Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Aðalheiður Ámundadóttir og Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. júní 2019 06:15 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. „Það er nauðsynlegt að fram fari óháð fagleg úttekt á aðdraganda falls WOW air, ekki síst vegna þess hversu lengi stjórnvöld virðast hafa verið meðvituð um alvarlegan vanda félagsins,“ segir Helga Vala. Fyrir fimm vikum bað Fréttablaðið Isavia, Samgöngustofu, samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið um afrit af öllum samskiptum varðandi greiðslu WOW air á gjöldum til Isavia. „Samgöngustofa hefur ekki aðkomu að viðskiptum einstakra leyfishafa við aðra aðila og býr því ekki yfir umræddum upplýsingum eða gögnum,“ segir Samgöngustofa. Samgönguráðuneytið segir að það hafi ekki eftirlit með skuldastöðu flugrekenda við einstaka kröfuhafa, þar með talið Isavia. Slíkt eftirlit sé í höndum Samgöngustofu. „Þar af leiðandi eru ekki til nein gögn eða upplýsingar um skuldastöðu Wow við Isavia meðan félagið var í rekstri eða greiðslur félagsins til Isavia,“ segir í svari samgönguráðuneytisins sem tekur fram að það starfi sem æðra stjórnvald gagnvart undirstofnunum eins og Samgöngustofu. „Og kunna stjórnvaldsákvarðanir undirstofnana því að koma til skoðunar ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar.“ Fjármálaráðuneytið og Isavia hafa ekki enn svarað beiðni Fréttablaðsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. „Það er nauðsynlegt að fram fari óháð fagleg úttekt á aðdraganda falls WOW air, ekki síst vegna þess hversu lengi stjórnvöld virðast hafa verið meðvituð um alvarlegan vanda félagsins,“ segir Helga Vala. Fyrir fimm vikum bað Fréttablaðið Isavia, Samgöngustofu, samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið um afrit af öllum samskiptum varðandi greiðslu WOW air á gjöldum til Isavia. „Samgöngustofa hefur ekki aðkomu að viðskiptum einstakra leyfishafa við aðra aðila og býr því ekki yfir umræddum upplýsingum eða gögnum,“ segir Samgöngustofa. Samgönguráðuneytið segir að það hafi ekki eftirlit með skuldastöðu flugrekenda við einstaka kröfuhafa, þar með talið Isavia. Slíkt eftirlit sé í höndum Samgöngustofu. „Þar af leiðandi eru ekki til nein gögn eða upplýsingar um skuldastöðu Wow við Isavia meðan félagið var í rekstri eða greiðslur félagsins til Isavia,“ segir í svari samgönguráðuneytisins sem tekur fram að það starfi sem æðra stjórnvald gagnvart undirstofnunum eins og Samgöngustofu. „Og kunna stjórnvaldsákvarðanir undirstofnana því að koma til skoðunar ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar.“ Fjármálaráðuneytið og Isavia hafa ekki enn svarað beiðni Fréttablaðsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira