Minna um framræst votlendi en áður var talið Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 09:00 Þegar votlendi er ræst fram byrjar mýrarjarðvegur að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Endurheimt votlendis hefur verið teflt fram til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jón Guðmundsson Umfang framræsts votlendis Íslandi gæti verið allt að 700 ferkílómetrum minna en talið hefur verið fram að þessu. Eftir sem áður er þurrkað votlendi stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu. Lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands segir nákvæmari gögn hafa breytt myndinni. Fram að þessu hefur verið áætlað að tæplega þrír fjórðu af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum sem losna á Íslandi komi frá votlendi sem hefur verið ræst fram með skurðum. Endurheimt votlendis hefur því verið teflt fram sem einni árangursríkustu loftslagsaðgerðinni á Íslandi þó að ekki væri hægt að telja hana fram upp í skuldbindingar Íslands gagnvart Kýótóbókuninni. Flatarmál framræsta votlendisins hefur fyrst og fremst verið metið með fjarkönnun og gervihnattamyndum. Vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nýlega fengið ný og nákvæmari gögn sem hafa glöggvað mynd þeirra af umfangi svæðanna. Skólinn hefur fengið fjárveitingar til að bæta gögn um framræst votlendi undanfarin ár.Stóraukin nákvæmni í hæðarlíkani Þannig hafa vísindamennirnir fengið nýtt hæðarlíkan til að greina framræst votlendi á radarmyndum gervihnatta. Sérfræðingar telja að votlendi myndist ekki í meiri halla en tíu gráðum og því geti framræst votlendi ekki verið í slíku landslagi heldur. Þeir hafa því útilokað svæði með meiri halla á gervihnattamyndum. Fram að þessu hefur bilið á milli hæðarlína í líkaninu verið tuttugu metrar að jafnaði og sums staðar allt að hundrað metrar. Með nýja líkaninu er munurinn kominn niður í aðeins tvo metra. „Þá fer maður að sjá einstaka hóla í uppgreftri úr skurðum,“ segir Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskólann, við Vísi.Frá Landbúnaðarháskólanum á HvanneyriVísir/PjeturÞá byggir nýtt mat þeirra á flatarmáli framræsts votlendis á nýju vistkerfakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem kom út árið 2016. Það gefur nákvæmari mynd af landinu en þau gögn sem matið byggði áður á. Þessar nýju upplýsingar hafa orðið til þess að vísindamenn Landbúnaðarháskólans telja nú að allt að 700 ferkílómetrum, um 70.000 hekturum, minna sé af framræstu votlendi en gert var ráð fyrir í eldra mati. „Vonandi er þetta réttari niðurstaða. Þetta er ekki fullkomið en við erum samt að reyna að meta þetta samviskusamlega eftir því sem fjármunir og mannskapur leyfir,“ segir Jón.Enn stærsta uppspretta losunar Frekari breytingar gætu orðið á matinu í haust þegar betri gögn um skurðakerfi landsins liggja fyrir. Jón segir að kerfið hafi síðast verið hnitað árið 2008 og einhverjar breytingar hafi orðið síðan þá. Einhverjir skurðir hafi horfið og aðrir bæst við. Hann telur að í það minnsta þúsund kílómetrar af nýjum skurðum hafi bæst við á rúmum áratug. Sagt var frá nýja matinu í Bændablaðinu sem kom út í gær. Þar var því haldið fram að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum virðist í uppnámi vegna þess að umfang framræsta votlendisins sé minna en áður var talið. Jón segir engar forsendur fyrir þeim fullyrðingum blaðsins. Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir áætlar hann að losun frá framræstu votlendi geti numið um það bil tveimur þriðja af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Umfang framræsts votlendis Íslandi gæti verið allt að 700 ferkílómetrum minna en talið hefur verið fram að þessu. Eftir sem áður er þurrkað votlendi stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu. Lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands segir nákvæmari gögn hafa breytt myndinni. Fram að þessu hefur verið áætlað að tæplega þrír fjórðu af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum sem losna á Íslandi komi frá votlendi sem hefur verið ræst fram með skurðum. Endurheimt votlendis hefur því verið teflt fram sem einni árangursríkustu loftslagsaðgerðinni á Íslandi þó að ekki væri hægt að telja hana fram upp í skuldbindingar Íslands gagnvart Kýótóbókuninni. Flatarmál framræsta votlendisins hefur fyrst og fremst verið metið með fjarkönnun og gervihnattamyndum. Vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nýlega fengið ný og nákvæmari gögn sem hafa glöggvað mynd þeirra af umfangi svæðanna. Skólinn hefur fengið fjárveitingar til að bæta gögn um framræst votlendi undanfarin ár.Stóraukin nákvæmni í hæðarlíkani Þannig hafa vísindamennirnir fengið nýtt hæðarlíkan til að greina framræst votlendi á radarmyndum gervihnatta. Sérfræðingar telja að votlendi myndist ekki í meiri halla en tíu gráðum og því geti framræst votlendi ekki verið í slíku landslagi heldur. Þeir hafa því útilokað svæði með meiri halla á gervihnattamyndum. Fram að þessu hefur bilið á milli hæðarlína í líkaninu verið tuttugu metrar að jafnaði og sums staðar allt að hundrað metrar. Með nýja líkaninu er munurinn kominn niður í aðeins tvo metra. „Þá fer maður að sjá einstaka hóla í uppgreftri úr skurðum,“ segir Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskólann, við Vísi.Frá Landbúnaðarháskólanum á HvanneyriVísir/PjeturÞá byggir nýtt mat þeirra á flatarmáli framræsts votlendis á nýju vistkerfakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem kom út árið 2016. Það gefur nákvæmari mynd af landinu en þau gögn sem matið byggði áður á. Þessar nýju upplýsingar hafa orðið til þess að vísindamenn Landbúnaðarháskólans telja nú að allt að 700 ferkílómetrum, um 70.000 hekturum, minna sé af framræstu votlendi en gert var ráð fyrir í eldra mati. „Vonandi er þetta réttari niðurstaða. Þetta er ekki fullkomið en við erum samt að reyna að meta þetta samviskusamlega eftir því sem fjármunir og mannskapur leyfir,“ segir Jón.Enn stærsta uppspretta losunar Frekari breytingar gætu orðið á matinu í haust þegar betri gögn um skurðakerfi landsins liggja fyrir. Jón segir að kerfið hafi síðast verið hnitað árið 2008 og einhverjar breytingar hafi orðið síðan þá. Einhverjir skurðir hafi horfið og aðrir bæst við. Hann telur að í það minnsta þúsund kílómetrar af nýjum skurðum hafi bæst við á rúmum áratug. Sagt var frá nýja matinu í Bændablaðinu sem kom út í gær. Þar var því haldið fram að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum virðist í uppnámi vegna þess að umfang framræsta votlendisins sé minna en áður var talið. Jón segir engar forsendur fyrir þeim fullyrðingum blaðsins. Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir áætlar hann að losun frá framræstu votlendi geti numið um það bil tveimur þriðja af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45