Selja Café Paris og með minnihluta í Snaps Hörður Ægisson skrifar 12. júní 2019 07:00 Stefán og Sigurgísli stofnuðu Snaps árið 2012. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Veitingamennirnir Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted, sem eru stofnendur veitingastaðarins Snaps, hafa gengið frá sölu á hlut sínum í Café Paris til Birgis Þórs Bieltvedts fjárfestis. Eftir viðskiptin á Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu þeirra Birgis og eiginkonu hans Eyglóar Kjartansdóttur, nú allt hlutafé í veitingastaðnum. Þá hefur Birgir á sama tíma einnig aukið við eignarhlut sinn í Snaps og hefur Eyja fjárfestingafélag núna eignast meirihluta á móti félögum í eigu þeirra Sigurgísla og Stefáni. Þetta staðfestir Stefán í samtali við Markaðinn en hann vildi ekki upplýsa um hversu stór samanlagður eignarhlutur hans og Sigurgísla væri í Snaps í dag eftir viðskiptin. Með þeim breytingum sem hafa orðið á eignarhaldi Snaps, en þau hjónin Birgir og Eygló fjárfestu fyrst í Snaps á árinu 2016, hafa þeir Sigurgísli og Stefán samhliða hætt afskiptum af öllum daglegum rekstri staðarins en munu hins vegar sitja áfram í stjórn fyrirtækisins. Stefán hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Snaps, sem er einn vinsælasti veitingastaður landsins, en Sigurgísli var framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Jubileum sem hefur fram að þessu átt Snaps og Café Paris. Birgir og Eygló hafa á undanförnum árum meðal annars fjárfest í Domino´s á Íslandi, sem var síðar selt til Domino´s í Bretlandi með milljarða króna hagnaði, opnað Joe & Juice hérlendis, Brauð & Co og fjárfest að auki í veitingastaðnum Gló. Samstarf þeirra Sigurgísla og Stefáns við Birgi hófst fyrir þremur árum, en þá hafði hann nýlega gengið frá kaupum á Jómfrúnni, þegar Birgir kemur inn í hluthafahóp Snaps og skömmu síðar kaupa þeir saman Café Paris. Eignarhlutirnir voru þá sameinaðir undir eignhaldsfélaginu Jubileum en það átti einnig um tíma hlut í Jamie´s Italian sem varð gjaldþrota síðastliðið haust. Áður en að því kom hafði rekstrinum verið skipt upp og Sigurgísli og Stefán dregið sig bæði út úr starfsemi Jamie´s og Jómfrúarinnar. Í árslok 2018 áttu tvö félög í eigu Sigurgísla og Stefáns – Sæmundur ehf. og B48 ehf. – hvor um sig tuttugu prósenta hlut í Jubileum en Birgir fór með sextíu prósenta hlut í gegnum Eyju fjárfestingafélag. Félagið Jubileum fer hins vegar ekki lengur með eignarhaldið á Snaps og Café Paris. Snaps velti 591 milljón króna á árinu 2017 og var rekinn með átta milljóna króna hagnaði. Árið áður nam hagnaðurinn 37 milljónum króna. Cafe Paris velti á sama tíma 351 milljón en tapaði 169 milljónum króna. Tapið skýrðist fyrst og fremst af því að fjárfest var ríkulega í Café Paris og ráðist í umbætur á staðnum sem kostuðu um 150 milljónir. Í viðtali við Markaðinn síðastliðinn desember sagði Sigurgísli að afkoman á Snaps yrði betri á árinu 2018 en árið áður en hins vegar hefði rekstur Café Paris verið þungur. Þar spilaði ekki síst inn í slæmt veður sumarið 2018. Í lok árs 2018 voru samtals um 130 manns á launaskrá hjá Café Paris og Snaps og þar af upp undir 60 manns í fullu starfi. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. 12. desember 2018 08:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Sjá meira
Veitingamennirnir Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted, sem eru stofnendur veitingastaðarins Snaps, hafa gengið frá sölu á hlut sínum í Café Paris til Birgis Þórs Bieltvedts fjárfestis. Eftir viðskiptin á Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu þeirra Birgis og eiginkonu hans Eyglóar Kjartansdóttur, nú allt hlutafé í veitingastaðnum. Þá hefur Birgir á sama tíma einnig aukið við eignarhlut sinn í Snaps og hefur Eyja fjárfestingafélag núna eignast meirihluta á móti félögum í eigu þeirra Sigurgísla og Stefáni. Þetta staðfestir Stefán í samtali við Markaðinn en hann vildi ekki upplýsa um hversu stór samanlagður eignarhlutur hans og Sigurgísla væri í Snaps í dag eftir viðskiptin. Með þeim breytingum sem hafa orðið á eignarhaldi Snaps, en þau hjónin Birgir og Eygló fjárfestu fyrst í Snaps á árinu 2016, hafa þeir Sigurgísli og Stefán samhliða hætt afskiptum af öllum daglegum rekstri staðarins en munu hins vegar sitja áfram í stjórn fyrirtækisins. Stefán hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Snaps, sem er einn vinsælasti veitingastaður landsins, en Sigurgísli var framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Jubileum sem hefur fram að þessu átt Snaps og Café Paris. Birgir og Eygló hafa á undanförnum árum meðal annars fjárfest í Domino´s á Íslandi, sem var síðar selt til Domino´s í Bretlandi með milljarða króna hagnaði, opnað Joe & Juice hérlendis, Brauð & Co og fjárfest að auki í veitingastaðnum Gló. Samstarf þeirra Sigurgísla og Stefáns við Birgi hófst fyrir þremur árum, en þá hafði hann nýlega gengið frá kaupum á Jómfrúnni, þegar Birgir kemur inn í hluthafahóp Snaps og skömmu síðar kaupa þeir saman Café Paris. Eignarhlutirnir voru þá sameinaðir undir eignhaldsfélaginu Jubileum en það átti einnig um tíma hlut í Jamie´s Italian sem varð gjaldþrota síðastliðið haust. Áður en að því kom hafði rekstrinum verið skipt upp og Sigurgísli og Stefán dregið sig bæði út úr starfsemi Jamie´s og Jómfrúarinnar. Í árslok 2018 áttu tvö félög í eigu Sigurgísla og Stefáns – Sæmundur ehf. og B48 ehf. – hvor um sig tuttugu prósenta hlut í Jubileum en Birgir fór með sextíu prósenta hlut í gegnum Eyju fjárfestingafélag. Félagið Jubileum fer hins vegar ekki lengur með eignarhaldið á Snaps og Café Paris. Snaps velti 591 milljón króna á árinu 2017 og var rekinn með átta milljóna króna hagnaði. Árið áður nam hagnaðurinn 37 milljónum króna. Cafe Paris velti á sama tíma 351 milljón en tapaði 169 milljónum króna. Tapið skýrðist fyrst og fremst af því að fjárfest var ríkulega í Café Paris og ráðist í umbætur á staðnum sem kostuðu um 150 milljónir. Í viðtali við Markaðinn síðastliðinn desember sagði Sigurgísli að afkoman á Snaps yrði betri á árinu 2018 en árið áður en hins vegar hefði rekstur Café Paris verið þungur. Þar spilaði ekki síst inn í slæmt veður sumarið 2018. Í lok árs 2018 voru samtals um 130 manns á launaskrá hjá Café Paris og Snaps og þar af upp undir 60 manns í fullu starfi.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. 12. desember 2018 08:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Sjá meira
Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. 12. desember 2018 08:00