Röng skilaboð Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. júní 2019 07:15 Það eru stjórnendur sem standa í vegi fyrir því að takast á við loftslagsvandann því þeir eru bundnir við gamla tíma, börnin eru það ekki,“ sagði Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, í helgarviðtali í Fréttablaðinu. Páll, sem verður 96 ára í sumar, hrósar ungu kynslóðinni sem meðal annars hefur staðið fyrir vikulegum loftslagsmótmælum til að krefja stjórnvöld um frekari aðgerðir. Landvernd tekur undir með þessum kröfum en á aðalfundi samtakanna í síðasta mánuði var samþykkt ályktun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmálin eru loksins að fá þá athygli sem þau eiga skilið og ljóst að umræðan mun ekki hverfa. Þessa þróun má líka sjá með greinilegum hætti í löndunum í kringum okkur. Þannig unnu Græningjar og samstarfsflokkar þeirra mikinn sigur í Evrópuþingskosningum í lok síðasta mánaðar. Grænir flokkar eru ekki lengur á jaðrinum í stjórnmálunum heldur áhrifamikið afl sem taka verður mark á. Umhverfismál og þá sérstaklega loftslagsmál voru líka áberandi í nýafstöðnum þingkosningum í Danmörku. Í könnun sem gerð var í aðdraganda kosninganna töldu raunar flestir að umhverfis- og loftslagsmál væru mikilvægasta málefnið, eða 22 prósent kjósenda. Tveir af þremur helstu stuðningsflokkum Jafnaðarmanna í rauðu blokkinni bættu miklu fylgi við sig í kosningunum. Þessir flokkar lögðu einmitt mjög mikla áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr stjórnarmyndunarviðræðunum en gera má ráð fyrir afar metnaðarfullum markmiðum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig hafa Jafnaðarmenn talað fyrir því að losunin verði 60 prósentum minni árið 2030 en hún var 1990. Samstarfsflokkarnir í rauðu blokkinni vilja ganga enn lengra og ná 70 prósenta minni losun. Til samanburðar hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig á grundvelli Parísarsamkomulagsins til að hafa minnkað losun um 40 prósent árið 2030 miðað við 1990. Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðastliðið haust þar sem meðal annars er stefnt að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Nú þegar samdráttur er í efnahagskerfinu og endurskoða þarf ríkisfjármálin er mikilvægt að stjórnvöld sýni þá framsýni að draga ekki úr fjárveitingum til málaflokksins. Fréttir hafa borist af því að meðal breytingatillagna við fjármálaáætlun næstu fimm ára sé niðurskurður til umhverfismála upp á 1.400 milljónir króna miðað við upphaflegar tillögur. Þótt það séu kannski ekki miklir fjármunir í stóra samhenginu myndi það senda röng skilaboð inn í framtíðina. Páll Bergþórsson hefur trú á því að ungu kynslóðinni takist að leysa vandann á heiðarlegan og snjallan hátt en mikilvægt sé að skipta um orkugjafa sem allra fyrst. Ef þeirri kynslóð sem nú er við stjórnvölinn tekst ekki að leysa loftslagsvandann verður hún að sjá til þess að það verði ekki of seint fyrir þá næstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það eru stjórnendur sem standa í vegi fyrir því að takast á við loftslagsvandann því þeir eru bundnir við gamla tíma, börnin eru það ekki,“ sagði Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, í helgarviðtali í Fréttablaðinu. Páll, sem verður 96 ára í sumar, hrósar ungu kynslóðinni sem meðal annars hefur staðið fyrir vikulegum loftslagsmótmælum til að krefja stjórnvöld um frekari aðgerðir. Landvernd tekur undir með þessum kröfum en á aðalfundi samtakanna í síðasta mánuði var samþykkt ályktun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmálin eru loksins að fá þá athygli sem þau eiga skilið og ljóst að umræðan mun ekki hverfa. Þessa þróun má líka sjá með greinilegum hætti í löndunum í kringum okkur. Þannig unnu Græningjar og samstarfsflokkar þeirra mikinn sigur í Evrópuþingskosningum í lok síðasta mánaðar. Grænir flokkar eru ekki lengur á jaðrinum í stjórnmálunum heldur áhrifamikið afl sem taka verður mark á. Umhverfismál og þá sérstaklega loftslagsmál voru líka áberandi í nýafstöðnum þingkosningum í Danmörku. Í könnun sem gerð var í aðdraganda kosninganna töldu raunar flestir að umhverfis- og loftslagsmál væru mikilvægasta málefnið, eða 22 prósent kjósenda. Tveir af þremur helstu stuðningsflokkum Jafnaðarmanna í rauðu blokkinni bættu miklu fylgi við sig í kosningunum. Þessir flokkar lögðu einmitt mjög mikla áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr stjórnarmyndunarviðræðunum en gera má ráð fyrir afar metnaðarfullum markmiðum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig hafa Jafnaðarmenn talað fyrir því að losunin verði 60 prósentum minni árið 2030 en hún var 1990. Samstarfsflokkarnir í rauðu blokkinni vilja ganga enn lengra og ná 70 prósenta minni losun. Til samanburðar hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig á grundvelli Parísarsamkomulagsins til að hafa minnkað losun um 40 prósent árið 2030 miðað við 1990. Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðastliðið haust þar sem meðal annars er stefnt að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Nú þegar samdráttur er í efnahagskerfinu og endurskoða þarf ríkisfjármálin er mikilvægt að stjórnvöld sýni þá framsýni að draga ekki úr fjárveitingum til málaflokksins. Fréttir hafa borist af því að meðal breytingatillagna við fjármálaáætlun næstu fimm ára sé niðurskurður til umhverfismála upp á 1.400 milljónir króna miðað við upphaflegar tillögur. Þótt það séu kannski ekki miklir fjármunir í stóra samhenginu myndi það senda röng skilaboð inn í framtíðina. Páll Bergþórsson hefur trú á því að ungu kynslóðinni takist að leysa vandann á heiðarlegan og snjallan hátt en mikilvægt sé að skipta um orkugjafa sem allra fyrst. Ef þeirri kynslóð sem nú er við stjórnvölinn tekst ekki að leysa loftslagsvandann verður hún að sjá til þess að það verði ekki of seint fyrir þá næstu.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun