Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Sighvatur Jónsson skrifar 14. júní 2019 18:30 Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. Eftir mikla þurrkatíð er hætta talin á gróðureldum í sumarhúsabyggðum á Vesturlandi. Brýnt er fyrir fólki að vara varlega með eld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Ekki er útlit fyrir úrkomu á svæðinu næstu daga. Síðast rigndi þar í byrjun maí. Bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Það kom sér vel í dag þegar eldur kviknaði við svínabú á Hýrumel í Borgarfirði. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn fljótt sem talinn er hafa kviknað í rafmagnstöflu.Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld viðbrögð vegna gróðurelda. Æfingin hefst klukkan 19.30 og nær hámarki í Skorradal um klukkustund síðar. Meðal annars verður prófað hvernig gengur að komast að vatni. Slökkvibíll komst ekki að sumarbústað í Skorradal sem kviknaði í um miðjan apríl vegna þess hversu þröngur vegurinn að bústaðnum er.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2Þyrla ekki við æfinguna Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við æfinguna í Skorradal í kvöld vegna annarra verkefna. En komi upp gróðureldur er hún til taks ásamt svokallaðri slökkviskjólu. „Þyrlan Líf er klár til þess að fara með búnaðinn ef á þarf að halda. En þetta er sennilega seinasta árið sem þessi búnaður verður í notkun því að hann er kominn til ára sinna og þarfnast endurnýjunar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ásgrímur segir að endurnýja þurfi búnaðinn fyrir næsta vor. Áætlað er að ný skjóla kosti um níu milljónir króna. Búnaðinn er eingöngu hægt að nota með þyrlunni Líf. Krókar verða settir á tvær nýjar þyrlur, Eir og Gró, svo allar þyrlurnar nýtist til að slökkva gróðurelda. „Það er hægt að fá fullkomnari búnað þar sem er einhvers konar sogbarki og dæla þannig að það er hægt að dæla upp í fötuna í stað þess að dýfa henni í, sem getur reynst vel þegar vatnið sem er sótt er í hana er í grunnu vatni,“ segir Ásgrímur. Almannavarnir Borgarbyggð Landhelgisgæslan Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. Eftir mikla þurrkatíð er hætta talin á gróðureldum í sumarhúsabyggðum á Vesturlandi. Brýnt er fyrir fólki að vara varlega með eld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Ekki er útlit fyrir úrkomu á svæðinu næstu daga. Síðast rigndi þar í byrjun maí. Bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Það kom sér vel í dag þegar eldur kviknaði við svínabú á Hýrumel í Borgarfirði. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn fljótt sem talinn er hafa kviknað í rafmagnstöflu.Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld viðbrögð vegna gróðurelda. Æfingin hefst klukkan 19.30 og nær hámarki í Skorradal um klukkustund síðar. Meðal annars verður prófað hvernig gengur að komast að vatni. Slökkvibíll komst ekki að sumarbústað í Skorradal sem kviknaði í um miðjan apríl vegna þess hversu þröngur vegurinn að bústaðnum er.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2Þyrla ekki við æfinguna Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við æfinguna í Skorradal í kvöld vegna annarra verkefna. En komi upp gróðureldur er hún til taks ásamt svokallaðri slökkviskjólu. „Þyrlan Líf er klár til þess að fara með búnaðinn ef á þarf að halda. En þetta er sennilega seinasta árið sem þessi búnaður verður í notkun því að hann er kominn til ára sinna og þarfnast endurnýjunar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ásgrímur segir að endurnýja þurfi búnaðinn fyrir næsta vor. Áætlað er að ný skjóla kosti um níu milljónir króna. Búnaðinn er eingöngu hægt að nota með þyrlunni Líf. Krókar verða settir á tvær nýjar þyrlur, Eir og Gró, svo allar þyrlurnar nýtist til að slökkva gróðurelda. „Það er hægt að fá fullkomnari búnað þar sem er einhvers konar sogbarki og dæla þannig að það er hægt að dæla upp í fötuna í stað þess að dýfa henni í, sem getur reynst vel þegar vatnið sem er sótt er í hana er í grunnu vatni,“ segir Ásgrímur.
Almannavarnir Borgarbyggð Landhelgisgæslan Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira