
Ómöguleikinn er nú raunveruleikinn
Þótt bók Gray hafi selst vel tók fræðasamfélagið honum fálega. Kollegum Gray fannst hugmyndir hans skrýtnar og fjarstæðukenndar. Í breskum fjölmiðlum var Gray kallaður dómsdagsspámaðurinn.
En skjótt skipast veður í lofti. Það sem mér fannst einu sinni frumleg en sérviskuleg pæling, það sem fræðimönnum fannst skrýtinn ómöguleiki, er nú raunveruleikinn.
Í vikunni áttu sér stað á Alþingi Íslendinga umræður sem hljómuðu eins og endurómur úr dapurri fortíð. Harðar deilur urðu um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Vildu margir þingmenn takmarka rétt kvenna til ákvörðunartöku um eigið líf og líkama. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lagði fram breytingartillögu sem kvað á um að réttindi kvenna yrðu skert frá því sem nú er. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, líkti þungunarrofi við dráp. Aðrir virtust ætla að braska með æxlunarfæri kvenna eins og um hver önnur hrossakaup væri að ræða: Átján vikur? Tuttugu vikur? Maður gat rétt ímyndað sér samtölin í bakherbergjum þingsins: „Ef ég kýs burt viku af sjálfsákvörðunarrétti kvenna verður þú að kjósa með jarðgöngunum mínum.“
Paddy Ashton var leiðtogi flokks Frjálslyndra demókrata í Bretlandi á árunum 1988-1999. Ein af síðustu blaðagreinunum sem hann skrifaði áður en hann lést í lok síðasta árs var áminning til samtímans um að standa vörð um frjálslynd gildi sem hann taldi að bylgja popúlisma væri við að færa í kaf: „Við hin frjálslyndu (með litlu f-i) viljum ekki sterkt ríkisvald heldur öfluga borgara. Við lítum á hinn frjálsa markað sem þjón okkar en ekki húsbónda. Við erum alþjóðasinnar og okkur mislíkar verndarstefna, einangrunarhyggja og þjóðernishyggja. Við fögnum fjölbreytileikanum, ekki einsleitni. Við vitum að ábyrgð einstaklingsins nær yfir meira en okkur sjálf og landið okkar og að hún teygir sig yfir landamæri og til komandi kynslóða. Við temjum okkur málamiðlanir, sýnum umburðarlyndi, samkennd og virðingu í garð annarra.“
Óttinn við að frjálslynd gildi geti þurrkast út á einni nóttu kann að virðast órökrænn. En hver hefði trúað því þangað til í síðustu viku að á þjóðþingi lands sem segist fremst í heimi á sviði kvenréttinda hljómuðu raddir sem vildu skerða sjálfsákvörðunarrétt kvenna? Hver hefði trúað því að þrír ráðherrar – Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir – sætu hjá þegar greidd yrðu atkvæði um grundvallarákvæði í frumvarpinu eftir aðra umræðu?
Í vikunni skrifaði ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum undir frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Sýn John Gray á veröldina er ekki lengur frumleg. Frjálslynd gildi, rökhyggja, meðalhóf, mannúð, virðing fyrir réttindum og heilbrigð skynsemi eru á undanhaldi. Hinir hófsömu þurfa að láta sverfa til stáls. Því framþróun er ekki óhjákvæmileg. Fyrir henni þarf að berjast og henni þarf að viðhalda með kjafti og klóm.
Skoðun

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar