Af hverju erum við ekki í uppnámi út af PISA? Stefán Jökulsson skrifar 27. júní 2019 13:21 „Hvað er að í skólakerfi okkar?“ spyr Styrmir Gunnarsson í grein sem var birt í Morgunblaðinu 15. júní síðastliðinn. Þar ræðir hann um skólakerfið á Íslandi, einkum þá veikleika þess sem sagt er að PISA-kannanir hafi leitt í ljós. Segir Styrmir að Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, hafi nýlega talað svo skýrt um þessa bresti í frétt mbl.is að það kalli á frekari umræðu. Ég tel rétt að nýta PISA-niðurstöður eftir föngum en bendi á að Schlecher er ekki óskeikull og PISA-kannanir ekki hafnar yfir gagnrýni. Haft er eftir Schleicher í fréttinni á mbl.is að Víetnamar standi sig mjög vel í PISA-könnunum því þeir viti að skólakerfi þeirra í dag verði efnahagskerfi þeirra á morgun. Með þessum orðum tengir hann menntun fyrst og fremst við peninga og þegar hann segir að menntamálin séu engin geimvísindi lætur hann að því liggja að þau séu ekki ýkja f lókin. Málið verður hins vegar margfalt flóknara ef við lítum svo á að menntun varði allt undir sólinni, náttúru jafnt sem mannlíf, og snúist ekki aðeins um hagvöxt heldur einnig um heill og hamingju ólíkra einstaklinga og hópa í fjölbreytilegum samfélögum. Styrmir Gunnarsson spyr í grein sinni hvers vegna íslenskt samfélag sé ekki í uppnámi vegna hins slæma mats frá alþjóðlegri stofnun. Ekki veit ég það með vissu en skýringin kann að einhverju leyti að vera sú að við Íslendingar teljum menntamál ekki „grjóthörð“ mál, sem við þurfum að fylgjast grannt með og taka afstöðu til, heldur mál í mýkri kantinum. Stundum æsum við okkur yfir einhverju í nokkra daga en þykjumst þó vita, þrátt fyrir niðurstöður PISA, að við séum „með’etta“ og björgum okkur yfirleitt. Og ekki getum við smitast af áhuga fjölmiðla- og stjórnmálafólks á þessum málaflokki. Í fjölmiðlum er enginn hörgull á fréttum og öðru efni um verslun og viðskipti en því fer fjarri að miðlar geri menntamálum jafn hátt undir höfði. Í miðlum má nefnilega skekkja veruleikann, og gera mikilvæg mál léttvæg, með því að fjalla lítið um þau eða gera það á yfirborðslegan máta. Hvað stjórnmálin áhrærir verður það saga til næsta bæjar þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn vegna ágreinings flokka um einstaklingsmiðað nám eða málþóf á Alþingi snýst um lesskilning íslenskra ungmenna. Skoðanaskipti um menntun á Íslandi lifna ekki við, og uppnámið verður ekkert, fyrr en hún verður viðvarandi umræðu- og viðfangsefni í skólum, fjölmiðlum og öðrum kimum almannarýmisins. Umræða um PISA-kannanir verður heldur ekki nógu gjöful fyrr en við, fræðafólk á vettvangi menntunar, höfum farið yfir niðurstöðurnar, samhengið og aðferðirnar með gagnrýnari hætti en við höfum gert, og miðlað niðurstöðum okkar til almennings. Höfundur er lektor við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvað er að í skólakerfi okkar?“ spyr Styrmir Gunnarsson í grein sem var birt í Morgunblaðinu 15. júní síðastliðinn. Þar ræðir hann um skólakerfið á Íslandi, einkum þá veikleika þess sem sagt er að PISA-kannanir hafi leitt í ljós. Segir Styrmir að Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, hafi nýlega talað svo skýrt um þessa bresti í frétt mbl.is að það kalli á frekari umræðu. Ég tel rétt að nýta PISA-niðurstöður eftir föngum en bendi á að Schlecher er ekki óskeikull og PISA-kannanir ekki hafnar yfir gagnrýni. Haft er eftir Schleicher í fréttinni á mbl.is að Víetnamar standi sig mjög vel í PISA-könnunum því þeir viti að skólakerfi þeirra í dag verði efnahagskerfi þeirra á morgun. Með þessum orðum tengir hann menntun fyrst og fremst við peninga og þegar hann segir að menntamálin séu engin geimvísindi lætur hann að því liggja að þau séu ekki ýkja f lókin. Málið verður hins vegar margfalt flóknara ef við lítum svo á að menntun varði allt undir sólinni, náttúru jafnt sem mannlíf, og snúist ekki aðeins um hagvöxt heldur einnig um heill og hamingju ólíkra einstaklinga og hópa í fjölbreytilegum samfélögum. Styrmir Gunnarsson spyr í grein sinni hvers vegna íslenskt samfélag sé ekki í uppnámi vegna hins slæma mats frá alþjóðlegri stofnun. Ekki veit ég það með vissu en skýringin kann að einhverju leyti að vera sú að við Íslendingar teljum menntamál ekki „grjóthörð“ mál, sem við þurfum að fylgjast grannt með og taka afstöðu til, heldur mál í mýkri kantinum. Stundum æsum við okkur yfir einhverju í nokkra daga en þykjumst þó vita, þrátt fyrir niðurstöður PISA, að við séum „með’etta“ og björgum okkur yfirleitt. Og ekki getum við smitast af áhuga fjölmiðla- og stjórnmálafólks á þessum málaflokki. Í fjölmiðlum er enginn hörgull á fréttum og öðru efni um verslun og viðskipti en því fer fjarri að miðlar geri menntamálum jafn hátt undir höfði. Í miðlum má nefnilega skekkja veruleikann, og gera mikilvæg mál léttvæg, með því að fjalla lítið um þau eða gera það á yfirborðslegan máta. Hvað stjórnmálin áhrærir verður það saga til næsta bæjar þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn vegna ágreinings flokka um einstaklingsmiðað nám eða málþóf á Alþingi snýst um lesskilning íslenskra ungmenna. Skoðanaskipti um menntun á Íslandi lifna ekki við, og uppnámið verður ekkert, fyrr en hún verður viðvarandi umræðu- og viðfangsefni í skólum, fjölmiðlum og öðrum kimum almannarýmisins. Umræða um PISA-kannanir verður heldur ekki nógu gjöful fyrr en við, fræðafólk á vettvangi menntunar, höfum farið yfir niðurstöðurnar, samhengið og aðferðirnar með gagnrýnari hætti en við höfum gert, og miðlað niðurstöðum okkar til almennings. Höfundur er lektor við HÍ
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun