Erlent

Erdogan var svara­maður fót­bolta­mannsins Özil

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Racep Tayyip Erdogan (2.t.v.), forseti Tyrklands, ásamt konu sinni Emine Erdogan (t.v.) í hjónavígslu Mesut Özil (f.m.) og Amine Gulse (2.t.h.), auk Ali Yerlikaya (t.h.) ríkisstjóra Istanbúl.
Racep Tayyip Erdogan (2.t.v.), forseti Tyrklands, ásamt konu sinni Emine Erdogan (t.v.) í hjónavígslu Mesut Özil (f.m.) og Amine Gulse (2.t.h.), auk Ali Yerlikaya (t.h.) ríkisstjóra Istanbúl. getty/Murat Cetinmuhurdar
Racep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var svaramaður þýska fótboltamannsins Mesut Özil í hjónavígslu hans og Amine Gulse  í Istanbúl. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Özil hefur áður verið gagnrýndur þegar hann stillti sér upp fyrir myndir með Erdogan í fyrra.

Gulse er leikkona, fyrirsæta og var krýnd Ungfrú Tyrkland árið 2014. Özil er sóknarsinnaður miðjumaður hjá enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Hjónavígsla þeirra fór fram á lúxushóteli við bakka Bosporus-sunds en Erdogan var svaramaður Özil og ávarpaði brúðhjónin eftir athöfnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×