Búið er að tilkynna hvaða 20 leikmenn verða í æfingahópi bandaríska karlalandsliðsins fyrir HM í körfubolta sem fer fram í Kína í september.
Leikmennirnir 20 berjast um tólf sæti í lokahópnum sem verður tilkynntur 17. ágúst.
Meðal leikmanna í bandaríska hópnum eru James Harden, sem var valinn bestileikmaður NBA-deildarinnar á síðasta tímabili, og hinn eftirsótti Anthony Davis.
Harden og Davis voru hluti af bandaríska liðinu sem vann HM 2014 sem og Andre Drummond sem er einnig í æfingahópnum. Eric Gordon og Kevin Love voru í sigurliði Bandaríkjanna á HM 2010.
Þjálfari bandaríska liðsins er Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs. Hann tók við liðinu af Mike Krzyzewski sem gerði bandaríska liðið tvisvar sinnum að heimsmeisturum og þrisvar sinnum að Ólympíumeisturum.
Bandaríkin eru í riðli með Tékklandi, Tyrklandi og Japan á HM.
Bandaríski æfingahópurinn er skipaður eftirfarandi leikmönnum:
Harrison Barnes
Bradley Beal
Anthony Davis
Andre Drummond
Eric Gordon
James Harden
Tobias Harris
Kyle Kuzma
Damian Lillard
Brook Lopez
Kevin Love
Kyle Lowry
CJ McCollum
Khris Middleton
Paul Millsap
Donovan Mitchell
Jayson Tatum
PJ Tucker
Myles Turner
Kemba Walker
Harden og Davis í bandaríska HM-hópnum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn






Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti


