Barnaverndarnefndum mögulega fækkað eða þær lagðar niður Sighvatur Jónsson skrifar 27. júní 2019 18:30 Til greina kemur að fækka eða leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd segir félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason. Nýtt upplýsingakerfi um velferð barna á að tryggja skilvirkari viðbrögð vegna ofbeldisbrota gegn börnum. Ráðherra segir nýlegar upplýsingar um að 16% barna hér á landi verði fyrir ofbeldi hafa komið stjórnvöldum á óvart. Tilraunaverkefni um þróun upplýsingakerfis um velferð barna á Íslandi var hleypt af stokkunum í dag. Hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect kemur að verkefninu ásamt Kópavogsbæ og UNICEF á Íslandi.Skrifað var undir samstarfssamninginn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Vísir/SighvaturFramkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Bergsteinn Jónsson, segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknaði í tengslum við innleiðingu Kópavogsbæjar á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir okkur að bæta gagnaöflun fyrir börn. Stundum er hún vanrækt, sérstaklega í efnameiri ríkjum. Stundum eigum við miklu meiri tölfræði um börn í fátækari ríkjum,“ segir Bergsteinn. Ásmundur Einar, barna- og félagsmálaráðherra, vísar til nýlegra frétta frá UNICEF á Íslandi um að 16% barna á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.Stjórnvöld höfðu ekki upplýsingar um þetta. Ráðherra segir verkefnið í takti við grundvallarbreytingar á þjónustu við börn. „Eitt af því sem þar er verið að skoða er einmitt að fækka eða jafnvel leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Öll sú grundvallarhugsun og breyting sem er í gangi miðar að því að grípa fyrr inn í og hún miðar að því að við höfum þá grunnupplýsingar sem við erum að setja af stað þróun við hér í dag,“ segir Ásmundur Einar.Yfirsýn stofnana og sérfræðinga Upplýsingakerfið hýsir viðkvæmar upplýsingar um börn. Því er ætlað að tryggja að stofnanir og sérfræðingar hafi yfirsýn og viðbrögð verði þannig skilvirkari en ella. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir eitt af verkefnunum vera að finna út hvernig hvetja eigi til skráninga án þess að ýta undir það að of miklar upplýsingar um börn verði skráðar í kerfið. „Sem dæmi verður að passa að leikskólar skrái uppákomur sem eru alvarlegar. En það hefur verið reynslan að leikskólastigið skráir mjög lítið vegna nálægðar við foreldra sem er skiljanlegt. Þannig að við erum að reyna að hjálpa til að tryggja að börnin verði sem mest örugg í öllu umhverfi og að við getum gripið inn í sem fyrst,“ segir Þorbjörg Helga. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Til greina kemur að fækka eða leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd segir félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason. Nýtt upplýsingakerfi um velferð barna á að tryggja skilvirkari viðbrögð vegna ofbeldisbrota gegn börnum. Ráðherra segir nýlegar upplýsingar um að 16% barna hér á landi verði fyrir ofbeldi hafa komið stjórnvöldum á óvart. Tilraunaverkefni um þróun upplýsingakerfis um velferð barna á Íslandi var hleypt af stokkunum í dag. Hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect kemur að verkefninu ásamt Kópavogsbæ og UNICEF á Íslandi.Skrifað var undir samstarfssamninginn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Vísir/SighvaturFramkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Bergsteinn Jónsson, segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknaði í tengslum við innleiðingu Kópavogsbæjar á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir okkur að bæta gagnaöflun fyrir börn. Stundum er hún vanrækt, sérstaklega í efnameiri ríkjum. Stundum eigum við miklu meiri tölfræði um börn í fátækari ríkjum,“ segir Bergsteinn. Ásmundur Einar, barna- og félagsmálaráðherra, vísar til nýlegra frétta frá UNICEF á Íslandi um að 16% barna á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.Stjórnvöld höfðu ekki upplýsingar um þetta. Ráðherra segir verkefnið í takti við grundvallarbreytingar á þjónustu við börn. „Eitt af því sem þar er verið að skoða er einmitt að fækka eða jafnvel leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Öll sú grundvallarhugsun og breyting sem er í gangi miðar að því að grípa fyrr inn í og hún miðar að því að við höfum þá grunnupplýsingar sem við erum að setja af stað þróun við hér í dag,“ segir Ásmundur Einar.Yfirsýn stofnana og sérfræðinga Upplýsingakerfið hýsir viðkvæmar upplýsingar um börn. Því er ætlað að tryggja að stofnanir og sérfræðingar hafi yfirsýn og viðbrögð verði þannig skilvirkari en ella. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir eitt af verkefnunum vera að finna út hvernig hvetja eigi til skráninga án þess að ýta undir það að of miklar upplýsingar um börn verði skráðar í kerfið. „Sem dæmi verður að passa að leikskólar skrái uppákomur sem eru alvarlegar. En það hefur verið reynslan að leikskólastigið skráir mjög lítið vegna nálægðar við foreldra sem er skiljanlegt. Þannig að við erum að reyna að hjálpa til að tryggja að börnin verði sem mest örugg í öllu umhverfi og að við getum gripið inn í sem fyrst,“ segir Þorbjörg Helga.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira