Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 16:41 Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli en leikmennirnir voru ekki sáttir við hve langan tíma tók að komast út af flugvellinum. Vísir/Getty Utanríkisráðuneytinu barst í morgun orðsending frá tyrkneskum stjórnvöldum þar sem óskað var skýringa á meintum töfum við vegabréfaeftirlit og öryggisleit við komu tyrkneska landsliðsins í gærkvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá er jafnframt vísað til fréttatilkynningar Isavia um framkvæmd vegabréfaeftirlits og öryggisleitar en þar kom fram að um áttatíu mínútur liðu frá því að vél tyrkneska landsliðsins kom í stæði og þar til síðustu farþegar voru komnir út um tollsal. Vélin kom frá flugvelli sem er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði sem gildir fyrir flugvelli í ESB og EES-ríkjum.Sjá einnig: Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Í tilkynningu frá Isavia kom fram að öryggisleitin í gærkvöldi hafi tekið lengri tíma þar sem leita þurfti að raftækjum og vökva í óvanalega mörgum töskum farþega með vélinni þar sem óskum um að slíkt væri fjarlægt úr töskum var ekki sinnt í öllum tilfellum. Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð liðsins í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit fáeinum klukkustundum fyrir komuna. Fyrirvarinn var of skammur til þess að hægt væri að verða við beiðninni auk þess sem slík meðferð stendur yfirleitt aðeins ráðamönnum og háttsettum sendierindrekum til boða. Utanríkisráðuneytið hefur áréttað við tyrknesk stjórnvöld að framkvæmd eftirlitsins á Keflavíkurflugvelli í gær hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag. Fótbolti Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytinu barst í morgun orðsending frá tyrkneskum stjórnvöldum þar sem óskað var skýringa á meintum töfum við vegabréfaeftirlit og öryggisleit við komu tyrkneska landsliðsins í gærkvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá er jafnframt vísað til fréttatilkynningar Isavia um framkvæmd vegabréfaeftirlits og öryggisleitar en þar kom fram að um áttatíu mínútur liðu frá því að vél tyrkneska landsliðsins kom í stæði og þar til síðustu farþegar voru komnir út um tollsal. Vélin kom frá flugvelli sem er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði sem gildir fyrir flugvelli í ESB og EES-ríkjum.Sjá einnig: Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Í tilkynningu frá Isavia kom fram að öryggisleitin í gærkvöldi hafi tekið lengri tíma þar sem leita þurfti að raftækjum og vökva í óvanalega mörgum töskum farþega með vélinni þar sem óskum um að slíkt væri fjarlægt úr töskum var ekki sinnt í öllum tilfellum. Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð liðsins í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit fáeinum klukkustundum fyrir komuna. Fyrirvarinn var of skammur til þess að hægt væri að verða við beiðninni auk þess sem slík meðferð stendur yfirleitt aðeins ráðamönnum og háttsettum sendierindrekum til boða. Utanríkisráðuneytið hefur áréttað við tyrknesk stjórnvöld að framkvæmd eftirlitsins á Keflavíkurflugvelli í gær hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag.
Fótbolti Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41
Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54