Lingard og Rashford reyndu að endurgera frægasta mark Solskjær fyrir United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 09:00 Ole Gunnar Solskjær með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Alex Livesey Marcus Rashford og Jesse Lingard eru tvær að skærustu stjörnum ManchesterUnited í dag, tveir enskir landsliðsmenn sem hafa stimplað sig inn í aðallið félagsins eftir að hafa komist upp í gegnum unglingastarfið. Þeir voru ekki gamlir þegar knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær upplifði sína stærstu stund sem leikmaður ManchesterUnited.ManchesterUnited kláraði þrennuna 26. maí 1999 með 2-1 sigri á BayernMünchen í úrslitaleiknum sem var spilaður í Barcelona á Spáni.Jesse Lingard var þá bara sex ára gamall og Marcus Rashford aðeins eins og hálfs árs. Lingard er fæddur í desember 1992 en Rashford í október 1997. Jesse Lingard kom til ManchesterUnited átta ára gamall (2000) alveg eins og Marcus Rashford fimm árum síðar. Sigurmark ManchesterUnited í leiknum á móti Bayern vorið 1999 skoraði Ole Gunnar Solskjær á þriðju mínútu í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir AndyCole á 81. mínútu. Annar varamaður, TeddySheringham, hafði jafnaði metin á fyrstu mínútu í uppbótatíma og það var líka TeddySheringham sem skallaði boltann á Solkjær í sigurmarkinu. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur frá David Beckham. Á sunnudaginn verða liðin tuttugu ár frá því að ManchesterUnited vann þennan dramatíska sigur og náði um leið þrennunni, varð enskur meistari, enskur bikarmeistarmeistari og Evrópumeistari meistaraliða. Í tilefni af þessum tímamótum reyndu þeir Marcus Rashford og Jesse Lingard að endurgera þetta frægast mark Ole Gunnar Solskjær fyrir ManchesterUnited og það má sjá útkomuna hér fyrir neðan."Sheringham... SOLSKJAER!!!!!" Jesse Lingard and Marcus Rashford attempt to recreate one of the most iconic goals in Man Utd history pic.twitter.com/OMUnxxBOEQ — Football on BT Sport (@btsportfootball) May 23, 2019Sigurmarkið í úrslitaleiknum 1999.Getty/Alain GadoffreOle Gunnar Solskjær fagnar markinu sínu.Getty/Ben RadfordGetty/Ben Radford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Marcus Rashford og Jesse Lingard eru tvær að skærustu stjörnum ManchesterUnited í dag, tveir enskir landsliðsmenn sem hafa stimplað sig inn í aðallið félagsins eftir að hafa komist upp í gegnum unglingastarfið. Þeir voru ekki gamlir þegar knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær upplifði sína stærstu stund sem leikmaður ManchesterUnited.ManchesterUnited kláraði þrennuna 26. maí 1999 með 2-1 sigri á BayernMünchen í úrslitaleiknum sem var spilaður í Barcelona á Spáni.Jesse Lingard var þá bara sex ára gamall og Marcus Rashford aðeins eins og hálfs árs. Lingard er fæddur í desember 1992 en Rashford í október 1997. Jesse Lingard kom til ManchesterUnited átta ára gamall (2000) alveg eins og Marcus Rashford fimm árum síðar. Sigurmark ManchesterUnited í leiknum á móti Bayern vorið 1999 skoraði Ole Gunnar Solskjær á þriðju mínútu í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir AndyCole á 81. mínútu. Annar varamaður, TeddySheringham, hafði jafnaði metin á fyrstu mínútu í uppbótatíma og það var líka TeddySheringham sem skallaði boltann á Solkjær í sigurmarkinu. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur frá David Beckham. Á sunnudaginn verða liðin tuttugu ár frá því að ManchesterUnited vann þennan dramatíska sigur og náði um leið þrennunni, varð enskur meistari, enskur bikarmeistarmeistari og Evrópumeistari meistaraliða. Í tilefni af þessum tímamótum reyndu þeir Marcus Rashford og Jesse Lingard að endurgera þetta frægast mark Ole Gunnar Solskjær fyrir ManchesterUnited og það má sjá útkomuna hér fyrir neðan."Sheringham... SOLSKJAER!!!!!" Jesse Lingard and Marcus Rashford attempt to recreate one of the most iconic goals in Man Utd history pic.twitter.com/OMUnxxBOEQ — Football on BT Sport (@btsportfootball) May 23, 2019Sigurmarkið í úrslitaleiknum 1999.Getty/Alain GadoffreOle Gunnar Solskjær fagnar markinu sínu.Getty/Ben RadfordGetty/Ben Radford
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira