Telur Sundhöll Keflavíkur nú tapaða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. maí 2019 06:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur, í hópi félaga. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta mál er því miður tapað,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Ragnheiður Elín kærði í ágúst í fyrra þá ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur og að byggð verði þrjú fjölbýlishús á svæðinu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú vísað kærunni frá. „Kærandi er búsettur í níu hundruð metra fjarlægð frá umræddri sundhöll sem fjarlægja á samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu. Verður henni af þeim sökum því ekki játuð kæruaðild á þeim grundvelli að grenndarhagsmunir hennar skerðist,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. „Það er fátt sem kemur á óvart,“ segir Ragnheiður Elín um niðurstöðuna. Henni finnist sláandi að í úrskurðinum sé ekki tekið tillit til almannahagsmuna. „Það er ekkert gert með almannahagsmuni. Það er athyglisvert að þetta skiptir engu í þessu ferli,“ segir hún og leggur áherslu á að í kærunni hafi sérstaklega verið vísað til menningarsögulegs gildis sundhallarinnar. „Þetta eru ekki mínir einkahagsmunir. Ég hef enga fjárhagslega hagsmuni í málinu.“ Þá segir Ragnheiður Elín ekki tekið efnislega á því sem hún og Hollvinasamtökin hafi verið að gera athugasemd við varðandi efnis- og formannmarka. „Við sögðum meðal annars í kærunni að þarna hafi sannarlega verið hagsmunatengsl þegar nákominn ættingi eiganda sundhallarinnar afgreiddi málið út úr skipulagsnefndinni. Þeir hagsmunir eru í raun varðir með þessari ákvörðun finnst mér,“ segir hún. Í kæru Ragnheiðar Elínar segir að byggt sé á því að tilvist sundhallarinnar hafi almennt og ríkt gildi fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Hún sé formaður Hollvinasamtaka Sundhallarinnar í Keflavík, sem barist hafi fyrir því að húsið fái að standa áfram. „Sé það ætlun kæranda að koma einnig fram fyrir hönd Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sé á það bent að félagið geti ekki átt aðild að kærumáli þessu án þess að eiga þá einstaklegu og lögvörðu hagsmuni sem að jafnaði séu skilyrði aðildar á þessu sviði, en ekki liggi fyrir að svo sé,“ er í úrskurðinum vitnað til málsraka Reykjanesbæjar. Ragnheiður segir í kærunni að bæjaryfirvöld hafi við meðferð málsins ítrekað farið rangt með staðreyndir við framsetningu og kynningu á þeim hluta tillögunnar sem varði sundhöllina. Ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda frá íbúum og þeim hvergi svarað. Sundhöll Keflavíkur var byggð árið 1945 og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins, og Bárði Ísleifssyni arkitekt. Sundhöllin stendur enn á sínum stað og engar framkvæmdir eru á lóðinni. Sem fyrr segir telur Ragnheiður Elín að byggingunni verði ekki bjargað úr þessu. „Eins mikið og það hryggir mig þá er það eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. En ég er ekki ánægð með það,“ segir formaður Hollvinasamtakanna sem leyfir sér þó að halda í örlítinn vonarneista fyrir Sundhöll Keflavíkur. „Ég er að vona að eitthvað annað verði henni til bjargar. Á meðan hún stendur, þá leyfir maður sér að vona.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Skipulag Sundlaugar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þetta mál er því miður tapað,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Ragnheiður Elín kærði í ágúst í fyrra þá ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur og að byggð verði þrjú fjölbýlishús á svæðinu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú vísað kærunni frá. „Kærandi er búsettur í níu hundruð metra fjarlægð frá umræddri sundhöll sem fjarlægja á samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu. Verður henni af þeim sökum því ekki játuð kæruaðild á þeim grundvelli að grenndarhagsmunir hennar skerðist,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. „Það er fátt sem kemur á óvart,“ segir Ragnheiður Elín um niðurstöðuna. Henni finnist sláandi að í úrskurðinum sé ekki tekið tillit til almannahagsmuna. „Það er ekkert gert með almannahagsmuni. Það er athyglisvert að þetta skiptir engu í þessu ferli,“ segir hún og leggur áherslu á að í kærunni hafi sérstaklega verið vísað til menningarsögulegs gildis sundhallarinnar. „Þetta eru ekki mínir einkahagsmunir. Ég hef enga fjárhagslega hagsmuni í málinu.“ Þá segir Ragnheiður Elín ekki tekið efnislega á því sem hún og Hollvinasamtökin hafi verið að gera athugasemd við varðandi efnis- og formannmarka. „Við sögðum meðal annars í kærunni að þarna hafi sannarlega verið hagsmunatengsl þegar nákominn ættingi eiganda sundhallarinnar afgreiddi málið út úr skipulagsnefndinni. Þeir hagsmunir eru í raun varðir með þessari ákvörðun finnst mér,“ segir hún. Í kæru Ragnheiðar Elínar segir að byggt sé á því að tilvist sundhallarinnar hafi almennt og ríkt gildi fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Hún sé formaður Hollvinasamtaka Sundhallarinnar í Keflavík, sem barist hafi fyrir því að húsið fái að standa áfram. „Sé það ætlun kæranda að koma einnig fram fyrir hönd Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sé á það bent að félagið geti ekki átt aðild að kærumáli þessu án þess að eiga þá einstaklegu og lögvörðu hagsmuni sem að jafnaði séu skilyrði aðildar á þessu sviði, en ekki liggi fyrir að svo sé,“ er í úrskurðinum vitnað til málsraka Reykjanesbæjar. Ragnheiður segir í kærunni að bæjaryfirvöld hafi við meðferð málsins ítrekað farið rangt með staðreyndir við framsetningu og kynningu á þeim hluta tillögunnar sem varði sundhöllina. Ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda frá íbúum og þeim hvergi svarað. Sundhöll Keflavíkur var byggð árið 1945 og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins, og Bárði Ísleifssyni arkitekt. Sundhöllin stendur enn á sínum stað og engar framkvæmdir eru á lóðinni. Sem fyrr segir telur Ragnheiður Elín að byggingunni verði ekki bjargað úr þessu. „Eins mikið og það hryggir mig þá er það eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. En ég er ekki ánægð með það,“ segir formaður Hollvinasamtakanna sem leyfir sér þó að halda í örlítinn vonarneista fyrir Sundhöll Keflavíkur. „Ég er að vona að eitthvað annað verði henni til bjargar. Á meðan hún stendur, þá leyfir maður sér að vona.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Skipulag Sundlaugar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira