Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2019 16:46 Demókratar vilja aðgang að fjárhagsupplýsingum um Trump til að varpa ljósi á hvort hann eigi í hagsmunaárekstrum vegna viðskiptaumsvifa hans. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti, þrjú börn hans og fyrirtæki hafa kært úrskurð alríkisdómara um að Deutsche Bank og Capital One sé skylt að afhenda Bandaríkjaþingi fjárhagsupplýsingar um þau sem þingnefnd hefur krafist. Alríkisdómari hafnaði á miðvikudag kröfu Trump-fjölskyldunnar og fyrirtækisins um að fjármálastofnununum yrði bannað að verða við stefnum sem tvær þingnefndir sem demókratar fara með meirihluta í gáfu út í apríl.Reuters-fréttastofan segir að Trump hafi nú kært úrskurðinn. Hann hefur barist með ráðum og dáð gegn því að Bandaríkjaþing fái aðgang að upplýsingum um fjármál hans. Forsetinn hefur einnig staðfastlega neitað að gera skattskýrslur sínar opinber, þvert á áratugalanga hefð. Deutsche Bank er stærsti lánveitandi Trump og er hann talinn skulda bankanum að minnsta kosti 130 milljónir dollara. Bankinn hefur verið eina stóra fjármálastofnunin sem hefur verið tilbúin að fjármagna umsvif Trump undanfarna áratugi eftir röð gjaldþrota og misheppnaðra verkefna. Stefnan sem send var Capital One tengist gögnum um fjölda lögaðila sem tengjast hótelrekstri Trump-fyrirtækisins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti, þrjú börn hans og fyrirtæki hafa kært úrskurð alríkisdómara um að Deutsche Bank og Capital One sé skylt að afhenda Bandaríkjaþingi fjárhagsupplýsingar um þau sem þingnefnd hefur krafist. Alríkisdómari hafnaði á miðvikudag kröfu Trump-fjölskyldunnar og fyrirtækisins um að fjármálastofnununum yrði bannað að verða við stefnum sem tvær þingnefndir sem demókratar fara með meirihluta í gáfu út í apríl.Reuters-fréttastofan segir að Trump hafi nú kært úrskurðinn. Hann hefur barist með ráðum og dáð gegn því að Bandaríkjaþing fái aðgang að upplýsingum um fjármál hans. Forsetinn hefur einnig staðfastlega neitað að gera skattskýrslur sínar opinber, þvert á áratugalanga hefð. Deutsche Bank er stærsti lánveitandi Trump og er hann talinn skulda bankanum að minnsta kosti 130 milljónir dollara. Bankinn hefur verið eina stóra fjármálastofnunin sem hefur verið tilbúin að fjármagna umsvif Trump undanfarna áratugi eftir röð gjaldþrota og misheppnaðra verkefna. Stefnan sem send var Capital One tengist gögnum um fjölda lögaðila sem tengjast hótelrekstri Trump-fyrirtækisins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03
Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila