Óvissustigi aflýst en minni virkni getur samt verið undanfari goss Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2019 16:48 Sérfræðingar fylgjast með eldstöðinni allan sólarhringinn alla daga ársins. Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og hefur hægst á landrisi vegna kvikuhreyfinga síðustu mánuði. Af þeim sökum hefur ríkislögreglustjóri aflýst óvissustigi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að dregið geti verulega úr virkni áður en til goss kemur.Í júlí í fyrra var greint frá því að skýr merki væru um ókyrrð í Öræfajökli þar sem eldstöðin hafði þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Var virknin í Öræfajökli sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Í dag var hins vegar óvissustigi aflýst vegna þess að dregið hefur verulega úr virkninni. Í fyrra var sagt frá því að virknin getur hætt áður en til goss kemur.Virknin getur komið í sveiflum Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að virkni í eldstöðvum getur komið í sveiflum sem taka mögulega marga mánuði eða ár þar sem dregur alfarið úr virkninni inn á milli. „Við getum ekki útilokað að virknin muni aukast aftur en á meðan virknin er í svona lægð þá er óþarfi að hafa óvissustig á þessu,“ segir Kristín. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands vakta eldstöðvar á Íslandi allan sólarhringinn alla daga ársins. Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi til að vera undir það búnar ef það byrjar að gjósa. Gos í Öræfajökli mundi hafa greinilegan fyrirvara þar sem virkni mun aukast á undan.Tvö gos frá landnámi Öræfajökull hefur gosið í tvígang eftir landnám. Það fyrra var árið 1362 en það var eitt mesta sprengigos sem hefur orðið hér á landi frá því land byggðist. Var það gos einnig það mannskæðasta sem hefur orðið ef frá eru taldir Skaftáreldar árið 1783. Árið 1727 gaus Öræfajökull aftur en það gos var mun minna. Gosefnamagnið var svipað og í Eyjafjallajökulsgosinu. Kristín bendir á að í ljósi þess hversu langt er síðan gos varð í Öræfajökli þá sé ferillinn á undanfara goss í jöklinum ekki þekktur. „Þetta er ekki eins og veðrið, það er ekki hægt að spá fyrir nákvæmlega hvenær það verður gos eða hvort það verður gos. Við fylgjumst bara með þessu og nú er búið að draga mikið úr virkninni miðað við hvernig hún var.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og hefur hægst á landrisi vegna kvikuhreyfinga síðustu mánuði. Af þeim sökum hefur ríkislögreglustjóri aflýst óvissustigi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að dregið geti verulega úr virkni áður en til goss kemur.Í júlí í fyrra var greint frá því að skýr merki væru um ókyrrð í Öræfajökli þar sem eldstöðin hafði þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Var virknin í Öræfajökli sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Í dag var hins vegar óvissustigi aflýst vegna þess að dregið hefur verulega úr virkninni. Í fyrra var sagt frá því að virknin getur hætt áður en til goss kemur.Virknin getur komið í sveiflum Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að virkni í eldstöðvum getur komið í sveiflum sem taka mögulega marga mánuði eða ár þar sem dregur alfarið úr virkninni inn á milli. „Við getum ekki útilokað að virknin muni aukast aftur en á meðan virknin er í svona lægð þá er óþarfi að hafa óvissustig á þessu,“ segir Kristín. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands vakta eldstöðvar á Íslandi allan sólarhringinn alla daga ársins. Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi til að vera undir það búnar ef það byrjar að gjósa. Gos í Öræfajökli mundi hafa greinilegan fyrirvara þar sem virkni mun aukast á undan.Tvö gos frá landnámi Öræfajökull hefur gosið í tvígang eftir landnám. Það fyrra var árið 1362 en það var eitt mesta sprengigos sem hefur orðið hér á landi frá því land byggðist. Var það gos einnig það mannskæðasta sem hefur orðið ef frá eru taldir Skaftáreldar árið 1783. Árið 1727 gaus Öræfajökull aftur en það gos var mun minna. Gosefnamagnið var svipað og í Eyjafjallajökulsgosinu. Kristín bendir á að í ljósi þess hversu langt er síðan gos varð í Öræfajökli þá sé ferillinn á undanfara goss í jöklinum ekki þekktur. „Þetta er ekki eins og veðrið, það er ekki hægt að spá fyrir nákvæmlega hvenær það verður gos eða hvort það verður gos. Við fylgjumst bara með þessu og nú er búið að draga mikið úr virkninni miðað við hvernig hún var.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira