Segir sveitarfélög gleyma ábyrgð sinni á almannavörnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2019 13:49 Víðir Reynisson frá lögreglunni á Suðurlandi. Sveitarfélögin eru mikilvægasti hlekkurinn og ráða miklu þegar náttúruvá og almannavarnir fara saman segir Víðir Reynisson, lögreglumaður og einn helsti sérfræðingur landsins í almannavörnum. Þeim hætti til við að gleyma ábyrgð sinni á almannavörnum. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í samstarfi við Skipulagsstofnun stóðu nýlega fyrir ráðstefnu um almannavarnir og skipulag þar sem fjallað var um náttúruvá og viðbrögð við henni. Víðir Reynisson hélt erindi fyrir hönd almannavarna á Suðurlandi enda hefur hann unnið lengi að þeim málum á svæðinu. „Það er auðvitað þannig að sveitarfélögin eru lykilaðilinn í þessum málum. Þau ráða ansi miklu í þessu. Þau taka ákvörðun í gegnum skipulagslögin og í gegnum skipulagsmálin og reglugerðirnar um notkun á þeim landgæðum sem fyrir eru,“ segir hann. Víðir segir að í lögum um almannavarnir komi fram að markmið almannavarna sé að framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerðum. Víðir segir að það þurfi að huga að mörgum þáttum þegar almannavarnir eru annars vegar. „Þegar við vorum að vinna hættumatið fyrir Kötluhlaupin og flóðin til vesturs þá til dæmis koma það í ljós að á flóðasvæðunum var gríðarlegt magn af bensínstöðvum, ofboðslegt magn af eldsneyti. Tiltölulega lítill atburður og þá erum við farin að eiga við verulegt umhverfistjón, “ segir Víðir. Í erindi sínu skaut Víðir á sveitarfélög landsins fyrir að hafa gleymt því að samhliða því að beri stærstu ábyrgðina í skipulagsmálum beri þau einnig stærstu ábyrgðina í almannavörnum. „Þetta þurfum við að ná að tengja saman og ég held að grunnurinn að þessu sé að það sé unnið hættumat fyrir mismunandi náttúruvá, sett viðmið og við í sameiningum vinnum þetta áfram,“ sagði hann. Almannavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Sveitarfélögin eru mikilvægasti hlekkurinn og ráða miklu þegar náttúruvá og almannavarnir fara saman segir Víðir Reynisson, lögreglumaður og einn helsti sérfræðingur landsins í almannavörnum. Þeim hætti til við að gleyma ábyrgð sinni á almannavörnum. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í samstarfi við Skipulagsstofnun stóðu nýlega fyrir ráðstefnu um almannavarnir og skipulag þar sem fjallað var um náttúruvá og viðbrögð við henni. Víðir Reynisson hélt erindi fyrir hönd almannavarna á Suðurlandi enda hefur hann unnið lengi að þeim málum á svæðinu. „Það er auðvitað þannig að sveitarfélögin eru lykilaðilinn í þessum málum. Þau ráða ansi miklu í þessu. Þau taka ákvörðun í gegnum skipulagslögin og í gegnum skipulagsmálin og reglugerðirnar um notkun á þeim landgæðum sem fyrir eru,“ segir hann. Víðir segir að í lögum um almannavarnir komi fram að markmið almannavarna sé að framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerðum. Víðir segir að það þurfi að huga að mörgum þáttum þegar almannavarnir eru annars vegar. „Þegar við vorum að vinna hættumatið fyrir Kötluhlaupin og flóðin til vesturs þá til dæmis koma það í ljós að á flóðasvæðunum var gríðarlegt magn af bensínstöðvum, ofboðslegt magn af eldsneyti. Tiltölulega lítill atburður og þá erum við farin að eiga við verulegt umhverfistjón, “ segir Víðir. Í erindi sínu skaut Víðir á sveitarfélög landsins fyrir að hafa gleymt því að samhliða því að beri stærstu ábyrgðina í skipulagsmálum beri þau einnig stærstu ábyrgðina í almannavörnum. „Þetta þurfum við að ná að tengja saman og ég held að grunnurinn að þessu sé að það sé unnið hættumat fyrir mismunandi náttúruvá, sett viðmið og við í sameiningum vinnum þetta áfram,“ sagði hann.
Almannavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira