skepna og umhverfisóþverri líkt og NATO-flugvélarnar sem hér æfa í boði Vinstri grænna (alveg sérstaklega) og hinna orkupakkanna í ríkisstjórninni. Hér spúa NATO-flugvélar eldi og brennisteini en það talar ekki nokkur maður um hvað það sé á við margar ferðir til Tenerife. Það er bara talað um mengun Tenerife-ferða þegar óbreytt alþýðufólk ætlar sér þangað í langþráð frí – það má skammast sín. Og öfugmælavísnasmiðirnir sem öllu ráða sjá ofsjónum yfir því að fólk fer í helgarferðir til Dublin eða Hamborgar, við þessi venjulegu, en vilja um leið endilega fjölga ferðamönnum og „vinna markvisst að því“ – líklega eiga þeir ferðamenn að koma fótgangandi. Kannski eru bundnar vonir við að þeir geti síðar komið í gegnum sæstreng. En auðvitað bara með því skilyrði að Alþingi samþykki þá gjörð. En samþykktir Alþingis eru einhver mesta hindrun sem hægt er að hugsa sér. Gott dæmi þar um eru smálánafyrirtækin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Það má vera öllum ljóst hvaða fólk það er sem á að vera með stöðugt „flugviskubit“ eða þjakað af „flugskömm“ – það er skríllinn. Ég og þú. Hin, þessi góðu sem í löngu máli og flúruðu segja okkur frá loftslagsvandanum, ætla sér ekki að fljúga neitt minna en þau hafa gert hingað til. Nei, þau ætla heldur að bæta í. Þannig flaug starfsfólk Umhverfisstofnunar helmingi fleiri ferðir til útlanda í fyrra en árið 2015. Sú sem stýrir því batteríi (gott orð batterí í þessu samhengi) segir að þau vilji endilega fljúga minna. En samt ætla starfsmenn hennar alls ekki að fljúga minna á þessu ári, heldur meira. Starfsmennirnir flugu 150 ferðir í fyrra. En ég má skammast mín. Ég flýg til útlanda tvisvar til þrisvar á ári hverju. Enda er ég skepna. Ég er skepna og umhverfisóþverri líkt og NATO-flugvélarnar sem hér æfa í boði Vinstri grænna (alveg sérstaklega) og hinna orkupakkanna í ríkisstjórninni. Hér spúa NATO-flugvélar eldi og brennisteini en það talar ekki nokkur maður um hvað það sé á við margar ferðir til Tenerife. Það er bara talað um mengun Tenerife-ferða þegar óbreytt alþýðufólk ætlar sér þangað í langþráð frí – það má skammast sín. Og öfugmælavísnasmiðirnir sem öllu ráða sjá ofsjónum yfir því að fólk fer í helgarferðir til Dublin eða Hamborgar, við þessi venjulegu, en vilja um leið endilega fjölga ferðamönnum og „vinna markvisst að því“ – líklega eiga þeir ferðamenn að koma fótgangandi. Kannski eru bundnar vonir við að þeir geti síðar komið í gegnum sæstreng. En auðvitað bara með því skilyrði að Alþingi samþykki þá gjörð. En samþykktir Alþingis eru einhver mesta hindrun sem hægt er að hugsa sér. Gott dæmi þar um eru smálánafyrirtækin.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun