Ómöguleikinn er nú raunveruleikinn Sif Sigmarsdóttir skrifar 11. maí 2019 08:00 Fyrir nokkrum árum vakti áhuga minn hokinn, tvíd-klæddur stjórnmálafræðingur með – að mér fannst – frumlega sýn á veröldina. Árið 2002 varð bókin Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals metsölubók í Bretlandi, öllum að óvörum. Í bókinni hafnaði höfundur hennar, John Gray, framþróun mannkyns. Hann sagði hugmyndir samtímans um framþróun goðsögn og að framþróun væri alls ekki óhjákvæmileg eins og flestir virtust trúa. Siðmenning – frjálslyndi, mannréttindi og friður – væru ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem léti undan um leið og það yrði fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun væri möguleg þegar kæmi að tækni og vísindum – skref fyrir skref bættist við ný þekking og gamlar kenningar sem reyndust rangar glötuðust – átti það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfðist í hringi. Það sem þykir rangt í dag gæti þótt í fínu lagi á morgun. Þótt bók Gray hafi selst vel tók fræðasamfélagið honum fálega. Kollegum Gray fannst hugmyndir hans skrýtnar og fjarstæðukenndar. Í breskum fjölmiðlum var Gray kallaður dómsdagsspámaðurinn. En skjótt skipast veður í lofti. Það sem mér fannst einu sinni frumleg en sérviskuleg pæling, það sem fræðimönnum fannst skrýtinn ómöguleiki, er nú raunveruleikinn. Í vikunni áttu sér stað á Alþingi Íslendinga umræður sem hljómuðu eins og endurómur úr dapurri fortíð. Harðar deilur urðu um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Vildu margir þingmenn takmarka rétt kvenna til ákvörðunartöku um eigið líf og líkama. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lagði fram breytingartillögu sem kvað á um að réttindi kvenna yrðu skert frá því sem nú er. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, líkti þungunarrofi við dráp. Aðrir virtust ætla að braska með æxlunarfæri kvenna eins og um hver önnur hrossakaup væri að ræða: Átján vikur? Tuttugu vikur? Maður gat rétt ímyndað sér samtölin í bakherbergjum þingsins: „Ef ég kýs burt viku af sjálfsákvörðunarrétti kvenna verður þú að kjósa með jarðgöngunum mínum.“ Paddy Ashton var leiðtogi flokks Frjálslyndra demókrata í Bretlandi á árunum 1988-1999. Ein af síðustu blaðagreinunum sem hann skrifaði áður en hann lést í lok síðasta árs var áminning til samtímans um að standa vörð um frjálslynd gildi sem hann taldi að bylgja popúlisma væri við að færa í kaf: „Við hin frjálslyndu (með litlu f-i) viljum ekki sterkt ríkisvald heldur öfluga borgara. Við lítum á hinn frjálsa markað sem þjón okkar en ekki húsbónda. Við erum alþjóðasinnar og okkur mislíkar verndarstefna, einangrunarhyggja og þjóðernishyggja. Við fögnum fjölbreytileikanum, ekki einsleitni. Við vitum að ábyrgð einstaklingsins nær yfir meira en okkur sjálf og landið okkar og að hún teygir sig yfir landamæri og til komandi kynslóða. Við temjum okkur málamiðlanir, sýnum umburðarlyndi, samkennd og virðingu í garð annarra.“ Óttinn við að frjálslynd gildi geti þurrkast út á einni nóttu kann að virðast órökrænn. En hver hefði trúað því þangað til í síðustu viku að á þjóðþingi lands sem segist fremst í heimi á sviði kvenréttinda hljómuðu raddir sem vildu skerða sjálfsákvörðunarrétt kvenna? Hver hefði trúað því að þrír ráðherrar – Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir – sætu hjá þegar greidd yrðu atkvæði um grundvallarákvæði í frumvarpinu eftir aðra umræðu? Í vikunni skrifaði ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum undir frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Sýn John Gray á veröldina er ekki lengur frumleg. Frjálslynd gildi, rökhyggja, meðalhóf, mannúð, virðing fyrir réttindum og heilbrigð skynsemi eru á undanhaldi. Hinir hófsömu þurfa að láta sverfa til stáls. Því framþróun er ekki óhjákvæmileg. Fyrir henni þarf að berjast og henni þarf að viðhalda með kjafti og klóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum vakti áhuga minn hokinn, tvíd-klæddur stjórnmálafræðingur með – að mér fannst – frumlega sýn á veröldina. Árið 2002 varð bókin Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals metsölubók í Bretlandi, öllum að óvörum. Í bókinni hafnaði höfundur hennar, John Gray, framþróun mannkyns. Hann sagði hugmyndir samtímans um framþróun goðsögn og að framþróun væri alls ekki óhjákvæmileg eins og flestir virtust trúa. Siðmenning – frjálslyndi, mannréttindi og friður – væru ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem léti undan um leið og það yrði fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun væri möguleg þegar kæmi að tækni og vísindum – skref fyrir skref bættist við ný þekking og gamlar kenningar sem reyndust rangar glötuðust – átti það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfðist í hringi. Það sem þykir rangt í dag gæti þótt í fínu lagi á morgun. Þótt bók Gray hafi selst vel tók fræðasamfélagið honum fálega. Kollegum Gray fannst hugmyndir hans skrýtnar og fjarstæðukenndar. Í breskum fjölmiðlum var Gray kallaður dómsdagsspámaðurinn. En skjótt skipast veður í lofti. Það sem mér fannst einu sinni frumleg en sérviskuleg pæling, það sem fræðimönnum fannst skrýtinn ómöguleiki, er nú raunveruleikinn. Í vikunni áttu sér stað á Alþingi Íslendinga umræður sem hljómuðu eins og endurómur úr dapurri fortíð. Harðar deilur urðu um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Vildu margir þingmenn takmarka rétt kvenna til ákvörðunartöku um eigið líf og líkama. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lagði fram breytingartillögu sem kvað á um að réttindi kvenna yrðu skert frá því sem nú er. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, líkti þungunarrofi við dráp. Aðrir virtust ætla að braska með æxlunarfæri kvenna eins og um hver önnur hrossakaup væri að ræða: Átján vikur? Tuttugu vikur? Maður gat rétt ímyndað sér samtölin í bakherbergjum þingsins: „Ef ég kýs burt viku af sjálfsákvörðunarrétti kvenna verður þú að kjósa með jarðgöngunum mínum.“ Paddy Ashton var leiðtogi flokks Frjálslyndra demókrata í Bretlandi á árunum 1988-1999. Ein af síðustu blaðagreinunum sem hann skrifaði áður en hann lést í lok síðasta árs var áminning til samtímans um að standa vörð um frjálslynd gildi sem hann taldi að bylgja popúlisma væri við að færa í kaf: „Við hin frjálslyndu (með litlu f-i) viljum ekki sterkt ríkisvald heldur öfluga borgara. Við lítum á hinn frjálsa markað sem þjón okkar en ekki húsbónda. Við erum alþjóðasinnar og okkur mislíkar verndarstefna, einangrunarhyggja og þjóðernishyggja. Við fögnum fjölbreytileikanum, ekki einsleitni. Við vitum að ábyrgð einstaklingsins nær yfir meira en okkur sjálf og landið okkar og að hún teygir sig yfir landamæri og til komandi kynslóða. Við temjum okkur málamiðlanir, sýnum umburðarlyndi, samkennd og virðingu í garð annarra.“ Óttinn við að frjálslynd gildi geti þurrkast út á einni nóttu kann að virðast órökrænn. En hver hefði trúað því þangað til í síðustu viku að á þjóðþingi lands sem segist fremst í heimi á sviði kvenréttinda hljómuðu raddir sem vildu skerða sjálfsákvörðunarrétt kvenna? Hver hefði trúað því að þrír ráðherrar – Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir – sætu hjá þegar greidd yrðu atkvæði um grundvallarákvæði í frumvarpinu eftir aðra umræðu? Í vikunni skrifaði ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum undir frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Sýn John Gray á veröldina er ekki lengur frumleg. Frjálslynd gildi, rökhyggja, meðalhóf, mannúð, virðing fyrir réttindum og heilbrigð skynsemi eru á undanhaldi. Hinir hófsömu þurfa að láta sverfa til stáls. Því framþróun er ekki óhjákvæmileg. Fyrir henni þarf að berjast og henni þarf að viðhalda með kjafti og klóm.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun