Mamma, ertu að dópa mig? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2019 15:12 Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. Alltaf fleiri og fleiri segjast vera með ADHD án þess að skammast sín og halda að það sé eitthvað sem komi til með að eyðileggja líf þeirra. Í dag verða foreldrar og börn fegin þegar greining liggur fyrir og komin skýring á afhverju hlutirnir virka ekki eins hjá þeim og öðrum. Foreldrarnir eru ekki lélegir uppalendur, krakkarnir ekki siðblind eða óþokkar og fullorðið fólk fær loksins skýringar á erfiðleikum sem hafa truflað þau svo lengi sem þau muna.Loksins skilningur Árið 2019 er sem sagt kominn almennur skilningur á ADHD, skólakerfið þekkir einkennin og reynir statt og stöðugt að koma til móts við nemendur, ekki bara með ADHD heldur margar aðrar raskanir. Því er sorglegt að nokkuð reglulega þurfa þeir sem eru með ADHD að lesa um að við séum að setja met í notkun örvandi lyfja og framsetningin að mínu mati illa ígrunduð, oft á tíðum með sláandi fyrirsögn sem virkar neikvæð og setur þá sem ekki misnota lyfin í varnarstöðu. Foreldrar fá jafnvel á tilfinningu að þeir séu að dópa börnin sín og eldri einstaklingar velta fyrir sér hvort þau séu að dópa sjálf. Þar með elur þetta því miður líka stundum á skömm. Skömm sem við höfum hægt og bítandi reynt að koma burt.Umræða um lyf á villigötum Að vera með ADHD er ekki tabú lengur og við þurfum að passa uppá að lyfjagjöf við ADHD sé ekki tabú. Ttil þess þurfum við líka jákvæðar fyrirsagnir og jákvæðar sögur af þeim sem taka lyfin sín rétt, eru fyrir vikið sterkari, pluma sig og svo framvegis. „Mamma er ég á örvandi lyfjum?“ … „eru þau eiturlyf?“... „það er mjög vont að við tökum lyfin það stóð í blaðinu“ … og áfram gæti ég lengi haldið með setningar sem foreldrar og börn hafa sagt við mig eftir að slíkar greinar birtast.Lyf við ADHD eru lífsbjörg Það er frábært að við séum vakandi fyrir misnotkun en það er ekki frábært að alltof margir af þeim sem þurfa þessi lyf og eru á engan hátt að misnota þau skuli finna fyrir skömm, verða óákveðin eða jafnvel hætta notkun þessara lyfja vegna þess að við einblínum of mikið á það neikvæða þegar við ræðum um ADHD og lyf. Mín tillaga er að næstu fyrirsagnir væru t.d.: „Líf mitt gjörbreyttist þegar ég fékk lyfin.“ „þegar ég tek lyfin er ekki lengur partí í heilanum á mér“ „Ég hefði sko farið í fýlu núna en af því ég tek lyfin þá veit ég að þú ert að hjálpa mér“ „Mamma þú ert núna alltaf eins góð og þegar ég er veikur“Eineltinu linni Trúið mér, það er sko hægt að bæta lengi við og kominn tími til að fjölmiðlar og starfsmenn Embættis landlæknis muni eftir jákvæðu þáttum og afleiðingum þessara lyfja. Geri sér í leiðinni vonandi grein fyrir að margir, hvort heldur með ADHD eða ekki, lesa fyrirsögnina og jafnvel ekkert meira. Það er kominn timi til að eineltinu linni.Höfundur er kennari og móðir með ADHD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. Alltaf fleiri og fleiri segjast vera með ADHD án þess að skammast sín og halda að það sé eitthvað sem komi til með að eyðileggja líf þeirra. Í dag verða foreldrar og börn fegin þegar greining liggur fyrir og komin skýring á afhverju hlutirnir virka ekki eins hjá þeim og öðrum. Foreldrarnir eru ekki lélegir uppalendur, krakkarnir ekki siðblind eða óþokkar og fullorðið fólk fær loksins skýringar á erfiðleikum sem hafa truflað þau svo lengi sem þau muna.Loksins skilningur Árið 2019 er sem sagt kominn almennur skilningur á ADHD, skólakerfið þekkir einkennin og reynir statt og stöðugt að koma til móts við nemendur, ekki bara með ADHD heldur margar aðrar raskanir. Því er sorglegt að nokkuð reglulega þurfa þeir sem eru með ADHD að lesa um að við séum að setja met í notkun örvandi lyfja og framsetningin að mínu mati illa ígrunduð, oft á tíðum með sláandi fyrirsögn sem virkar neikvæð og setur þá sem ekki misnota lyfin í varnarstöðu. Foreldrar fá jafnvel á tilfinningu að þeir séu að dópa börnin sín og eldri einstaklingar velta fyrir sér hvort þau séu að dópa sjálf. Þar með elur þetta því miður líka stundum á skömm. Skömm sem við höfum hægt og bítandi reynt að koma burt.Umræða um lyf á villigötum Að vera með ADHD er ekki tabú lengur og við þurfum að passa uppá að lyfjagjöf við ADHD sé ekki tabú. Ttil þess þurfum við líka jákvæðar fyrirsagnir og jákvæðar sögur af þeim sem taka lyfin sín rétt, eru fyrir vikið sterkari, pluma sig og svo framvegis. „Mamma er ég á örvandi lyfjum?“ … „eru þau eiturlyf?“... „það er mjög vont að við tökum lyfin það stóð í blaðinu“ … og áfram gæti ég lengi haldið með setningar sem foreldrar og börn hafa sagt við mig eftir að slíkar greinar birtast.Lyf við ADHD eru lífsbjörg Það er frábært að við séum vakandi fyrir misnotkun en það er ekki frábært að alltof margir af þeim sem þurfa þessi lyf og eru á engan hátt að misnota þau skuli finna fyrir skömm, verða óákveðin eða jafnvel hætta notkun þessara lyfja vegna þess að við einblínum of mikið á það neikvæða þegar við ræðum um ADHD og lyf. Mín tillaga er að næstu fyrirsagnir væru t.d.: „Líf mitt gjörbreyttist þegar ég fékk lyfin.“ „þegar ég tek lyfin er ekki lengur partí í heilanum á mér“ „Ég hefði sko farið í fýlu núna en af því ég tek lyfin þá veit ég að þú ert að hjálpa mér“ „Mamma þú ert núna alltaf eins góð og þegar ég er veikur“Eineltinu linni Trúið mér, það er sko hægt að bæta lengi við og kominn tími til að fjölmiðlar og starfsmenn Embættis landlæknis muni eftir jákvæðu þáttum og afleiðingum þessara lyfja. Geri sér í leiðinni vonandi grein fyrir að margir, hvort heldur með ADHD eða ekki, lesa fyrirsögnina og jafnvel ekkert meira. Það er kominn timi til að eineltinu linni.Höfundur er kennari og móðir með ADHD.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun