Stjórnvöld og atvinnulífið taka höndum saman í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2019 19:55 Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. Forsætisráðherra segir samvinnu sem þessa forsendu þess að árangur náist og með henni séu eldri kynslóðir að svara áskorunum þeirra kynslóða sem nú séu að vaxa úr grasi. Að samstarfsvettvanginum standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofa og fjöldi fyrirtækja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var að vonum ánægður með samkomulagið. „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við vinnum saman að þessu sem ég hef kallað stærstu áskorun tuttugustu og fyrstu aldarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir undirskriftina í dag marka formlegt upphaf samvinnu stjórnvalda og atvinnulífsins í loftlagsmálum sem hún hafi lengi kallað eftir. „Bæði til að miðla því sem við höfum verið að gera vel á sviði hugvits og grænna lausna en líka til að finna sameiginlegar lausnir á þeim áskorunum sem við stöndum frami fyrir,“ segir forsætisráðherra. En þótt Íslendingar hafi staðið sig vel á sumum sviðum sé losun gróðurhúsalofttegunda enn mjög mikil á Íslandi. „Það skiptir máli að atvinnulífið komi að því verkefni með okkur annars vegar hvernig við getum dregið úr losun og hins vegar hvernig við getum aukið kolefnisbindingu. Markmiðið er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Því verður ekki náð nema með samstarfi allra aðila,“ segir Katrín. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins hefur farið fyrir hópi ýmissa samtaka atvinnulífsins í undirbúningi þessa samstarfs. Hann segir skipta sköpum að stjórnvöld og atvinnulífið vinni saman. Ríkisstjórnin hafi sett loftlagsmálin rækilega á dagskrá. „Þetta var auðvitað skýr hvatning fyrir atvinnulífið. Fyrirtæki hafa verið að velta þessum hlutum fyrir sér og mörg hver náð heilmiklum árangri. En það er sannarlega mikill metnaður og vilji til að gera betur og meira í þessum málum,“ segir Sigurður. Það mun taka á að ná markmiðum í loftlagsmálum en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra segir það líka fela í sér mikil tækifæri. „Út frá menntun, hugviti, út frá nýsköpun og út frá ímynd. Þar skipta þessar atvinnugreinar svo miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún. Loftslagsmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. Forsætisráðherra segir samvinnu sem þessa forsendu þess að árangur náist og með henni séu eldri kynslóðir að svara áskorunum þeirra kynslóða sem nú séu að vaxa úr grasi. Að samstarfsvettvanginum standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofa og fjöldi fyrirtækja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var að vonum ánægður með samkomulagið. „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við vinnum saman að þessu sem ég hef kallað stærstu áskorun tuttugustu og fyrstu aldarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir undirskriftina í dag marka formlegt upphaf samvinnu stjórnvalda og atvinnulífsins í loftlagsmálum sem hún hafi lengi kallað eftir. „Bæði til að miðla því sem við höfum verið að gera vel á sviði hugvits og grænna lausna en líka til að finna sameiginlegar lausnir á þeim áskorunum sem við stöndum frami fyrir,“ segir forsætisráðherra. En þótt Íslendingar hafi staðið sig vel á sumum sviðum sé losun gróðurhúsalofttegunda enn mjög mikil á Íslandi. „Það skiptir máli að atvinnulífið komi að því verkefni með okkur annars vegar hvernig við getum dregið úr losun og hins vegar hvernig við getum aukið kolefnisbindingu. Markmiðið er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Því verður ekki náð nema með samstarfi allra aðila,“ segir Katrín. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins hefur farið fyrir hópi ýmissa samtaka atvinnulífsins í undirbúningi þessa samstarfs. Hann segir skipta sköpum að stjórnvöld og atvinnulífið vinni saman. Ríkisstjórnin hafi sett loftlagsmálin rækilega á dagskrá. „Þetta var auðvitað skýr hvatning fyrir atvinnulífið. Fyrirtæki hafa verið að velta þessum hlutum fyrir sér og mörg hver náð heilmiklum árangri. En það er sannarlega mikill metnaður og vilji til að gera betur og meira í þessum málum,“ segir Sigurður. Það mun taka á að ná markmiðum í loftlagsmálum en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra segir það líka fela í sér mikil tækifæri. „Út frá menntun, hugviti, út frá nýsköpun og út frá ímynd. Þar skipta þessar atvinnugreinar svo miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún.
Loftslagsmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira