Óvissustigi aflýst en minni virkni getur samt verið undanfari goss Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2019 16:48 Sérfræðingar fylgjast með eldstöðinni allan sólarhringinn alla daga ársins. Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og hefur hægst á landrisi vegna kvikuhreyfinga síðustu mánuði. Af þeim sökum hefur ríkislögreglustjóri aflýst óvissustigi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að dregið geti verulega úr virkni áður en til goss kemur.Í júlí í fyrra var greint frá því að skýr merki væru um ókyrrð í Öræfajökli þar sem eldstöðin hafði þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Var virknin í Öræfajökli sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Í dag var hins vegar óvissustigi aflýst vegna þess að dregið hefur verulega úr virkninni. Í fyrra var sagt frá því að virknin getur hætt áður en til goss kemur.Virknin getur komið í sveiflum Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að virkni í eldstöðvum getur komið í sveiflum sem taka mögulega marga mánuði eða ár þar sem dregur alfarið úr virkninni inn á milli. „Við getum ekki útilokað að virknin muni aukast aftur en á meðan virknin er í svona lægð þá er óþarfi að hafa óvissustig á þessu,“ segir Kristín. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands vakta eldstöðvar á Íslandi allan sólarhringinn alla daga ársins. Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi til að vera undir það búnar ef það byrjar að gjósa. Gos í Öræfajökli mundi hafa greinilegan fyrirvara þar sem virkni mun aukast á undan.Tvö gos frá landnámi Öræfajökull hefur gosið í tvígang eftir landnám. Það fyrra var árið 1362 en það var eitt mesta sprengigos sem hefur orðið hér á landi frá því land byggðist. Var það gos einnig það mannskæðasta sem hefur orðið ef frá eru taldir Skaftáreldar árið 1783. Árið 1727 gaus Öræfajökull aftur en það gos var mun minna. Gosefnamagnið var svipað og í Eyjafjallajökulsgosinu. Kristín bendir á að í ljósi þess hversu langt er síðan gos varð í Öræfajökli þá sé ferillinn á undanfara goss í jöklinum ekki þekktur. „Þetta er ekki eins og veðrið, það er ekki hægt að spá fyrir nákvæmlega hvenær það verður gos eða hvort það verður gos. Við fylgjumst bara með þessu og nú er búið að draga mikið úr virkninni miðað við hvernig hún var.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og hefur hægst á landrisi vegna kvikuhreyfinga síðustu mánuði. Af þeim sökum hefur ríkislögreglustjóri aflýst óvissustigi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að dregið geti verulega úr virkni áður en til goss kemur.Í júlí í fyrra var greint frá því að skýr merki væru um ókyrrð í Öræfajökli þar sem eldstöðin hafði þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Var virknin í Öræfajökli sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Í dag var hins vegar óvissustigi aflýst vegna þess að dregið hefur verulega úr virkninni. Í fyrra var sagt frá því að virknin getur hætt áður en til goss kemur.Virknin getur komið í sveiflum Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að virkni í eldstöðvum getur komið í sveiflum sem taka mögulega marga mánuði eða ár þar sem dregur alfarið úr virkninni inn á milli. „Við getum ekki útilokað að virknin muni aukast aftur en á meðan virknin er í svona lægð þá er óþarfi að hafa óvissustig á þessu,“ segir Kristín. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands vakta eldstöðvar á Íslandi allan sólarhringinn alla daga ársins. Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi til að vera undir það búnar ef það byrjar að gjósa. Gos í Öræfajökli mundi hafa greinilegan fyrirvara þar sem virkni mun aukast á undan.Tvö gos frá landnámi Öræfajökull hefur gosið í tvígang eftir landnám. Það fyrra var árið 1362 en það var eitt mesta sprengigos sem hefur orðið hér á landi frá því land byggðist. Var það gos einnig það mannskæðasta sem hefur orðið ef frá eru taldir Skaftáreldar árið 1783. Árið 1727 gaus Öræfajökull aftur en það gos var mun minna. Gosefnamagnið var svipað og í Eyjafjallajökulsgosinu. Kristín bendir á að í ljósi þess hversu langt er síðan gos varð í Öræfajökli þá sé ferillinn á undanfara goss í jöklinum ekki þekktur. „Þetta er ekki eins og veðrið, það er ekki hægt að spá fyrir nákvæmlega hvenær það verður gos eða hvort það verður gos. Við fylgjumst bara með þessu og nú er búið að draga mikið úr virkninni miðað við hvernig hún var.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira