Stórt skref í rétta átt hjá liðinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júní 2019 11:00 Dagný Brynjarsdóttir átti öflugan leik inni á miðju íslenska liðsins áður en hún kom af velli í hálfleik gegn Finnlandi í gær. fréttablaðið/getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt hreinu annan leikinn í röð í 2-0 sigri á Finnum í Espoo í gær í lokaæfingarleik Íslands fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst í haust. Þetta var seinni leikur liðanna á stuttum tíma, eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum tókst íslenska liðinu að sigla sigrinum heim með heilsteyptari spilamennsku í gær. Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi á bragðið áður en Dagný Brynjarsdóttir bætti við marki. Með því komst Dagný upp að hlið Ásthildar Helgadóttur í þriðja sætið yfir flest mörk fyrir kvennalandsliðið, með 23 mörk. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, gerði fimm breytingar á liðinu á milli leikja. Hlín var ein þeirra sem komu inn í íslenska liðið og var hún fljót að láta til sín taka. Eftir snarpa skyndisókn féll boltinn fyrir fætur Hlínar sem skoraði með fallegu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir markmann finnska liðsins. Stuttu síðar var komið að þætti Dagnýjar þegar hún skoraði af stuttu færi eftir frábæra sendingu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Finnska liðið sótti í leit að marki í seinni hálfleik en íslenska liðið stóð vaktina vel og náði að halda hreinu. Aðspurður er Jón Þór ánægður með spilamennskuna. „Heilt yfir er ég mjög sáttur við spilamennskuna og að halda hreinu í báðum leikjunum. Hópurinn var ósáttur við jafnteflið í fyrri leiknum sem lýsir metnaðinum í þessum hóp. Þær tóku stórt skref í rétta átt á mikilvægum tíma þar sem þetta var síðasti æfingarleikur okkar fyrir undankeppnina.“ Þetta var áttundi leikur liðsins frá því að Jón Þór tók við liðinu síðasta haust. Fyrir utan slæmt tap gegn Skotum hefur liðið leikið vel og unnið fjóra leiki af átta. „Spilamennskan í þessum leik staðfestir mína tilfinningu um að liðið sé að vaxa og stefni í rétta átt. Frammistaðan og liðsvinnan gefur okkur mikið fyrir leikina í haust þegar undankeppnin hefst. Við höfum verið að mynda ákveðinn kjarna og á sama tíma að stækka hópinn til að auka möguleikana. Ég fer mjög bjartsýnn inn í haustið eftir það sem við höfum unnið að undanfarna mánuði og manni finnst við vera á réttri leið.“ Dagný var að byrja fyrstu landsleiki sína í tæp tvö ár og var afar sátt að leikslokum. „Við æfðum vel á milli leikja og vorum ferskari og beittari í þessum leik. Það kom kafli sem við gátum haldið bolta betur en við náðum að skapa okkur mörg færi og halda hreinu,“ segir Dagný og bætir við: „Það er gott að koma aftur og hitta hópinn, bæði yngri leikmennina sem ég hef lítið leikið með og að kynnast þjálfarateyminu betur og aðferðum þess. Þetta var dýrmæt reynsla fyrir mig fyrir undankeppnina í haust og fyrir liðið til að slípa sig saman.“ Aðspurð segist Dagný ekki vera að horfa á að ná markameti landsliðsins af Margréti Láru enda 55 mörkum á eftir markahróknum. „Ég viðurkenni að ég er ekki að stefna á að ná henni. Næsta markmið er að ná öðru sætinu,“ segir Dagný hlæjandi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt hreinu annan leikinn í röð í 2-0 sigri á Finnum í Espoo í gær í lokaæfingarleik Íslands fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst í haust. Þetta var seinni leikur liðanna á stuttum tíma, eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum tókst íslenska liðinu að sigla sigrinum heim með heilsteyptari spilamennsku í gær. Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi á bragðið áður en Dagný Brynjarsdóttir bætti við marki. Með því komst Dagný upp að hlið Ásthildar Helgadóttur í þriðja sætið yfir flest mörk fyrir kvennalandsliðið, með 23 mörk. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, gerði fimm breytingar á liðinu á milli leikja. Hlín var ein þeirra sem komu inn í íslenska liðið og var hún fljót að láta til sín taka. Eftir snarpa skyndisókn féll boltinn fyrir fætur Hlínar sem skoraði með fallegu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir markmann finnska liðsins. Stuttu síðar var komið að þætti Dagnýjar þegar hún skoraði af stuttu færi eftir frábæra sendingu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Finnska liðið sótti í leit að marki í seinni hálfleik en íslenska liðið stóð vaktina vel og náði að halda hreinu. Aðspurður er Jón Þór ánægður með spilamennskuna. „Heilt yfir er ég mjög sáttur við spilamennskuna og að halda hreinu í báðum leikjunum. Hópurinn var ósáttur við jafnteflið í fyrri leiknum sem lýsir metnaðinum í þessum hóp. Þær tóku stórt skref í rétta átt á mikilvægum tíma þar sem þetta var síðasti æfingarleikur okkar fyrir undankeppnina.“ Þetta var áttundi leikur liðsins frá því að Jón Þór tók við liðinu síðasta haust. Fyrir utan slæmt tap gegn Skotum hefur liðið leikið vel og unnið fjóra leiki af átta. „Spilamennskan í þessum leik staðfestir mína tilfinningu um að liðið sé að vaxa og stefni í rétta átt. Frammistaðan og liðsvinnan gefur okkur mikið fyrir leikina í haust þegar undankeppnin hefst. Við höfum verið að mynda ákveðinn kjarna og á sama tíma að stækka hópinn til að auka möguleikana. Ég fer mjög bjartsýnn inn í haustið eftir það sem við höfum unnið að undanfarna mánuði og manni finnst við vera á réttri leið.“ Dagný var að byrja fyrstu landsleiki sína í tæp tvö ár og var afar sátt að leikslokum. „Við æfðum vel á milli leikja og vorum ferskari og beittari í þessum leik. Það kom kafli sem við gátum haldið bolta betur en við náðum að skapa okkur mörg færi og halda hreinu,“ segir Dagný og bætir við: „Það er gott að koma aftur og hitta hópinn, bæði yngri leikmennina sem ég hef lítið leikið með og að kynnast þjálfarateyminu betur og aðferðum þess. Þetta var dýrmæt reynsla fyrir mig fyrir undankeppnina í haust og fyrir liðið til að slípa sig saman.“ Aðspurð segist Dagný ekki vera að horfa á að ná markameti landsliðsins af Margréti Láru enda 55 mörkum á eftir markahróknum. „Ég viðurkenni að ég er ekki að stefna á að ná henni. Næsta markmið er að ná öðru sætinu,“ segir Dagný hlæjandi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira