Segir Vigfús hafa hótað að kveikja í húsinu Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 11:24 Mikill fjöldi slökkviliðsmanna barðist við eldinn á Kirkjuvegi þann 31. október. Vísir/Egill Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoða sem varð fólki að bana í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í október í fyrra, segir Vigfús Ólafsson hafa hótað að kveikja í húsinu. Vigfús er ákærður fyrir manndráp með því að hafa orðið valdur að dauða fólksins með íkveikju. Vigfús bjó í húsi föður síns en fólkið sem lést var á efri hæð hússins. Elva tjáði sig við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún lýsti miklum geðrænum vandamálum sem hún glímdi við og mikilli neyslu í húsinu við Kirkjuveg. Minntist hún þess að aðdragandi að íkveikju Vigfúsar hefði verið rifrildi milli hennar, Vigfúsar og konunnar sem lést. Elva, sem var töluvert skýrari í frásögn en Vigfús í dómsal í morgun, lýsti því hvernig hún hefði slökkt í eld sem kviknað hefði í pítsukassa í húsinu og notað til þess bjór. Atburðarásin sé þó í mikilli móðu og allt í einu var kominn heilmikill eldur. Stofan hafi verið full af reyk og gangurinn sömuleiðis. Fólkið sem lést hafi verið á efri hæð og þangað hafi Vigfús reynt að fara en ekki þolað reykinn. Hann hefði verið vel meðvitaður um að fólkið væri á efri hæðinni.Minnið í móðu Hún hefði sjálf reynt að fara upp á efri hæðina en Guðmundur hefði rekið hana niður, sagt að hann væri að leggja sig. Hún hefði ekki hringt í Neyðarlínuna. Hún sagði minnið í mikilli móðu varðandi þennan dag enda hefði neysla hennar í gegnum árin verið mjög mikil. Elva sagði að þau hefðu aðeins drukkið bjór þennan dag. Hún hefði ásamt hinni látnu reynt að verða sér úti um önnur fíkniefni en það ekki gengið upp. Þá viðurkenndi Elva að hafa áður reynt að kveikja í húsinu. Lýsti hún að um skrípaleik hefði verið að ræða en þá hefðu þau kveikt í sófaborðinu. Í það skiptið hefðu aðeins þau Vigfús verið í íbúðinni. Vigfús sagði fyrir dómi í morgun að í umrætt skipti hefði hann sjálfur hringt í Neyðarlínuna.Framundan eru skýrslutökur yfir lögreglumönnum og vitnum. Reiknað er með því að aðalmeðferð standi út daginn og verði mögulega framhaldið síðar í júní. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. 6. júní 2019 10:54 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira
Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoða sem varð fólki að bana í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í október í fyrra, segir Vigfús Ólafsson hafa hótað að kveikja í húsinu. Vigfús er ákærður fyrir manndráp með því að hafa orðið valdur að dauða fólksins með íkveikju. Vigfús bjó í húsi föður síns en fólkið sem lést var á efri hæð hússins. Elva tjáði sig við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún lýsti miklum geðrænum vandamálum sem hún glímdi við og mikilli neyslu í húsinu við Kirkjuveg. Minntist hún þess að aðdragandi að íkveikju Vigfúsar hefði verið rifrildi milli hennar, Vigfúsar og konunnar sem lést. Elva, sem var töluvert skýrari í frásögn en Vigfús í dómsal í morgun, lýsti því hvernig hún hefði slökkt í eld sem kviknað hefði í pítsukassa í húsinu og notað til þess bjór. Atburðarásin sé þó í mikilli móðu og allt í einu var kominn heilmikill eldur. Stofan hafi verið full af reyk og gangurinn sömuleiðis. Fólkið sem lést hafi verið á efri hæð og þangað hafi Vigfús reynt að fara en ekki þolað reykinn. Hann hefði verið vel meðvitaður um að fólkið væri á efri hæðinni.Minnið í móðu Hún hefði sjálf reynt að fara upp á efri hæðina en Guðmundur hefði rekið hana niður, sagt að hann væri að leggja sig. Hún hefði ekki hringt í Neyðarlínuna. Hún sagði minnið í mikilli móðu varðandi þennan dag enda hefði neysla hennar í gegnum árin verið mjög mikil. Elva sagði að þau hefðu aðeins drukkið bjór þennan dag. Hún hefði ásamt hinni látnu reynt að verða sér úti um önnur fíkniefni en það ekki gengið upp. Þá viðurkenndi Elva að hafa áður reynt að kveikja í húsinu. Lýsti hún að um skrípaleik hefði verið að ræða en þá hefðu þau kveikt í sófaborðinu. Í það skiptið hefðu aðeins þau Vigfús verið í íbúðinni. Vigfús sagði fyrir dómi í morgun að í umrætt skipti hefði hann sjálfur hringt í Neyðarlínuna.Framundan eru skýrslutökur yfir lögreglumönnum og vitnum. Reiknað er með því að aðalmeðferð standi út daginn og verði mögulega framhaldið síðar í júní.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. 6. júní 2019 10:54 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira
Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. 6. júní 2019 10:54