Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2019 19:30 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ungur maður, sem hinn dæmdi þóttist vera til að nálgast konuna, ítrekað áreittur vegna málsins en vissi ekki hverju það sætti fyrr en löngu eftir að brotin voru framin. Hinn dæmdi var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Maðurinn, sem hafði kynnst konunni í framhaldsskóla, stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður sem konan kannaðist við. Þar áttu sér stað samskipti í tuttugu mánuði en alltaf hélt konan að hún væri að tala við hinn unga manninn. Í gegnum falskan Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum og taka þau upp og senda sér. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann henni í gíslingu.Með alvarlegri málum Þá leitaði konan til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í maí árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu unga mannsins. Frá Bjarkarhlíð fór málið til lögreglu þar sem kom í ljós að sá sem konan taldi sig hafa verið í samskiptum við allan tímann og hitt á hótelinu reyndist vera annar maður, hinn dæmdi. Héraðsdómur Reykjaness dæmi manninn í fjögurra ára fangelsi í gær, auk þess sem hann var dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur og rúmlega 7 milljónir í sakarkostnað. Dómurinn var skýr um að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg. „Þetta er með alvarlegri málum sem við sjáum,“ segir Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Alvarleikinn felist í blekkingunni. „Og síðan þessi mikli sálfræðihernaður sem fer fram í gegn um samfélagsmiðlininn,“ segir Ragna Björg. Hafði gríðarleg áhrif á unga manninn Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem var allan tímann ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið, málið fyrir sitt leiti til lögreglu. Málið hafði gríðarleg áhrif á unga manninn enda grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Ungi maðurinn var til dæmis ítrekað áreittur af ýmsum aðilum án þess að vita ástæðuna fyrir því. Hann var beittur ofbeldi og kallaður nauðgari en áttaði sig ekki á því af hverju hann sætti slíku áreiti fyrr en löngu eftir að brotin voru framin. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Samfélagsmiðlar geti verið stórhættulegir Ragna Björg segir að með vaxandi tækni hafi umfang stafræns kynferðisofbeldis aukist. Hún hafi þó ekki séð samfélagsmiðla notaða með þessum hætti áður.„Að bæði vera upphaf af samskiptunum og síðan notað til þess að ná fram valdi yfir einstaklingum og að vera þessi mikli skaðvaldur,“ segir Ragna Björg. Hún hvetur foreldra til að taka samtalið við börnin sín. „Eins vinsælt og þetta tæki er þá er það bara stórhættulegt,“ segir Ragna Björg. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ungur maður, sem hinn dæmdi þóttist vera til að nálgast konuna, ítrekað áreittur vegna málsins en vissi ekki hverju það sætti fyrr en löngu eftir að brotin voru framin. Hinn dæmdi var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Maðurinn, sem hafði kynnst konunni í framhaldsskóla, stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður sem konan kannaðist við. Þar áttu sér stað samskipti í tuttugu mánuði en alltaf hélt konan að hún væri að tala við hinn unga manninn. Í gegnum falskan Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum og taka þau upp og senda sér. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann henni í gíslingu.Með alvarlegri málum Þá leitaði konan til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í maí árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu unga mannsins. Frá Bjarkarhlíð fór málið til lögreglu þar sem kom í ljós að sá sem konan taldi sig hafa verið í samskiptum við allan tímann og hitt á hótelinu reyndist vera annar maður, hinn dæmdi. Héraðsdómur Reykjaness dæmi manninn í fjögurra ára fangelsi í gær, auk þess sem hann var dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur og rúmlega 7 milljónir í sakarkostnað. Dómurinn var skýr um að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg. „Þetta er með alvarlegri málum sem við sjáum,“ segir Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Alvarleikinn felist í blekkingunni. „Og síðan þessi mikli sálfræðihernaður sem fer fram í gegn um samfélagsmiðlininn,“ segir Ragna Björg. Hafði gríðarleg áhrif á unga manninn Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem var allan tímann ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið, málið fyrir sitt leiti til lögreglu. Málið hafði gríðarleg áhrif á unga manninn enda grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Ungi maðurinn var til dæmis ítrekað áreittur af ýmsum aðilum án þess að vita ástæðuna fyrir því. Hann var beittur ofbeldi og kallaður nauðgari en áttaði sig ekki á því af hverju hann sætti slíku áreiti fyrr en löngu eftir að brotin voru framin. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Samfélagsmiðlar geti verið stórhættulegir Ragna Björg segir að með vaxandi tækni hafi umfang stafræns kynferðisofbeldis aukist. Hún hafi þó ekki séð samfélagsmiðla notaða með þessum hætti áður.„Að bæði vera upphaf af samskiptunum og síðan notað til þess að ná fram valdi yfir einstaklingum og að vera þessi mikli skaðvaldur,“ segir Ragna Björg. Hún hvetur foreldra til að taka samtalið við börnin sín. „Eins vinsælt og þetta tæki er þá er það bara stórhættulegt,“ segir Ragna Björg.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent