Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 10:49 Rouhani forseti segir tilgangslaust af Bandaríkjamönnum að beita Khamenei æðstaklerk refsiaðgerðum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Teheran hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja enn frekari refsiaðgerðir á Írani. Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkjastjórn ljúgi því til að hún vilji viðræður og kallar Hvíta hús Trump „andlega fatlað“. Trump tilkynnti um hertar viðskiptaþvinganir gegn Íran í gær. Þær beinast meðal annars persónulega að Ayatolla Khamenei, æðstaklerki Írans, og Javad Zarif, utanríkisráðherra landsins. Þvinganirnar eru svar Bandaríkjastjórnar við því að Íranir skutu niður ómannaðan dróna Bandaríkjahers í síðustu viku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fullyrti engu að síður í gær að forsetinn væri opinn fyrir viðræðum við Írani, að því er segir í frétt Washington Post. Rouhani, forseti Írans, sagði aftur á móti að aðgerðir Bandaríkjastjórnar lokuðu diplómatískum leiðum varanlega. Hvíta húsið væri orðið „andlega fatlað“ undir stjórn Trump. Refsiaðgerðirnar gegn æðstaklerkinu væru „svívirðilegar og heimskulegar“. „Þið leggið refsiaðgerðir á utanríkisráðherrann um leið og þið biðjið um viðræðu?“ sagði Rouhani í sjónvarpsávarpi í gær.Ástandið að verða hættulegt Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur farið vaxandi eftir að Trump forseti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran í tíð Baracks Obama árið 2015 í fyrra. Hann hefur síðan lagt viðskiptaþvinganir aftur á Íran sem hafði verið aflétt með samningnum. Undanfarið hafa Íranar svarað með því að segja ætla að brjóta gegn skilmálum samningsins um hversu mikið að auðguðu úrani þeir mega viða að sér nema að viðsemjendur þeirra standi við hann. Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um nýlegar á árásir á skip í Hormússundi og Ómanflóa. Trump hætti við loftárásir á Íran til að svara þeim árásum á ögurstundu í síðustu viku. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti áhyggjum af ástandinu í dag. Sagði hann stöðuna við það að verða hættulega, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússland er eitt helsta bandalagsríki Írans. Bandaríkin Donald Trump Íran Rússland Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Bandaríkin beita Íran þyngri refsiaðgerðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. 24. júní 2019 19:05 Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja enn frekari refsiaðgerðir á Írani. Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkjastjórn ljúgi því til að hún vilji viðræður og kallar Hvíta hús Trump „andlega fatlað“. Trump tilkynnti um hertar viðskiptaþvinganir gegn Íran í gær. Þær beinast meðal annars persónulega að Ayatolla Khamenei, æðstaklerki Írans, og Javad Zarif, utanríkisráðherra landsins. Þvinganirnar eru svar Bandaríkjastjórnar við því að Íranir skutu niður ómannaðan dróna Bandaríkjahers í síðustu viku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fullyrti engu að síður í gær að forsetinn væri opinn fyrir viðræðum við Írani, að því er segir í frétt Washington Post. Rouhani, forseti Írans, sagði aftur á móti að aðgerðir Bandaríkjastjórnar lokuðu diplómatískum leiðum varanlega. Hvíta húsið væri orðið „andlega fatlað“ undir stjórn Trump. Refsiaðgerðirnar gegn æðstaklerkinu væru „svívirðilegar og heimskulegar“. „Þið leggið refsiaðgerðir á utanríkisráðherrann um leið og þið biðjið um viðræðu?“ sagði Rouhani í sjónvarpsávarpi í gær.Ástandið að verða hættulegt Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur farið vaxandi eftir að Trump forseti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran í tíð Baracks Obama árið 2015 í fyrra. Hann hefur síðan lagt viðskiptaþvinganir aftur á Íran sem hafði verið aflétt með samningnum. Undanfarið hafa Íranar svarað með því að segja ætla að brjóta gegn skilmálum samningsins um hversu mikið að auðguðu úrani þeir mega viða að sér nema að viðsemjendur þeirra standi við hann. Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um nýlegar á árásir á skip í Hormússundi og Ómanflóa. Trump hætti við loftárásir á Íran til að svara þeim árásum á ögurstundu í síðustu viku. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti áhyggjum af ástandinu í dag. Sagði hann stöðuna við það að verða hættulega, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússland er eitt helsta bandalagsríki Írans.
Bandaríkin Donald Trump Íran Rússland Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Bandaríkin beita Íran þyngri refsiaðgerðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. 24. júní 2019 19:05 Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43
Bandaríkin beita Íran þyngri refsiaðgerðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. 24. júní 2019 19:05
Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50