

Íslenskir hjúkrunarfræðingar í 100 ár á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga
Hugsjónin um góða menntun hjúkrunarkvenna varð kveikjan að fyrsta félagi hjúkrunarkvenna, síðar hjúkrunarfræðinga og allar götur síðan hafa hjúkrunarfræðinga unnið að því að hjúkrunarmenntun sé í hæsta gæðaflokki hér á landi og hefur sem dæmi hjúkrunarfræði verið kennd á háskólastigi frá 1973. Það hefur orðið raunin enda er t.d. hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllum hjúkrunarfræðideildum í heiminum í dag.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar í ár hundrað ára afmæli en félagið er eitt elsta fag- og stéttarfélag kvenna hér á landi. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar frá stofnun félagsins, hefur það alla tíð barist fyrir bættum kjörum og mannsæmandi launum fyrir hjúkrunarfræðinga en 97% þeirra eru konur. Þeirri baráttu er alls ekki lokið og skýtur að vissu leyti skökku við þar sem Ísland er talið það land sem stendur hvað fremst á heimsvísu þegar rætt er um jöfn laun og stöðu kynjanna. Hjúkrunarfræðingar hafa þó áorkað miklu í íslensku heilbrigðikerfi og átt ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu landsmanna. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin og hafa oft verið nefndir hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Þeir gegna mikilvægu hlutverki á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, fylgja landsmönnum frá vöggu til grafar og sinna þeim á jafnvel þeirra bestu og verstu stundum lífsins.
Þó mikið hafi áunnist í viðurkenningu á störfum hjúkrunarfræðinga í íslensku heilbrigðiskerfi erum við enn eftirbátar annarra framsækinna þjóða. Þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett fram eindregin tilmæli um að framlag hjúkrunarfræðinga sé styrkt enn frekar með betri nýtingu á þekkingu og reynslu þeirra í heilbrigðiskerfinu. Leiðtogar heimsins hafa verið hvattir til að fjárfesta í hjúkrun til að hámarka framlag hjúkrunarfræðinga og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags þeirra. Til að vekja enn frekari athygli á mikilvægi málsins mun WHO helga árið 2020 hjúkrunarfræðingum. Skýrslur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) síðustu tvö ár eru á sömu nótum. Breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu og betri nýting á þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga í starfi, skilar sömu gæðum og bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem og styttri biðtíma. Hér er því kjörið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld, því með auknu vægi hjúkrunar geta þau tryggt fjárhaglega hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónustu en veitt er í dag.
Í tilefni af aldarafmælinu mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna árinu áfram með ýmsum viðburðum. Á morgun, 12. maí, er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga og af því tilefni verður haldin messa í Grafarvogskirkju þar sem hjúkrunarfræðinga munu taka virkan þátt í athöfninni. Einnig má þar nefna sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð sem haldin verður í Árbæjarsafni og er öllum landsmönnum opin. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní en þessi dagur er merkilegur í sögu hjúkrunarfræðinga því á þeim degi árið 1933 undirritaði Kristján X. hjúkrunarkvennalög sem gerðu starf hjúkrunarkvenna á Íslandi lögverndað. Sérstök fjölskylduhátíð verður fyrir landsmenn 15. ágúst en sýningin mun standa fram í október 2019. Jafnframt verður ráðstefna, Hjúkrun 2019, haldin á Akureyri 26. -27. september með yfirskriftinni Framtíð, frumkvæði og forvarnir Getur hjúkrun bjargað heilbrigðiskerfinu?
Ljóst er að margt hefur áunnist á síðustu 100 árum en áfram mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga taka þátt í og hafa frumkvæði að umræðu um hjúkrunar- og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi.
Til hamingju kæru hjúkrunarfræðingar.
Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Skoðun

Hinir miklu lýðræðissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Gleði eða ógleði?
Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Tískuorð eða sjálfsögð réttindi?
Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir
Freyr Ólafsson skrifar

Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er einhver hissa á fúskinu?
Magnús Guðmundsson skrifar

Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar?
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana
María Lilja Tryggvadóttir skrifar

Nám í skugga óöryggis
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Tæknin á ekki að nota okkur
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Ytra mat í skólum og hvað svo?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis?
Pétur Heimisson skrifar

Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Takk starfsfólk og forysta ÁTVR
Siv Friðleifsdóttir skrifar

Þjóðarmorðið í Palestínu
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Tölfræði og raunveruleikinn
Jón Frímann Jónsson skrifar

Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna
Einar Hugi Bjarnason skrifar

Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari
Sigvaldi Einarsson skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi
Helga Edwardsdóttir skrifar

Baráttan um þjóðarsálina
Alexandra Briem skrifar

Lagaleg réttindi skipta máli
Kári Garðarsson skrifar

Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity
Clara Ganslandt skrifar