Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 17:42 Stilla úr myndbandi sem Bandaríkjastjórn birti í dag. Það á að sýna áhöfn íransks báts fjarlægja ósprungna sprengju af öðru flutningaskipinu sem ráðist var á í gær. Vísir/EPA Áhöfn japansks flutningaskips sem ráðist var á í Ómanflóa sá einhvers konar flugskeyti lenta á því, að sögn eiganda þess. Sú frásögn stangast á við fullyrðingar bandarískra stjórnvalda sem birtu í dag myndband sem þau segja sýna áhöfn íransks báts fjarlægja ósprungna sprengju af flutningaskipinu. Ráðist var á tvö flutningaskip með einhvers konar sprengjum í Ómanflóa í gær. Bandarísk stjórnvöld kenna Írönum um árásirnar og lögðu fram myndbandið í dag. Halda þau því fram að tundurdufl sem fest er á með segli hafi verið notað í árásunum. Írönsk stjórnvöld hafna því alfarið. Yutaka Katada, forseti Kokuka Sangyo sem á annað flutningaskipið, segir að filippseysk áhöfn skipsins hafi séð einhvers konar flugskeyti stefna á skipið, ekki tundurdufl. „Þeir segja að eitthvað hafi flogið í áttina að þeim, svo varð sprenging, síðan var gat á skipinu,“ sagði Katada við fréttamenn, að sögn Washington Post. Skipverjarnir hafi séð annað skeyti í kjölfarið. Katada telur að verksummerkin á skipinu bendi frekar til þess að það hafi orðið fyrir skeyti en að sprengja hafi sprungið á því. Þegar seinni sprengingin varð ákvað skipstjórinn að láta áhöfnina yfirgefa skipið. Áhöfnin hafi séð íransk herskip í grenndinni.Þörf á óháðri rannsókn á árásunum Árásirnar hafa aukið enn á spennuna á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda sem hefur stigmagnast undanfarnar vikur og mánuði. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í dag eftir óháðri rannsókn á árásunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er afar mikilvægt að komast að sannleikanum og það er afar mikilvægt að ábyrgðin komist á hreint. Augljóslega er aðeins hægt að gera það ef það er sjálfstæð eining sem staðreyndir þær staðreyndir,“ sagði Guterres. Aðeins öryggisráðið gæti skipað fyrir um slíka rannsókna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Íran Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Áhöfn japansks flutningaskips sem ráðist var á í Ómanflóa sá einhvers konar flugskeyti lenta á því, að sögn eiganda þess. Sú frásögn stangast á við fullyrðingar bandarískra stjórnvalda sem birtu í dag myndband sem þau segja sýna áhöfn íransks báts fjarlægja ósprungna sprengju af flutningaskipinu. Ráðist var á tvö flutningaskip með einhvers konar sprengjum í Ómanflóa í gær. Bandarísk stjórnvöld kenna Írönum um árásirnar og lögðu fram myndbandið í dag. Halda þau því fram að tundurdufl sem fest er á með segli hafi verið notað í árásunum. Írönsk stjórnvöld hafna því alfarið. Yutaka Katada, forseti Kokuka Sangyo sem á annað flutningaskipið, segir að filippseysk áhöfn skipsins hafi séð einhvers konar flugskeyti stefna á skipið, ekki tundurdufl. „Þeir segja að eitthvað hafi flogið í áttina að þeim, svo varð sprenging, síðan var gat á skipinu,“ sagði Katada við fréttamenn, að sögn Washington Post. Skipverjarnir hafi séð annað skeyti í kjölfarið. Katada telur að verksummerkin á skipinu bendi frekar til þess að það hafi orðið fyrir skeyti en að sprengja hafi sprungið á því. Þegar seinni sprengingin varð ákvað skipstjórinn að láta áhöfnina yfirgefa skipið. Áhöfnin hafi séð íransk herskip í grenndinni.Þörf á óháðri rannsókn á árásunum Árásirnar hafa aukið enn á spennuna á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda sem hefur stigmagnast undanfarnar vikur og mánuði. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í dag eftir óháðri rannsókn á árásunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er afar mikilvægt að komast að sannleikanum og það er afar mikilvægt að ábyrgðin komist á hreint. Augljóslega er aðeins hægt að gera það ef það er sjálfstæð eining sem staðreyndir þær staðreyndir,“ sagði Guterres. Aðeins öryggisráðið gæti skipað fyrir um slíka rannsókna á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Íran Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12
Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30
Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30