Gengið á Úlfarsfell til styrktar nepölskum stúlkum: „Hvetjum fólk til að sigrast á sínu eigin Everest“ Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2019 08:30 Leiðin upp á topp Úlfarsfells verður mörkuð nepölskum bænaflöggum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við verðum með fjáröflunardag fyrir samtökin Empower Nepali Girls þar sem við ætlum að hvetja fólk til að sigrast á sínu eigin Everest.“ Þetta segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, formaður Íslandsdeildar samtakanna, en búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í allan dag. „Við hvetjum fólk til að finna þægindarammann sinn og fara svo aðeins út fyrir hann. Fara kannski einni ferð meira en það heldur að það ráði við. Með þessu ætlum við að safna peningum fyrir þessi samtök sem að styrkja nepalskar stelpur til náms,“ segir Guðrún Harpa. Þetta er í þriðja skipti sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldinn, en Íslandsdeild Empower Nepali Girls var stofnuð í mars 2017.Vilborg Arna stýrði krakkagöngunni á Úlfarsfell á síðasta ári. Í ár verður það Haraldur Örn pól- og Everestfari.Fréttablaðið/Sigtryggur AriHaraldur Örn stýrir krakkagöngu á Everest Guðrún Harpa áætlar að á þessum tíma hafi Íslandsdeildinni tekist að safna átta til níu milljónum króna í heildina. „Það borgar skólagönguna fyrir ótrúlega margar stelpur. Okkar íslensku krónur, þær margfaldast þegar þær eru komnar út til Nepal. Ég myndi halda að fyrir þessa upphæð hafi tekist að greiða fyrir grunnskólaskólagöngu um 450 stelpna í heilt ár.“ Spáð er góðu veðri og lofar Guðrún Harpa „geggjuðum degi“ á fjallinu. Þar mun Haraldur Örn pól- og Everest-fari stýra krakkagöngu sem lagt verður í klukkan tólf á hádegi. „Þá fer hann af stað í leiðangur með börnin á Everest. Allir krakkar sem mæta fá medalíu þegar þeir koma aftur niður. Hann ætlar bæði að koma krökkunum upp og svo niður aftur. Það vita það allir sem stunda fjallamennsku að það er valkvætt að fara upp, en það er skylda að koma niður. Það er lykilatriði í fjallamennsku. Það verða grunnbúðir við rætur fjallsins þar sem verða tjöld og veitingar og medalíur sem bíða krakkanna sem fara upp á sitt eigið Everest,“ segir Guðrún Harpa, en grunnbúðirnar eru staðsettar við rætur fjallsins við Skyggnisbraut.Þessi sigruðust öll á sínu eigin Everest.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÍ allan dag Guðrún Harpa segir að fjölmargir hafi nú þegar skráð sig á viðburðinn, en að ekki þurfi þó að skrá sig sérstaklega. „Við höfum verið með sérstakt fjölskyldugjald óháð því hvað eru margir krakkar. Posi verður á staðnum þar sem einnig verður tekið við frjálsum framlögum,“ segir Guðrún Harpa og bætir við að viðburðurinn muni standa frá klukkan níu að morgni og til umklukkan 21 í kvöld. Everest Heilsa Nepal Reykjavík Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Við verðum með fjáröflunardag fyrir samtökin Empower Nepali Girls þar sem við ætlum að hvetja fólk til að sigrast á sínu eigin Everest.“ Þetta segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, formaður Íslandsdeildar samtakanna, en búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í allan dag. „Við hvetjum fólk til að finna þægindarammann sinn og fara svo aðeins út fyrir hann. Fara kannski einni ferð meira en það heldur að það ráði við. Með þessu ætlum við að safna peningum fyrir þessi samtök sem að styrkja nepalskar stelpur til náms,“ segir Guðrún Harpa. Þetta er í þriðja skipti sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldinn, en Íslandsdeild Empower Nepali Girls var stofnuð í mars 2017.Vilborg Arna stýrði krakkagöngunni á Úlfarsfell á síðasta ári. Í ár verður það Haraldur Örn pól- og Everestfari.Fréttablaðið/Sigtryggur AriHaraldur Örn stýrir krakkagöngu á Everest Guðrún Harpa áætlar að á þessum tíma hafi Íslandsdeildinni tekist að safna átta til níu milljónum króna í heildina. „Það borgar skólagönguna fyrir ótrúlega margar stelpur. Okkar íslensku krónur, þær margfaldast þegar þær eru komnar út til Nepal. Ég myndi halda að fyrir þessa upphæð hafi tekist að greiða fyrir grunnskólaskólagöngu um 450 stelpna í heilt ár.“ Spáð er góðu veðri og lofar Guðrún Harpa „geggjuðum degi“ á fjallinu. Þar mun Haraldur Örn pól- og Everest-fari stýra krakkagöngu sem lagt verður í klukkan tólf á hádegi. „Þá fer hann af stað í leiðangur með börnin á Everest. Allir krakkar sem mæta fá medalíu þegar þeir koma aftur niður. Hann ætlar bæði að koma krökkunum upp og svo niður aftur. Það vita það allir sem stunda fjallamennsku að það er valkvætt að fara upp, en það er skylda að koma niður. Það er lykilatriði í fjallamennsku. Það verða grunnbúðir við rætur fjallsins þar sem verða tjöld og veitingar og medalíur sem bíða krakkanna sem fara upp á sitt eigið Everest,“ segir Guðrún Harpa, en grunnbúðirnar eru staðsettar við rætur fjallsins við Skyggnisbraut.Þessi sigruðust öll á sínu eigin Everest.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÍ allan dag Guðrún Harpa segir að fjölmargir hafi nú þegar skráð sig á viðburðinn, en að ekki þurfi þó að skrá sig sérstaklega. „Við höfum verið með sérstakt fjölskyldugjald óháð því hvað eru margir krakkar. Posi verður á staðnum þar sem einnig verður tekið við frjálsum framlögum,“ segir Guðrún Harpa og bætir við að viðburðurinn muni standa frá klukkan níu að morgni og til umklukkan 21 í kvöld.
Everest Heilsa Nepal Reykjavík Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47
Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15