Stjórnmálamenn stokki spilin Helgi Vífill Júlíusson skrifar 5. júní 2019 07:15 Mikilvægt er fyrir stjórnmálamenn að nýta upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu til að stokka spilin. Það þarf að kortleggja hvað sé nauðsynlegt í rekstri hins opinbera, hvað megi betur fara, hvað megi missa sín og hvernig létta megi undir með landsmönnum sem standa straum af útgjöldunum með einum eða öðrum hætti. Ef rétt er haldið á spöðunum getur hið opinbera staðið sterkara eftir tiltekt og með skýra sýn á hlutverk sitt. Mistakist það verður róðurinn þyngri. Af þeim sökum ber að fagna því að fjármálaráðherra sagði að velt yrði við hverjum steini í ríkisrekstrinum við gerð endurskoðaðrar fjármálaáætlunar. Skattbyrði hérlendis hefur farið vaxandi og er með því mesta sem þekkist innan OECD-ríkjanna. Það er nauðsynlegt að stíga stór skref til að draga úr álögunum. Það væri vítamínsprauta fyrir hagkerfið, eykur ráðstöfunartekjur heimila og eflir samkeppnishæfni fyrirtækja. Þess vegna eru það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta lækkun bankaskatts um eitt ár. Sá skattur er greiddur af landsmönnum og stuðlar að hærra vaxtastigi sem er hátt í alþjóðlegum samanburði. Sveitarstjórnarmenn hefðu einnig átt að lækka fasteignaskatta þegar fasteignaverð fór stigvaxandi. Þær skattahækkanir eru ósanngjarnar og í engu samhengi við tekjur skattgreiðenda. Stjórnmálamenn þurfa jafnframt að hafa kjark til að nýta einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfinu í ríkari mæli til að bæta þjónustuna og auka hagkvæmni. Útgjöld til heilbrigðismála munu aukast verulega á næstu 25 árum samhliða því að þjóðin verður æ eldri. Ísland er því miður eftirbátur hinna Norðurlandanna við að nýta einkarekstur á þessum sviðum. Sömuleiðis væri það búbót fyrir heimilin ef stjórnmálamenn myndu sammælast um að afnema verndartolla í landbúnaði. Enn fremur þarf að selja ríkisbankana og Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda er það sveiflukenndur áhætturekstur sem fer betur í höndum einkaframtaksins. Það er skynsamlegra að nýta fé ríkisins sem er bundið í atvinnurekstri til annarra verkefna. Auk þess ætti að loka peningahítinni RÚV. Nóg er af fréttamiðlum og ef vilji stendur til að styrkja innlenda dagskrárgerð má birta efnið hjá öðrum fjölmiðlum. Með þessum aðgerðum myndu stjórnmálamenn leggjast á sveif með landsmönnum. Við myndum greiða lægri skatta og minna í vexti, stæði til boða ódýrari matur og öflugra mennta- og heilbrigðiskerfi. Það skiptir enn meira máli nú þegar hægðarleikur er að flytja á milla landa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er fyrir stjórnmálamenn að nýta upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu til að stokka spilin. Það þarf að kortleggja hvað sé nauðsynlegt í rekstri hins opinbera, hvað megi betur fara, hvað megi missa sín og hvernig létta megi undir með landsmönnum sem standa straum af útgjöldunum með einum eða öðrum hætti. Ef rétt er haldið á spöðunum getur hið opinbera staðið sterkara eftir tiltekt og með skýra sýn á hlutverk sitt. Mistakist það verður róðurinn þyngri. Af þeim sökum ber að fagna því að fjármálaráðherra sagði að velt yrði við hverjum steini í ríkisrekstrinum við gerð endurskoðaðrar fjármálaáætlunar. Skattbyrði hérlendis hefur farið vaxandi og er með því mesta sem þekkist innan OECD-ríkjanna. Það er nauðsynlegt að stíga stór skref til að draga úr álögunum. Það væri vítamínsprauta fyrir hagkerfið, eykur ráðstöfunartekjur heimila og eflir samkeppnishæfni fyrirtækja. Þess vegna eru það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta lækkun bankaskatts um eitt ár. Sá skattur er greiddur af landsmönnum og stuðlar að hærra vaxtastigi sem er hátt í alþjóðlegum samanburði. Sveitarstjórnarmenn hefðu einnig átt að lækka fasteignaskatta þegar fasteignaverð fór stigvaxandi. Þær skattahækkanir eru ósanngjarnar og í engu samhengi við tekjur skattgreiðenda. Stjórnmálamenn þurfa jafnframt að hafa kjark til að nýta einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfinu í ríkari mæli til að bæta þjónustuna og auka hagkvæmni. Útgjöld til heilbrigðismála munu aukast verulega á næstu 25 árum samhliða því að þjóðin verður æ eldri. Ísland er því miður eftirbátur hinna Norðurlandanna við að nýta einkarekstur á þessum sviðum. Sömuleiðis væri það búbót fyrir heimilin ef stjórnmálamenn myndu sammælast um að afnema verndartolla í landbúnaði. Enn fremur þarf að selja ríkisbankana og Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda er það sveiflukenndur áhætturekstur sem fer betur í höndum einkaframtaksins. Það er skynsamlegra að nýta fé ríkisins sem er bundið í atvinnurekstri til annarra verkefna. Auk þess ætti að loka peningahítinni RÚV. Nóg er af fréttamiðlum og ef vilji stendur til að styrkja innlenda dagskrárgerð má birta efnið hjá öðrum fjölmiðlum. Með þessum aðgerðum myndu stjórnmálamenn leggjast á sveif með landsmönnum. Við myndum greiða lægri skatta og minna í vexti, stæði til boða ódýrari matur og öflugra mennta- og heilbrigðiskerfi. Það skiptir enn meira máli nú þegar hægðarleikur er að flytja á milla landa.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun