Ljóst að sjúkdómsvaldandi bakteríur finnist ekki bara í útlenda kjötinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2019 13:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Greint var frá niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar í gær en um er að ræða STEC-afbrigði af bakteríunni, sem fannst í þriðjungi sýna af íslensku lambakjöti. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þá fannst bakterían í um ellefu prósent sýna sem tekin voru af íslensku nautakjöti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi Alls voru tekin 600 sýni af kjöti á tímabilinu mars til desember í fyrra. Markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði en STEC-bakterían getur valdið alvarlegum veikindum í fólki.Tekin voru 600 sýni af kjöti hér á landi, bæði innlendu og erlendu, í fyrra.Vísir/GettyÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort niðurstöður Matvælastofnunar teljist áhyggjuefni, sem betur fer hafi fáar sýkingar af völdum bakteríunnar greinst hér á landi. Þá sé enn ekki ljóst hvað niðurstöðurnar nákvæmlega þýði en áhugavert sé að líta á þær í ljósi neikvæðrar umræðu um erlent kjöt og sýkingarhættu af því. „Þetta sýnir fram á það að íslensk framleiðsla er nú ekki alveg hrein af, hvorki ónæmum bakteríum né svona sjúkdómsvaldandi bakteríum, en hvort að það þýðir að einhver vandamál séu í aðsigi, það er erfiðara að segja til um það.“Sjá einnig: Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðannaÞá segir Þórólfur að fara eigi varlega í að túlka það sem svo að meiri hætta stafi af innfluttu, erlendu kjöti en íslenskri framleiðslu, sérstaklega vegna þess að rannsóknir þess efnis hafi ekki legið fyrir. „En það kemur þó í ljós að ónæmar bakteríur eru líka í íslenskri framleiðslu þó að það sé í minni mæli en í erlendri framleiðslu.“ Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15 Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Greint var frá niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar í gær en um er að ræða STEC-afbrigði af bakteríunni, sem fannst í þriðjungi sýna af íslensku lambakjöti. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þá fannst bakterían í um ellefu prósent sýna sem tekin voru af íslensku nautakjöti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi Alls voru tekin 600 sýni af kjöti á tímabilinu mars til desember í fyrra. Markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði en STEC-bakterían getur valdið alvarlegum veikindum í fólki.Tekin voru 600 sýni af kjöti hér á landi, bæði innlendu og erlendu, í fyrra.Vísir/GettyÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort niðurstöður Matvælastofnunar teljist áhyggjuefni, sem betur fer hafi fáar sýkingar af völdum bakteríunnar greinst hér á landi. Þá sé enn ekki ljóst hvað niðurstöðurnar nákvæmlega þýði en áhugavert sé að líta á þær í ljósi neikvæðrar umræðu um erlent kjöt og sýkingarhættu af því. „Þetta sýnir fram á það að íslensk framleiðsla er nú ekki alveg hrein af, hvorki ónæmum bakteríum né svona sjúkdómsvaldandi bakteríum, en hvort að það þýðir að einhver vandamál séu í aðsigi, það er erfiðara að segja til um það.“Sjá einnig: Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðannaÞá segir Þórólfur að fara eigi varlega í að túlka það sem svo að meiri hætta stafi af innfluttu, erlendu kjöti en íslenskri framleiðslu, sérstaklega vegna þess að rannsóknir þess efnis hafi ekki legið fyrir. „En það kemur þó í ljós að ónæmar bakteríur eru líka í íslenskri framleiðslu þó að það sé í minni mæli en í erlendri framleiðslu.“
Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15 Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15
Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30