

Stjórnmálamenn stokki spilin
Skattbyrði hérlendis hefur farið vaxandi og er með því mesta sem þekkist innan OECD-ríkjanna. Það er nauðsynlegt að stíga stór skref til að draga úr álögunum. Það væri vítamínsprauta fyrir hagkerfið, eykur ráðstöfunartekjur heimila og eflir samkeppnishæfni fyrirtækja.
Þess vegna eru það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta lækkun bankaskatts um eitt ár. Sá skattur er greiddur af landsmönnum og stuðlar að hærra vaxtastigi sem er hátt í alþjóðlegum samanburði.
Sveitarstjórnarmenn hefðu einnig átt að lækka fasteignaskatta þegar fasteignaverð fór stigvaxandi. Þær skattahækkanir eru ósanngjarnar og í engu samhengi við tekjur skattgreiðenda.
Stjórnmálamenn þurfa jafnframt að hafa kjark til að nýta einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfinu í ríkari mæli til að bæta þjónustuna og auka hagkvæmni. Útgjöld til heilbrigðismála munu aukast verulega á næstu 25 árum samhliða því að þjóðin verður æ eldri. Ísland er því miður eftirbátur hinna Norðurlandanna við að nýta einkarekstur á þessum sviðum.
Sömuleiðis væri það búbót fyrir heimilin ef stjórnmálamenn myndu sammælast um að afnema verndartolla í landbúnaði.
Enn fremur þarf að selja ríkisbankana og Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda er það sveiflukenndur áhætturekstur sem fer betur í höndum einkaframtaksins. Það er skynsamlegra að nýta fé ríkisins sem er bundið í atvinnurekstri til annarra verkefna. Auk þess ætti að loka peningahítinni RÚV. Nóg er af fréttamiðlum og ef vilji stendur til að styrkja innlenda dagskrárgerð má birta efnið hjá öðrum fjölmiðlum.
Með þessum aðgerðum myndu stjórnmálamenn leggjast á sveif með landsmönnum. Við myndum greiða lægri skatta og minna í vexti, stæði til boða ódýrari matur og öflugra mennta- og heilbrigðiskerfi. Það skiptir enn meira máli nú þegar hægðarleikur er að flytja á milla landa.
Skoðun

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar