Sneru dómi vegna deilna Smáralindar og Norðurturnsins um bílastæði Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 16:44 Norðurturninn hafði að lokum betur gegn Smáralind og Kópavogsbæ í þessu máli. Vísir/Hanna Landsréttur hefur snúið héraðsdómi í máli þar sem eigendur Norðurturnsins deildu við eigendur Smáralindar og Kópavogsbæ um samnýtingu bílastæða, fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt við byggingarnar í Kópavogi. Héraðsdómur Reykjaness hafði vísað kröfum eigenda Norðurturnsins frá dómi og dæmt þá til að greiða eigendum Smáralindar og Kópavogsbæ, hvorum um sig, þrjár milljónir króna í málskostnað. Eigendur Norðurturnsins höfðu krafist viðurkenningar á því að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5, frá árinu 2008, hvíldu kvaðir á lóðunum um samnýtingu bílastæða, samnýtingu fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt og að sú kvöð veitti eigendum Norðurturnsins, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1, þar sem verslunarmiðstöðin Smáralind stendur. Í dómi Landsréttar kom fram að sala á hluta lóðar forvera Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. árið 2007, að Hagasmára 1, hefði verið háð þeirri forsendu að Kópavogsbær samþykkti að lóðin yrði skilin frá lóðinni að Hagasmára 1 og að hún yrði skráð sem sérstök eign. Það hefði Kópavogsbær gert með útgáfu áðurgreinds stofnskjals frá árinu 2008. Var stofnskjalinu þinglýst á Hagasmára 1, eign Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., og þar tilgreint að nára tiltekið mæliblað væri hluti stofnskjalsins. Á mæliblaðinu kæmu fram þær kvaðir sem dómkrafa eigenda Norðurturnsins lyti að. Mat Landsréttar var því að það hefði verið hluti hins breytta stofnskjals, vegna lóðanna að Hagasmára 1, 3 og 5, að umþrættar kvaðir hvíldu á lóðunum Hagasmára 1 og 3. Þá bæru þinglýsingarbætur þetta með sér. Jafnframt hefði Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. ekki getað verið grandlaust um þessar kvaðir. Að auki kæmu fram samningsatriði í lóðarleigusamningi um lóðina Hagasmára 3 sem bentu til þess að ætlun þeirra hefði verið að kvöðin um samnýtingu bílastæða væri gagnkvæm. Voru endanlegar dómkröfur eigenda Norðurturnsins því teknar til greina og Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. og Kópavogsbær dæmd til að greiða Norðurturninum ehf. óskipt samtals fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og Landsrétti. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Landsréttur hefur snúið héraðsdómi í máli þar sem eigendur Norðurturnsins deildu við eigendur Smáralindar og Kópavogsbæ um samnýtingu bílastæða, fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt við byggingarnar í Kópavogi. Héraðsdómur Reykjaness hafði vísað kröfum eigenda Norðurturnsins frá dómi og dæmt þá til að greiða eigendum Smáralindar og Kópavogsbæ, hvorum um sig, þrjár milljónir króna í málskostnað. Eigendur Norðurturnsins höfðu krafist viðurkenningar á því að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5, frá árinu 2008, hvíldu kvaðir á lóðunum um samnýtingu bílastæða, samnýtingu fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt og að sú kvöð veitti eigendum Norðurturnsins, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1, þar sem verslunarmiðstöðin Smáralind stendur. Í dómi Landsréttar kom fram að sala á hluta lóðar forvera Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. árið 2007, að Hagasmára 1, hefði verið háð þeirri forsendu að Kópavogsbær samþykkti að lóðin yrði skilin frá lóðinni að Hagasmára 1 og að hún yrði skráð sem sérstök eign. Það hefði Kópavogsbær gert með útgáfu áðurgreinds stofnskjals frá árinu 2008. Var stofnskjalinu þinglýst á Hagasmára 1, eign Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., og þar tilgreint að nára tiltekið mæliblað væri hluti stofnskjalsins. Á mæliblaðinu kæmu fram þær kvaðir sem dómkrafa eigenda Norðurturnsins lyti að. Mat Landsréttar var því að það hefði verið hluti hins breytta stofnskjals, vegna lóðanna að Hagasmára 1, 3 og 5, að umþrættar kvaðir hvíldu á lóðunum Hagasmára 1 og 3. Þá bæru þinglýsingarbætur þetta með sér. Jafnframt hefði Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. ekki getað verið grandlaust um þessar kvaðir. Að auki kæmu fram samningsatriði í lóðarleigusamningi um lóðina Hagasmára 3 sem bentu til þess að ætlun þeirra hefði verið að kvöðin um samnýtingu bílastæða væri gagnkvæm. Voru endanlegar dómkröfur eigenda Norðurturnsins því teknar til greina og Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. og Kópavogsbær dæmd til að greiða Norðurturninum ehf. óskipt samtals fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og Landsrétti.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira