Fyrsta viðskiptasamráð Bandaríkjanna og Íslands verður stofnað í dag. Þetta segir í grein Jill Esposito, starfandi sendiherra Bandaríkjanna, í Fréttablaðinu í dag.
Tilkynnt var um samráðsvettvanginn er Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í febrúar og fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Hann segir samkomulagið afar þýðingarmikið.
„Að því koma ekki aðeins embættismenn heldur líka fulltrúar atvinnulífsins og það tel ég mikilvægt. Ég er sannfærður um að skrefin sem þarna verða tekin varði veginn að betri kjörum bæði fyrir íslenska útflytjendur og íslenska neytendur,“ segir ráðherra um málið.
Guðlaugur bætir því við að Bandaríkin séu mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Ávinningur af bættum viðskiptakjörum liggi í augum uppi. Esposito segir í grein sinni að vettvangurinn skipti máli vegna þess að „[v]ið njótum þess öll að hafa aðgang að sterkum, stöðugum mörkuðum fyrir vörur okkar og þjónustu. Þetta á sérstaklega við um markaði sem byggjast á frjálsum, sanngjörnum og gagnkvæmum viðskiptum.“
Að auki nefnir hún sérstaklega að eitt markmiða samráðsins sé „að deila þekkingu og hugmyndum um efnahagslega valdeflingu kvenna“.
Sannfærður um bætt kjör neytenda
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið

Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps
Viðskipti erlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent



„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent
