Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 10:00 Talið er að reglugerðin muni ná til tæplega 15 milljóna manna á ári hverju. Chesnot/Getty Stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun til þess að komast inn í Bandaríkin mun þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra, samkvæmt nýinnleiddum reglum. Samkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Áætlað er að reglugerðin, sem lögð var til af stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta í mars á síðasta ári, komi til með að hafa áhrif á tæpar 15 milljónir manna á ári. Fólk sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í því skyni að stunda þar nám eða vinnu mun þurfa að leggja fram þessar upplýsingar, auk þeirra sem hyggja aðeins á stutta heimsókn. Erlendir erindrekar og aðrir embættismenn eru undanskildir reglunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða upplýsingum stjórnvöld sækjast eftir með þessari reglugerð eða hvað það væri nákvæmlega sem gæti valdið því að umsóknum um vegabréfsáritun yrði hafnað á grundvelli nýju reglugerðarinnar. Áður en reglurnar voru innleiddar þurftu mun færri að vísa fram gögnum um samfélagsmiðla sína, en þess var aðeins krafist af fólki sem talið var að þyrfti að rannsaka gaumgæfilega áður en því yrði veitt innganga í landið, svo sem þeim búið höfðu eða dvalið á svæðum heimsins sem stjórnað er af samtökum sem Bandaríkjastjórn skilgreinir sem hryðjuverkahópa. Samkvæmt starfsmanni hins opinbera vestanhafs, sem ræddi við miðilinn The Hill, verða afleiðingar þess að ljúga til um samfélagsmiðlanotkun sína á vegabréfsáritunarumsókninni alvarlegar. Þegar reglugerðin var lögð til á síðasta ári lögðust Mannréttindasamtök Bandaríkjanna harðlega gegn henni. Þau sögðu reglurnar vera til þess fallnar að fólk myndi ritskoða það sem það segir á netinu og að ekki væri hægt að færa rök fyrir því að mögulegt sé að hafa eftirlit með samfélagsmiðlum fólks á sanngjarnan eða áhrifaríkan hátt. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun til þess að komast inn í Bandaríkin mun þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra, samkvæmt nýinnleiddum reglum. Samkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Áætlað er að reglugerðin, sem lögð var til af stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta í mars á síðasta ári, komi til með að hafa áhrif á tæpar 15 milljónir manna á ári. Fólk sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í því skyni að stunda þar nám eða vinnu mun þurfa að leggja fram þessar upplýsingar, auk þeirra sem hyggja aðeins á stutta heimsókn. Erlendir erindrekar og aðrir embættismenn eru undanskildir reglunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða upplýsingum stjórnvöld sækjast eftir með þessari reglugerð eða hvað það væri nákvæmlega sem gæti valdið því að umsóknum um vegabréfsáritun yrði hafnað á grundvelli nýju reglugerðarinnar. Áður en reglurnar voru innleiddar þurftu mun færri að vísa fram gögnum um samfélagsmiðla sína, en þess var aðeins krafist af fólki sem talið var að þyrfti að rannsaka gaumgæfilega áður en því yrði veitt innganga í landið, svo sem þeim búið höfðu eða dvalið á svæðum heimsins sem stjórnað er af samtökum sem Bandaríkjastjórn skilgreinir sem hryðjuverkahópa. Samkvæmt starfsmanni hins opinbera vestanhafs, sem ræddi við miðilinn The Hill, verða afleiðingar þess að ljúga til um samfélagsmiðlanotkun sína á vegabréfsáritunarumsókninni alvarlegar. Þegar reglugerðin var lögð til á síðasta ári lögðust Mannréttindasamtök Bandaríkjanna harðlega gegn henni. Þau sögðu reglurnar vera til þess fallnar að fólk myndi ritskoða það sem það segir á netinu og að ekki væri hægt að færa rök fyrir því að mögulegt sé að hafa eftirlit með samfélagsmiðlum fólks á sanngjarnan eða áhrifaríkan hátt.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent