Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Ritstjórn skrifar 26. júní 2019 12:45 Keppendur hjóla hringveginn og enda við Hvaleyrarvatn í Hvalfirði. FBL/Ernir Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. Keppnin er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins en hjólað er hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Koma þarf í mark á innan við 84 tímum. Þá er einnig keppt í einstaklingskeppni en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana. Hægt er að kynna sér reglur keppninnar nánar hér. Liðin í keppninni safna áheitum og er í ár hjólað til styrktar Reykjadals. Frá upphafi hafa aðstandendur WOW Cyclothon safnað yfir 90 milljónum en liðin keppa sín á milli bæði á hringveginum og í áheitakeppni. Í fyrra sigraði liðið R&R1 áheitakeppnina en þau söfnuðu 3.152.000 krónum. Sigurliðin í öðrum flokkum síðustu ár er hægt að sjá á síðu keppninnar. Hér fyrir neðan má fylgjast með staðsetningu keppenda á gagnvirku korti. Hinkra þarf augnablik til að sjá staðsetninguna birtast. Hægt er að þysja inn til að skoða nánar. Alls hafa um 570 keppendur skráð sig til leiks. Einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki lögðu af stað á miðvikudag klukkan 19. Þrír keppa í einstaklingskeppninni, 36 einstaklingar keppa í níu fjögurra manna liðum og 47 tíu manna lið taka þátt með 470 hjólara innanborðs. Þá eru um 80 þátttakendur skráðir í sérstökum Hjólakraftsflokki en þetta er í fimmta sinn sem hann hefur verið settur upp. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu myndir á Instagram undir myllumerkinu #wowcyclothon.
Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. Keppnin er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins en hjólað er hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Koma þarf í mark á innan við 84 tímum. Þá er einnig keppt í einstaklingskeppni en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana. Hægt er að kynna sér reglur keppninnar nánar hér. Liðin í keppninni safna áheitum og er í ár hjólað til styrktar Reykjadals. Frá upphafi hafa aðstandendur WOW Cyclothon safnað yfir 90 milljónum en liðin keppa sín á milli bæði á hringveginum og í áheitakeppni. Í fyrra sigraði liðið R&R1 áheitakeppnina en þau söfnuðu 3.152.000 krónum. Sigurliðin í öðrum flokkum síðustu ár er hægt að sjá á síðu keppninnar. Hér fyrir neðan má fylgjast með staðsetningu keppenda á gagnvirku korti. Hinkra þarf augnablik til að sjá staðsetninguna birtast. Hægt er að þysja inn til að skoða nánar. Alls hafa um 570 keppendur skráð sig til leiks. Einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki lögðu af stað á miðvikudag klukkan 19. Þrír keppa í einstaklingskeppninni, 36 einstaklingar keppa í níu fjögurra manna liðum og 47 tíu manna lið taka þátt með 470 hjólara innanborðs. Þá eru um 80 þátttakendur skráðir í sérstökum Hjólakraftsflokki en þetta er í fimmta sinn sem hann hefur verið settur upp. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu myndir á Instagram undir myllumerkinu #wowcyclothon.
Hjólreiðar Wow Cyclothon Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira